Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.1960, Blaðsíða 7
F A X I 127 Naetur- og hclgidagalæknur í Kcflavíkurhcr- aðiaði í október og nóvember 1960: 22.—23. okt. Arnbjörn Ólafsson. 24. okt. Björn Sigurðsson. 25. okt. Guðjón Klemenzson. 26. okt. Jón Jóhannsson. 27. okt. Kjartan Ólafsson. 28. okt. Arnbjörn Ólafsson. 29. —30. okt. Björn Sigurðsson. 31. okt. Guðjón Klemenzson. 1. nóv. Jón Jóhannsson. 2. nóv. Kjartan Ólafsson. 3. nóv. Arnbjörn Ólafsson. 4. nóv. Björn Sigurðsson. 5. —6. nóv. Guðjón Klemenzson. 7. nóv. Jón Jóhannsson 8. nóv. Kjartan Ólafsson. 9. nóv. Arnbjörn Ólafsson. 10. nóv. Björn Sigurðsson. 11. nóv. Guðjón Klemenzson. 12. —13. nóv. Jón Jóhannsson. 14. nóv. Kjartan Ólafsson. 15. nóv. Arnbjörn Ólafsson. 16. nóv. Björn Sigurðsson. 17. nóv. Guðjón Klemenzson. 18. nóv. Jón Jóhannsson. 19. —20. nóv. Kjartan Ólafsson. Lciðrcttingar: I stuttri afmæliskveðju í síðasta tbl. Faxa til Guðm. M. Jónssonar rafvirkja, varð það ranghermi, að faðir hans var sagður hafa verið Loftsson, en var Jónsson. I öðrum stað í sama blaði var birt mynd af Arnheiði Magn- úsdóttur í tilefni af sextugsafmæli hennar. I blaðinu stóð: Arnheiður, sem er rangt. Þá slæddist einnig villa inn í viðtal við Ólaf Björnsson í sama blaði, þar sem rætt var um báta með síldarbotntroll,, að gott þyki, ef þeir fái 1 til 1% tunnu síldar í róðri. A auðvitað að vera 1 til lVi tonn. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. sama mál. Var þeirri tillögu einnig vísað til nefndar. Önnur þingskjöl hafa ekki komið fram í Alþingi varðandi þetta mál, svo vitað sé. Hins vegar höfum við nú fengið þessar ágætu fréttir frá ríkisstjórninni og munu menn hér suðurfrá vissulega fagna þeim. Gagnfræðaskólinn í Kcflavík var settur 4. október í Keflavíkurkirkju. Nemendur eru 260 í 10 bekkjardeildum. Við setningu skólans flutti sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson bæn og las ritningarorð, en skólastjóri, Rögnvaldur Sæmundsson, flutti setningarræðuna. Vegna þrengsla verður skólinn nú starfræktur á 4 stöðum í bænum og reyndar 5, því unglingar frá Njarðvíkum, sem á undanförnum árurn hafa stundað nám í Gagnfræðaskóla Keflavíkur, verða nú, vegna þrengsla, að læra heima, og mun þeim þar verða séð fyrir sambærilegri kennslu. Á þessu sumri var hafin bygging á nýjum gagnfræðaskóla í Keflavík og miðar því verki vel áfram, þó ekki geti það leyst húsnæðis- vanda skólans á þessu hausti. Yfirsmiður við þá byggingu er Þórarinn Ólafsson og verk- stjóri Georg Helgason. ..............I Sundhölliu opiu á ný. 1. okt. var Sundhöll Keflavíkur opnuð á ný eftir gagngera viðgerð á þaki hússins. Nýr sundkennari hefur verið ráðinn við Sundhöllina frá 15. okt. en hann heitir Aðal- steinn Jónsson íþróttakennari. Orðsending frá Filiníu. Eins og lesendum Faxa mun eflaust kunn- ugt, starfaði Filmía hér í Keflavík í fyrra- vetur með miklum glæsibrag. Nú lítur helzt út fyrir að af starfsemi deildarinnar geti ekki orðið í ár, vegna þess, að ekki hafa náðst samningar við kvikmyndahúsin. Harmar stjórnin þetta, en mun reyna að tryggja starf- semi Filmíu á næsta vetri. Stcinstcyplur vegur til Suðurncsja. Nýlega hefir verið sagt frá því í dagblöð- um að ríkisstjórnin hafi ákveðið að láta nú þegar hefja framkvæmdir hér á lagningu steinsteypts jijóðvegar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Um nauðsyn þessa mikla verks hefir oft verið rætt í Faxa, cnda mun blaðið framvegis fylgjast með gangi málsins og skýra lesendum sínum frá öllu markverðu sem þar gerist. — Forsaga málsins er sú, að haustið 1958 flutti Ólafur Thors tillögu til þingsályktunar um lagningu steinsteypts vegar frá Hafnarfirði, um Keflavík, Garð og lil Sandgerðis. Var þessari tillögu þá vísað til fjárveitinganefndar. Eftir það var hljótt um málið, þar til á síðasta þingi, er Jón Skaftason flutti tillögu til þingsályktunar um Gjöf þökkuð. Fyrir nokkru bárust safninu að gjöf nokkr- ar bækur frá frú Halldóru Bjarnadóttur rit- stjóra Hlínar á Akureyri. Fyrir hönd safns- ins bið ég Faxa að flytja henni okkar beztu þakkir. H. J. 18. l>ing S. U.J. í Kcflavík. 18. þing Sambands ungra jafnaðarmanna var haldið í Keflavík dagana 15. og 16. okt. s.l. Milli 50 og 60 fulltrúar víðsvegar að af land- inu sóttu þingið. Keflavík — llafnarfjörður. Bæjarkeppni í knattspyrnu milli Keflvíkinga og Hafnfirðinga fór fram í Hafnarfirði 24. sept. s.l. Úrslit urðu þau, að Hafnfirðingar sigruðu með 4:1. Þetta var í annað sinn, sem keppt var um SBK-bikarinn. 4. fl. sömu aðila lék undanleik og varð jafntefli 0:0. Hálfum mánuði fyrr eða 11. sept. léku meistaraflokkar Keflvíkinga og Hafnfirðinga á grasvellinum í Njarðvík og sigruðu Kefl- víkingar þá með 3:2. Þar scm margar kvartanir hafa borizt blaðinu um óskemmtilega hegð- un ýmissra bíógesta í hléum, vill blaðið koma því á framfæri, hvort ekki sé rétt, að tekinn verði hér upp sami siður og í Reykjavík, að hléin verði afnumin. í sumar hefur algerlega keyrt um þverbak í sambandi við gauragang og ærsl unglinga í kvikmyndahúsinu. Hafa flöskur hvað eftir annað verið brotnar og þeim síðan sparkað niður ganga og stiga. Gæti hlotizt stórslys af þessum ólátum, auk þess sem það spillir ánægju fólks af að horfa á góða kvikmynd og bókstaflega fælir marga frá húsinu. Það er því eðlileg og sjálfsögð krafa almennings, að eigendur kvikmyndahússins leiti einhverra þeirra úrræða, er að gagni mættu koma til þess að kippa þessu í lag, t. d. með því að fjarlægja ólátaseggina og gera þeim ljóst, að við þetta verði ekki unað, hvorki af hálfu hússins né siðlátra bíógesta. Þorsteinn Árnason 75 ára Nú þann 28. október verður Þorsteinn Árnason byggingameistari 75 ára, en hann á, eins og flestum Suðurnesjamönnum er kunnugt, að baki sér merkan starfsferil. A sjötugsafmæli hans fyrir 5 árum flutti Faxi um hann afmælisgrein eftir Guðna Magnússon, þar sem starfssaga hans er rakin í stórum dráttum. Vísast hér til þeirrar greinar. Faxi óskar Þorsteini og fjölskyldu hans til hamingju með almælið.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.