Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 2
106 F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Minnmgar frá Keflavík Vestan við Þorvarðarhús var stór gras- flöt. sem náði niður að lóðum húsanna sem nú tilheyra Vesturgötu, en þau hús voru Hjörtsbær, hús Jóns Olafssonar, Sigurðar Bjarnasonar og Teits Helgasonar. Niður eftir náði flötin að húsi Olafs pósts, en upp eftir alla leið að Onnubæ og að húsi Þor- varðs Þorvarðarsonar, en þar fyrir ofan var Péturshús, þá Jónshús og gegnt því Möll- ershús. Fleiri hús voru þá ekki á þessu svæði. Það var mikið rými á flötinni fyrir krakkana í Vesturbænum til leika, enda óspart notuð allan ársins hring. A vorin slógu lestamenn þar tjöldum sínum, eins og á Garðshorni- og Garðbæjarflötunum, en lestirnar voru ein mikilsháttar hátíð krakkanna í kauptúninu, þeim fylgdi önn og ys og kauptíð. Sveitabændur komu með afurðir sínar og seldu útvegsbændum og sjómönnum fyrir fiskæti, saltfisk, grásleppu og hertan fisk að ógleymdum þorskhaus- unum. En fyrirferðarmiklir voru þorsk- hausarnir, er búið var að búa þá upp á hestana, en þetta þótti hollur og gómsætur matur og sóttust bændur eftir þessu harð- æti. Avallt reyndu lestamenn að hafa sem styzta viðdvöl í Keflavík, því hagar voru litlir sem öngvir fyrir hestana. Við göngum nú frá húsi Þorsteins Þor- varðarsonar skáhalt í vestur yfir flötina í áttina að Vesturgötu, förum fram hjá Önnubæ á vinstri hönd og komum þá að húsi Þorvarðs Þorvarðarsonar, en Þorvarð- ur var hálfbróðir Þorsteins Þorvarðarsonar (Faxi 6. tbl.). Voru þeir samfeðra synir Þorvarðs beykis Helgasonar. Móðir Þor- varðs var Guðrún Högnadóttir hin ágæt- asta kona. Hún bjó hjá syni sínum í Kefla- vík frá því að hann reisti þar bú 1890 til dánardægurs 1910, en í Reykjavík hafði hún dvalizt lengst ævi og þar var Þorvarður fæddur 19. nóv. 1857 og uppalinn þar. Hann hét fullu nafni Þ. Guðmundur Guðrún var lengi húskona í Vigfúsar- koti í Reykjavík hjá þeim hjónum Þórði Torfasyni og konu hans Ragnheiði Steph- ensen foreldrum Þorgríms læknis í Kefla- vík. Var rótgróin vinátta milli Guðrúnar og tengdaforeldra minna, var hún aufúsu- gestur á heimili þeirra. Hún var skemmti- leg kona fróð og minnug og bjó yfir margskonar fróðleik, sem vert hefði verið að festa á blað. Guðrún var lítil kona vexti, grönn og vel vaxin höfðingleg í framkomu og góðlátleg. Þrifin svo að af bar og snyrti- lega klædd hversdagslega en ævinlega bjóst hún í betri föt er hún brá sér að heiman. Hún var ágætlega vel verki farin og kunni allskyns hannyrðir, en ekki hafði það orðið hennar hlutskifti að geta að nokkru ráði, setið við gullsaum og fína iðju. Hún hafði unnið fyrir sér í húsum rikra manna í Reykjavík og voru verk hennar eftirsótt, en það sem meira var um vert, var að í mörgum tilfellum, bundu húsbændurnir vinskap við hana sem hélzt ævilangt. Mátti glöggt sjá þess merki, hve börn þessa fólks mundu hana og sýndu henni vináttu er fundum bar saman löngu síðar. Séra Friðrik Hallgrímsson varð prestur í Ut- skálaprestakalli 1899, hann sat í Keflavík fyrsta árið. Þá hnýttust á ný á fagurlegan hátt gömul vinabönd þeirra Guðrúnar og unga prestsins, en hans hafði hún gætt þegar hann var lítill. Var hún mörg ár í húsi foreldra hans og dáði hún þau mikið enda héldu þau vináttu við hana til æviloka. Guðrún Högnadóttir var fædd 8. ágúst 1825 á Litlu-Drageyri í Skorradal. Voru foreldrar hennar Högni Jónsson bóndi þar og kona hans Margrét Jónsdóttir. Guðrún ólst að mestu upp hjá ömmu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur er bjó langa ævi á Indriðastöðum i Skorradal, bjó hún þar ásamt seinni manni sínum Sigurði Gísla- syni en hann var sonur Gísla bónda á Mófellsstöðum (1801) Vernharðssona'rJ Guðrún á Indriðastöðum var tvígift. Var fyrri maður hennar Jón f. 1756 Magnússon bónda á Neðra-Skarði í Leirársveit f. 1711 Jónssonar bónda á Efra-Skarði í Leirár- sveit (sýsl. IV,427.) Þau Guðrún og Jón bjuggu á Galtar- holti í Leirársveit og þar fæddist Margrét dóttir þeirra 1790, en hún var móðir Guð- rúnar Högndóttur. Fær allt þetta fólk mikið falleg ummæli í húsvitjunarbók Leirársóknar. Högni faðir Guðrúnar var f. á Akranesi 1790. Voru foreldrar hans Jón Bjarnason og kona hans Guðrún f. 1766 Ólafsdóttir. Kann ég ekki að rekja ætt þeirra.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.