Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 12

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 12
92 F A X I FAXI Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 10,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Sjómannadagurinn 1960 SUÐURNESJAMENN! Trésmíðaverkstæði Héðins og Hreins Önnuhúsi í Ytri-Njarðvík býður yður þjónustu sína. Smíðum: Eldhúsinnréttingar (Leggjum áherzlu á nýtízkulegt fyrirkomulag. Útvegum teikn- ingar, ef óskað er). Innbyggða skápa (Höfum sýnishorn af mjög fullkomnum rennihurðaútbún- aði. Húsbyggjendur ættu að kynna sér þessa nýung á verk- stæði okkar). Gluggar (Smíðum glugga fyrir tvöfalt gler með sérstaklega öruggum lausafögum, vatn- og vindþétt- um). Sólbekkir (Margar gerðir og margvíslega ' uppsettar. Plastsýnishorn fyrir- liggjandi). Svalahurðir (Tvöfaldar með karmi). Bílskúrshurðir (Úthúum og setjum upp „bal- lanshurðir" fyrir bílskúra og fleiri byggingar). Nánari upplýsingar á verkstæðinu og eftir vinnutíma í síma ! 2352. ;______________________________ Sjómannadagurinn að þessu sinni var hinn ánægjulegasti, enda var veðrið yndis- legt og mikil og almenn þátttaka i hátíða- höldum dagsins. En þau hófust með því að safnazt var saman við barnaskólann kl. 1 og þaðan gengið til hafnarinnar með lúðra- sveit bæjarins t fararbroddi. Athöfnin við höfnina hófst með því að sóknarpresturinn, séra Björn Jónsson, flutti guðsþjónustu og blómsveigur var lagður á hafið til minningar um drukknaða sjó- menn. Minni dagsins flutti Margeir Jónsson. Iþróttir dagsins hófust með kappróðri, 4 sveitir kepptu. Tvær sveitir fullorðinna og tvær drengjasveitir. I keppni drengja sigraði sveit Harðar Falssonar á 2:03,4 mín. Sveitina skipuðu eftirtaldir drengir: Olafur Sigurðsson, Sævar Brynjólfsson, Ibsen Angantýsson, Þorsteinn Arnason, Sigurjón Þórðarson, Jónatan Einarsson. Sveit nr. 2 fékk tímann 2:03,9 mín. Sveitina skipuðu: Stýrimaður: Marinó Jónsson, Olafur Sveinsson, Ragnar Guðlaugsson, Baldur Bragason, Gísli Sighvatsson, Brynjar Hansson og Karl Taylor. Keppni fullorðinna. Sveit Angantýs Guðmundssonar sigraði nú í þriðja sinn á tímanum 1:55,0 min. og vann til eignar bikar þann, sem gefinn var til verðlauna fyrir þessa keppni. Sveitina skipa, auk Angantýs, eftirtaldir menn: Bragi Sigurðsson, Rúnar Hallgrímsson, Marinó Haraldsson, Guðm. Haraldsson, Björn Jóhannsson. Önnur svcit fékk tímann 2:06,7. Hana skipuðu: Jóhannes Jóhannesson, stýrimaður, Héðinn Jónsson, Kjartan Sigurðsson, Isleifur Guðleifsson, Þorkell Indriðason, Halldór Brynjólfsson, Jónatan Agnars- son. Stakkasund: 1. Hörður Falsson, 53,2 sek. 2. Ingólfur Falsson, 1:14,8 mín. 3. Hlöðver Hallgrímsson, 1:15,1 mín. Togað var reipi milli bryggja og dró sveit Ibsens Angantýssonar keppinauta sína í sjóinn, en sveitina skipa, auk hans, Gunnar K. Þorgeirsson, Valur Símonar- son, Hlöðver Hallgrímsson og Margeir Sigurbjörnsson. Hina sveitina' skipuðu þeir Hörður Falsson, Ingólfur Falsson, Þorsteinn Arna- son, Sigurður Heberts, Kjartan Sigtryggs- son og Ölafur Sveinsson. Klukkan 5 fór fram á íþróttavellinum knattspyrnukappleikur milli skipstjóra og vélstjóra. Sigruðu vélstjórar með 4 mörk- um gegn engu. I hálfleikshléi var keppt í stakkaboð- hlaupi, og sigraði sveit Ingólfs Falssonar. Með honum voru: Björn Jóhannsson, Þor- steinn Arnason og Einar Erlendsson. Hina sveitina skipuðu þeir: Hlöðver Hallgrímsson, Magnús Sigurðsson, Ibsen Angantýsson og Kjartan Sigtryggsson. Sveit skipstjóra skipuðu: Guðjón Jóhannsson, fyrirliði, Magnús Bergmann, Haukur Bergmann, Jóhannes Jóhannesson, Jónatan Agnarsson, Örn Erlingsson, Guðmundur Þorvaldsson, Rúnar Hallgrímsson, Pétur Guðmundsson, Baldur Guðmundsson. Karl Þorsteinsson. Sveit vélstjóra skipuðu: Hans Daníelsson, fyrirliði, Friðrik Sigurbjörnsson, Svavar Færseth, Magnús Karlsson, Björgvin Hilmarsson, Steinn Erlingsson, Arnoddur Tyrfingsson, Eðvarð Vilmundarson, Héðinn Jónsson, Hörður Falsson, Isleifur Sigurðsson. Bikar þann, er veittur er fyrir mesta þátttöku í íþróttum dagsins, hlaut Hörður Falsson. Hann tók þátt í fjórum greinum: róðri, stakkasundi, reiptogi og knattspyrnu.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.