Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 21

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 21
F A X I 101 Japanskur fjölbragðameistari í Keflavík. Björn Ingvarsson lögreglustj. á Keflavíkur- flugvelli bauð fréttamönnum blaða að vera viðstaddir sýningu lögreglumanna af Kefla- víkurflugvelli og úr Keflavík á ýmsum sjálfs- varnaraðferðum, sem japanskur fjölbragða- > meistari, Sawamura Masouka, hafði kennt þeim um tveggja mánaða skeið. Sýningin fór fram í leikfimisal barnaskólans í Ytri-Njarð- vík og hófst með því, að yfirlögregluþjónninn á Keflavíkurflugvelli, Benedikt Þórarinsson, flutti stutt ávarp, þar sem hann bauð gesti velkomna, lýsti tilgangi sýSningarinnar og kynnti hinn japanska kennara, sem hann kvað vera þrítugan að aldri og hafa æft japanska fjölbragðaglímu frá því hann var 15 ára. Sagði Benedikt ennfremur, að aðferð sú, er hann hefði kennt lögreglumönnunum, væri kölluð jyjo-do og væri þá eingöngu um sjálfsvarnar- aðferðir að ræða. Hann sagði, að japanska fjölbragðaglíman skiptist í 4 flokka, sem nefndúst jyo-do, judo, akito og karati. Þjálfun manna væri svo skipt í mörg stig og væru t. d. 6 stig í jyo-do, en til gamans mætti geta þess, að þrátt fyrir miklar og stöðugar æfingar lögreglumanna í 2 mánuði, væru þeir aðeins að nálgast að ljúka fyrsta stiginu. Til þess að ljúka öllum 4 aðferðunum þyrfti þriggja ára nám. Þessu næst hófst sjálf sýningin undir stjórn ! hins japanska meistara. Fyrst var sýnd „judo“- velta, en hún er þannig, að menn láta sig falla á herðarnar, velta sér svo, spretta örskjótt og fjaðurmagnað upp aftur. Veltan var einnig sýnd þannig, að 2 menn lögðust á 4 fætur, hlið við hlið, og kom þá sá, er veltuna sýndi, og lét sig ekki muna að velta sér eins og fyrr er lýst yfir þessa 2 krjúpandi menn, þannig, að hann stakk sér á höfuðið, kútveltist eins og kettlingur og spratt síðan upp mjúkt og fjaðurmagnað. Þá var sýnt, hvernig hægt er að kollvarpa andstæðingi með einfaldri axlar- sveiflu og gera hann óskaðlegan, án þess að valda meiðslum. Ymis einföld tök voru þarna sýnd, sem voru þó mjög áhrifarík. Þar var sýnt, er lögreglumaður ætlaði að greiða höf- uðhögg með kylfu sinni, en var af kunnáttu- manni afvopnaður á svipstundu. Vakti það atvik nokkra ánægju meðal viðstaddra. Þá var sýnt, er maður gerði tilraun til að berja annan með tómri flösku í andlitið. Sá, sem fyrir árásinni varð, kunni einfalda vörn við ódæðinu. Þannig mætti lengi halda áfram að lýsa þessari sérkennilegu sýningu, en rúms- ins vegna í blaðinu verður þetta látið nægja, en þó er að lokum vert að geta þess, að lög- regluþjónarnir, sem sýndu þessi brögð, virt- ust hafa tiieinkað sér mikla kunnáttu á ekki lengri æfingatíma. Og vissulega munu æfing- arnar koma þeim að góðu gagni síðar meir. Eftir sýninguna bauð Björn Ingvarsson lög- reglustjóri gestum til kaffidrykkju á matstof- unni Vík í Keflavík. Meðan setið var að kaffi- drykkju, kvaddi lögreglustjórinn sér hljóðs og færði hinum japanska þjálfara þakkir sín- ar og lögreglunnar fyrir gott og mikið kennslu starf. Hann gat þess, að á þeim 2 mánuðum, sem námskeiðið stóð, hafi lögreglumennirnir hlotið þjálfun í 40—50 stundir. Þessi þjálfun ætti að auðvelda þeim störfin og gera þá hæfari til þess að gæta laga og réttar. Enn- fremur gat hann þess, að sér væri sérstök ánægja, að kynna Sawamura Matsouka fyrir blaðamönnum. Hann hefði kennt japanska fjölbragðaglímu víða um heim og þá einkum lögreglumönnum. Við kennslustörf hafi hann fengizt m. a. í Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og verið sérstak- lega fenginn til þess að þjálfa lögregluna í Helsinki. Matsouka hefði dvalið hér í 3 ár og væri kvæntur íslenzkri konu og ætti þá ósk heitasta, að setjast að á íslandi og gerast ís- lenzkur þegn. Að síðustu flutti Benedikt Þórarinsson ræðu og þakkaði lögreglustjóra áhuga hans á þess- um málum. Einnig flutti hann þjálfaranum þakkir lögreglumannanna og óskaði honum alls góðs í framtíðinni. Áðalskoðun bifreiða í Gullbringusýslu, sunnan Hafnarfjarðar Aðalskoðun bifreiða í Gullbringusýslu, sunnan Hafnarfjarðar, fer fram sem hér segir: Njarðvíkurhreppur og Hafnahreppur: Þriðjudaginn 14. júní. Miðvikudaginn 15. júní. Fimmtudaginn 16. júní. Skoðunin fer fram við samkomuhús Njarðvíkur. Gerðahreppur: Þriðjudaginn 21. júní. Miðvikudaginn 22. júní. Skoðunin fer fram við barnaskólann í Gerðum. Miðneshreppur: Fimmtudaginn 23. júní. Föstudaginn 24. júní. Skoðunin fér fram við barnaskólann í Sandgerði. Grindavíkurhreppur: Þriðjudaginn 28. júní við barnaskólann. V atnsley sustrandarhreppur: Miðvikudaginn 29. júní við barnaskólann. Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl. 9—12 og 13—18,30. Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi, er fullgild öku- skírteini skulu lögð fram. Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma varðar ábyrgð skv. umferðarlögum nr. 26 1958 og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðareigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega. Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skuhi vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endurnýja númeraspjöld bif- reiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar. Þeir, sem hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum, skulu við skoðun sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Gullhringu- og Kjósarsýslu, 8. júní 1960. Björn Sveinbjörnsson. (settur).

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.