Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1960, Side 1

Faxi - 01.09.1960, Side 1
7. tbl. - XX. ár SEPTEMBER 1960 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík I,^N#n#n#n#n#n#n#'#n#n#n#n#n#n#n#n#n#n#n^#n#n#n#n#sJ Knattspyrnumenn frá Færeyjum í heimsókn í Keflavík Bæjarstjórn Keflavíkur bauð Færeyingutn í feri 11. ágúst síðastl. kom færeyska knatt- spyrnuliðið B-36 frá Þórshöfn í heimsókn til Keflavíkur og dvaldi hér í 8 daga í boði Iþóttabandalags Keflavíkur. Sumarið 1957 fór knattspyrnuflokkur frá Keflavík til Færeyja og var Færeying- um þá boðið til Keflavíkur sumarið eftir, en ýmissa orsaka vegna hafa þeir ekki getað komið fyrr en nú. B-36, sem styrkti lið sitt með tveimur leikmönnum úr Fl. B., Þórshöfn, lék hér þrjá leiki, og urðu úrslit í þeim þessi: A.B.K.—B-36 6:3. K.F.K.—B-36 0:1. !flg. Hér sjást þeir ásamt öðrum þátttakendum í hvammi, í Hveragerði. U. M. F. K—B-36 1:1. Meðan Færeyingar dvöldu hér var þeim sýnt það markverðasta í Keflavík, farið með þá um Reykjanesskagann, til Reykja- víkur, Hveragerðis, Þingvalla, Gullfoss og víðar. Færeyingarnir héldu til í hinum vistlegu verbúðum Rastar h.f., og létu þeir mjög vel af öllum aðbúnaði þar. I lok heimsóknarinnar hélt I. B. K. Fær- eyingunum kveðjuhóf á Vík. Voru þar flutt ávörp og skiptst á gjöfum, m. a. færði form. í. B. K., Hafsteinn Guðmundsson, B-36 að gjöf mynd af Keflavík og fána ferðinni, í garði Ingimars Sigurðssonar, Fagra- I. B. K., auk þess afhenti hann hverjum þátttakanda í ferðinni merki bandalagsins og mynd af liðum I. B. K. og B-36, sem tekinn var í fyrsta leiknum. Aðalfararstjóri Færeyinga og formaður B-36, Arnold Hansen, færði í. B. K. að gjöf mjög haganlega gert bátslíkan, enn fremur færði hann U. M. F. K., K. F. K. og bæjarstjórn að gjöf mynd af Þórshöfn. Færeyingarnir héldu heimleiðis 19. ágúst með „Drottningunni“. Létu þeir mjög vel af förinni og standa vonir til að áframhald verði á gagnkvæmum heimsóknum þess- ara félaga.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.