Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 6
110 F A X I MINNINGARORÐ Hannes Jónsson fró Spákonufelli Hinn 17. júní síðastliðinn kvaddi einn af samborgurum okkar Keflvikinga, sem nú eru miðaldra og eldri, þessa jarðvist. Þessi gamli samborgari er okkur kunn- astur undir nafninu: Hannes Jónsson frá Spákonufelli. Hann andaðist að St. Jósepsspítala í Hafnarfirði eftir erfiða legu. Hannes var Húnvetningur, fæddur að Eiðsvöllum í Svartárdal 1. júlí 1882. For- eldrar hans voru Jón Benjamínsson og Sigríður Símonardóttir. — Systkini átti Hannes tvö, og er annað þeirra Margrét, kona Gísla Sigurðssonar, Aðalgötu 6 í Keflavík. Hannes fluttist síðar með for- eldrum sínum að Spákonufelli á Skaga- strönd. Við þann stað tók hann ástfóstri og kenndi sig jafnan við hann síðan. Þegar við vitum, að Hannes er fæddur á síðasta fjórðungi 19. aldarinnar, og þar við bætist, að aðstandendur hans eru efna- litlir, þá vitum við einnig, að hann hefur orðið að ganga í gegnum strangan starfs- skóla, er veitti honum þjálfun til starfa á sjó og landi. Og með beztu einkunn út- skrifaðist Hannes úr þeim skóla, því hann var meira en meðalmaður til starfa, að hvaða verki sem hann gekk, meðan hann naut sín bezt. Um það ber öllum kunn- ugum saman. Vafalítið er það, að hugur Hannesar hefur í xsku stefnt til mennta, jafngóðum hæfileikum og hann var búinn á því sviði. Ljóðelskur var hann og prýðilega hag- mæltur, en fátæktin og aðstæður allar hindruðu hann að ganga menntabrautina, eins og svo marga þeirra tíma. Árið 1912, 2. júní, giftist Hannes eftir- lifandi konu sinni, Sigurborgu Sigurðar- dóttur frá Keflavík, og fluttist þá alfarinn til Suðurlands. Bjuggu þau í Keflavík — utan eitt ár, er þau bjuggu í Vestmanna- eyjum — þar tii í byrjun árs 1932, að þau fluttu til Hafnarfjarðar, þar sem þau áttu heima síðan. Hjónaband þeirra var far- sælt. Þeim fæddust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi: Sigurður, Símon, Guðlaug og Al- freð Gunnar Páll, sem er yngstur barn- anna, — eru öll búsett í Silfurtúni í Garða- hreppi. Jón, vélvirki, búsettur í Keflavík, Kristján, búsettur í Tálknafirði, og Sig- ríður Hansína, búsett í Kópavogi. Ég kynntist Hannesi, þegar hann var kominn nær fertugu. Þá var heilsu hans farið að hraka, en andi hans var enn ung- ur. Hann hafði þá, sem jafnan síðan, brennandi áhuga á verkalýðsmálum og var reiðubúinn til þess að leggja fram sinn skerf, ef tilraun yrði gerð til þess að hefja baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks- ins. Hann var líka með, þegar fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað í Keflavík og var þar í fremstu víglínu. Hann var í stjórn þess og einhver skeleggasti baráttu- maðurinn. Þegar svo tilraun þessi var bæld niður og hann sá, að enn átti þessi hreyfing erf- iðan jarðveg á Suðurnesjum, svo erfiðan, að heilsa hans leyfði honum ekki að halda hér störfum áfram, þá var honum um megn að lifa áfram á þeim stað, þar sem hugsjónir hans höfðu verið lítilsvirtar og eigi náð veruleika. Hannes var ljúfmenni, hvar og hvenær sem hann hittist. Hann vildi ávallt hvers manns vanda leysa, er hann mátti. En hann var einn þeirra hugsjónamanna, er þeim lífskjörum eru bundnir, að þeir njóta sín aldrei til fulls. Þótt Hannes hyrfi nú sjálfur af vett- vangi verkalýðsbaráttunnar, þá fylgdist bann jafnan með þróun þeirrar baráttu hér syðra og fagnaði innilega hverjum þeim áfanga, er náðist til hagsbóta fyrir verkafólk og sjómenn, eins og fram kem- ur í afmæliskveðju hans til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur á 25 ára af- mæli þess. Þangað var hann boðinn heið- ursgestur, en gat ekki mætt vegna sjúk- leika. Þessar fáu línur eiga að vera kveðja mín og þakklæti til Hannesar Jónssonar fyrir þann fórnfúsa skerf, er hann lagði af mörkum og vildi leggja til þess að verka- lýðshreyfingin næði að festa hér rætur og verða aflgjafi í lífi vinnandi fólks í þessu byggðarlagi, og ég veit, að allir verka- menn og konur hér, sem til þekkja, munu taka undir þessa kveðju mína. Ragnar Guðleifsson. Þann 17. júní í sumar, á þjóðhátíðardegi Islendinga, andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði Hannes Jónsson frá Spákonu- felli 78 ára ára gamall. Þar sem æviatriði þessa látna sæmdar- manns eru rakin af öðrum hér í blaðinu, læt ég nægja nokkur þakkar- og kveðju- orð frá mér og blaðinu Faxa, en útsölu- maður þess í Hafnarfirði og áhugasamur velunnari hafði Hannes verið um fjölda- mörg ár. Rækti hann það starf af hinni mestu prýði. Honum var ætíð mjög annt um málefni Suðurnesja, sérstaklega þó Keflavíkur, enda var hann kvæntur ágætri konu héðan úr byggðarlaginu og höfðu þau hjónin um eitt skeið búið hér í Keflavík. Hannes var hið mesta glæsimenni að vallarsýn, höfðinglegur í fasi og bráðvel gefinn, félagslyndur og fús að leggja góð- um málefnum lið. Hann var skáldmæltur vel og birtust víða eftir hann ljóð og laus- ar stökur, t. d. í Húnvetningaljóðum og hér á síðum Faxa. Þó mun meginið af ljóðum hans og lausavísum, það sem ekki hefur farið í glatkistuna, vera óprentað í handriti heima hjá ekkju hans, frú Sigur- borgu Sigurðardóttur. I mörgum félögum mun Hannes hafa starfað um dagana, eins og vænta má um slíkan mann, t. d. í st. Morgunstjarnan, en þar starfaði hann mörg síðari ár ævi sinn- ar af trúleik og fórnfýsi og einnig í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, en í því félagi var hann formaður til hinztu stundar og hafði verið það um fjöldamörg ár. Naut hann þar trausts og virðingar félagsmanna sinna, sem kunnu að meta hæfileika hans og mannkosti. Einn af sam- herjum hans í báðum þessum félögum, Jón Magnússon, skrifaði um hann minn- ingargrein í Morgunblaðið. Greinin endar á þessu stutta frumsamda ljóði:

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.