Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 13

Faxi - 01.09.1960, Blaðsíða 13
F A X I 117 Meðferð ó ferskum fiski Rabbað við Ólaf Björnsson skipstjóra um fiskveiðiráðstefnu Norðurlanda Fyrir nokkrum dögum hringdi ég til 'Olafs Björnssonar, og út af því samtali -spunnust nokkrar umræður um dragnót og aflabrögð, þar á meðal tjáði Ólafur mér, að hann væri nýkominn frá Svíþjóð og hefði séð þar ýmislegt, sem honum þætti gott til fróðleiks og gagns. — Hver var tilgangurinn með för þinni, 'Olafur? Fórstu beinlínis til að kynna þér fiskiveiðar Svía? — Nei, ég fór á fiskveiðiráðstefnu Norð- urlanda, sem haldin var í Karlskróna í Svíþjóð. Karlskróna er mikill útgerðarbær, sunnarlega í Svíþjóð. Ráðstefnu þessa sóttu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, á annað hundrað manns. Frá íslandi vorum við sex fulltrúar. Ráðstefnunm var skipt í þrjá flokka, sem fjölluðu um mismunandi verkefni. I þeim flokki, sem ég var, var aðallega fjallað um, hvernig sjómannasam- tökin eru uppbyggð í hverju landi fyrir sig, og meðferð á ferskum fiski. Eg hef nú mestan áhuga fyrir ferska fiskinum og hvernig Svíar meðhöndla hann, t. d. um borð í bátunum. Allir bátar, sem gerðir eru út á heima- miðum í Svíþjóð, eru með fiskikassa um borð, kassarnir eru 15 cm. háir og ca. 40x80 cm. að stærð, eingöngu trékassar úr //' borðvið, óhefluðum, enda mun vera ætlazt til að kassar séu ekki notaðir nema einu sinni. Við skoðuðum bát, sem var að koma af veiðum. Sá bátur var ekki nema um 20 tonn, og aflamagnið var innan við eitt tonn. Rúmur sólarhringur hafði farið í þann róður. A bátnum voru fjórir menn og fiskaði sá bátur í troll. En þarna er gert út á línu og troll jöfnurn höndum. Regla mun það vera, að ísa í botn fiski- kassanna, og er það nægilegt, þar sem kassarnir eru svo grunnir. Fiskurinn er mjög smár. Jón Jónsson fiskifræðingur, sem var þarna, spurði strax urn, hvaða möskvastærð þeir notuðu, því þessi fiskur var það smár, að hann hefði allur sloppið í gegnum þá möskvastærð, sem við notum hér við dragnótaveiðar. Meiri hluti aflans hjá þessum bát var þorskur, svona smár, eins og ég gat um. Nokkuð margir bátar voru þarna með síldarbotntroll, og var þar góður afli á þeirra mælikvarða, ef þeir fengu 1 til V/2 Ólafui’ Björnsson. tunnu af síld í róðri, en hún er einnig mjög smá. — Hvernig verkuðu þeir fiskinn? — Meiri hluti fisksins mun hafa farið til neyzlu ferskur. Síldin var öll verkuð í vélum og aðallega á þrennan hátt: Sumt var hausskorið og slógdregið, síðan reykt og pakkað þremur síldum saman í plast- umbúðir áður en hún var send á markað. Einnig var stór hluti síldarinnar flattur og sendur þannig á markaðinn. Kaupfélagið í Karlskróna bauð okkur til miðdegisverðar, þar sem eingöngu voru á borð bornir síldarréttir, bæði með þessari meðhöndlun og mörgum öðrum. Samvinnumenn í Karlskróna eiga þarna stóra fiskvinnslustöð og fiskhús, og þar sá- um við, hvernig þeir verka síldina. Einnig sáum við þar vél, sem ingöngu er notuð til að pakka Islandssíld. Vélin hreinsar síld- ina upp og sker af henni sporðinn, pakkar henni síðan inn í vaxbornar pappaöskjur, fimm í hverja öskju. Það var sérstaklega athyglisvert, hvað Svíarnir fóru vel með fiskinn. Strax og bátarnir komu að landi, hófst uppskipun á fiskinum. Kassarnir voru settir á palla, er stóðu á bryggjunni, ca. 25—30 kassar á hverjum palli. Síðan kom gaffal-lyftan og tók pallana og flutti þá inn í frystihúsið, beint í kæliklefa, sem allur var flísalagður, eins og allt þetta frystihús raunar var, í tveggja metra hæð frá gólfi. Einnig var gólfið allt flísum lagt, svo að þarna var ekki erfitt um hreinlæti, enda var það á mjög háu stigi. I sambandi við þorskinn, má geta þess, að hann var allur handflakaður, vegna þess hve hann var smár. Einnig var okkur sýnd ein fiskiðnaðar- stöð „Findus“-fyrirtækisins. Þar voru okk- ur sýndar skuggamvndir frá hinum ýmsu fiskvinnslustöðvum þeirra. Rauði þráðurinn í þeirra framleiðslu var góð meðferð á fiskinum, hreinleeti um- fram allt og svo gernýting aflans. Sem sagt, að láta ekkert fara til spillis og selja ekk- ert óunnið, heldur vinna aflann til fulls og framleiða einungis fyrsta flokks vörur. Danir munu standa á svipuðu stigi og Svíar á þessu sviði, og láta allan sinn fisk í kassa. Norðmenn munu ekki vera komn- ir eins langt. Þó mun meðferð aflans hjá þeim vera góð og nota þeir kassa undir mest allan sinn fisk, en nokkuð dýpri, er getur stafað af því að þeir hafa stærri fisk. — Hvar heldurðu að við stöndum? — Eg held, að við stöndum æði aftar- lega, hvað þetta snertir, og ég held enn- fremur, að við leysum ekki vandann, þótt einhverjar skrifstofublækur í Reykjavík fyrirskipi á morgun að við skulum nota kassa, því þetta verður að þróast með okkur sjálfum og sú þróun tekur langan tíma og krefst fjármagns. Það er ekki ein- göngu í bátunum, heldur einnig í húsun- um, sem stórfelldar breytingar þurfa að eiga sér stað. T. d. væri lágmarks kassa- kostnaður á bát í dag um 100 þúsund kr. Og til þess að bera uppi þann kostnað og þá auknu vinnu, verður fiskverðið að stór- hækka. Eins og byrjað er á framkvæmd- um hér með kassa nú, er það líkara skrípa- látum en raunhæfum aðgerðum. Mönn- um er gefinn nokkurra daga fyrirvari til að kaupa kassa, samfara lækkandi fisk- verði, og þessum aðgerðum er beitt gagn- vart þeim bezta fiski, sem hér hefur bor- izt á land undanfarin ár, sem er dragnóta- fiskurinn, því það elzta af honum getur mest verið 12 tíma gamall. — Hvernig voru móttökur Svíanna? — Móttökurnar voru alveg frábærar. Fyrir mitt leyti fannst mér of mikið af veizluhöldum, oftast tvær á dag, og má segja, að Svíar séu ekki eftirbátar okkar, hvað þetta snertir. Menn mér vanari að sækja slíkar ráð- stefnur, töldu undirbúning og skipulag ráðstefnunnar eins og bezt varð á kosið, og tæplega hægt að hafa það betra. Gunnar Svcinsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.