Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 1

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 1
9. tbl. • XX. ár NÓVEMBER 1960 U tgefandi: ;; Málfundafélagið Faxi ;; Keflavík ;; Knattspyrnufélagið Reynir 25 ára 15. sept. s. 1. varð Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði 25 ára. Félagið var stofnað árið 1935 og voru aðalhvatamenn að stofnun félagsins þeir Trausti Jónsson Magnús Þórðarson og Páll O. Pálsson. Fyrstu ár félagsins var félagið fámennt og öll aðstaða til æfinga slæm. Knatt- spyrnuvöllur var enginn til og húsnæði til inniæfinga var ekkert. Urðu Reynismenn því að notast við fjörusandinn í Sandgerði en þar varð að sæta lagi til æfinga og oft voru æfingar stundaðar af slíku kappi að hálf flætt var yfir völlinn þegar hætt var á æfingu. Nú eftir 25 ára starf er þetta breytt. Félagið er nú orðið fjölmennt og það hefur komið sér upp allgóðum knatt- spyrnuvelli og ágætu félagsheimili. Fyrir- hugaðar eru frekari framkvæmdir hjá Reynismönnum, m. a. hafa þeir hug á því að koma sér upp fyrsta flokks grasvelli með aðstöðu til frjáls íþrótta, og einnig hafa þeir hug á að koma sér upp sundlaug. Er meiningin að þessi mannvirki rísi upp á nýju íþróttasvæði sem félaginu hefur verið úthlutað, en það er rétt ofan við félagsheimilið. Sigurscelir \nattspyrnumenn. Sandgerðingar hafa ætíð átt sterkt knatt- spyrnulið. Hafa þeir oft náð undraverðum árangri á móti sterkum meistaraflokks- liðum, m. a. léku þeir við íslandsmeist- ara K. R. sumarið 1956 og gerðu jafntefli við þá 4:4. Þá hafa Reynismenn þrisvar orðið Suðurnesjameistarar í knattspyrnu og síðan farið var að keppa í II. deild á Knattspyrnumóti Islands hafa þeir ávalt komist langt í þeirri keppni. Þá hafa nokkrir leikmenn félagsins verið valdir í úrvalslið t. d. léku þeir Eiríkur Helgason og Gunnlaugur Gunnlaugsson með góðum árangri með Reykjanesúrvali á móti lands- liðinu sumarið 1959. Sandgerði — Vagar. Arið 1957 tóku Sandgerðingar upp sam- vinnu við íþróttafél. í Vági i Færeyjum. Hafa Reynismenn tvívegis farið utan, fyrst sumarið 1957 og aftur s. 1. sumar. Færey- ingar heimsóttu svo Sandgerðinga sumar- ið 1959 og fyrirhugað er að þeir komi aftur næsta sumar. Samskiftum Sandgerð- inga og Færeyinga er þannig háttað að þeir heimsækja hvorir aðra til skiftis. Er hér um bikarkeppni að ræða og verður keppt um bikarinn í 6 ár þ. e. þrisvar Meistaraflokkur Reynis, sem sigraði K. R. í afmælisleiknum. Talið frá vinstri: Vilhjálmur Ólafs- son, Kári Sæ- björnsson, Björn Maronsson, Ólafur Stefánsson, Eyj- ólfur Gíslason, Eiríkur Helgason, Magnús Þórðar- son, form. Reynis, Gottskálk Ólafs- son, John Hill, Karl Einaí'sson, Ari Einarsson, Ólafur Gunn- laugsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.