Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 4
136 F A X I ar saman er ég gekk í Góðtemplarastúk- una Vonin nr. 15. Ingibjörg sótti þangað hvern fund, er hún mátti. Hún lét oft til sín heyra á fundum, var skýr í máli og rökrétt í mál- flutningi, enda naut hún virðingar og sjónarmið hennar voru mikils metin. Þá lágu leiðir okkar enn saman í söngflokk- um, en hún hafði fallega altrödd og beitti henni vel og örugglega. Ingibjörg var fædd í Engey 4. marz 1866. Hún var alin upp í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, fósturdóttir Sigurðar Ing- gjaldssonar bónda þar og frænda hennar, en dóttir ]óns bónda og skipasmiðs í Eng- ey, f. 8. jan. 1812 d. 15. jan. 1878 Pétursson- ar bónda og smiðs í Skildingarnesi svo Engey, f. 1786, drukknaði á leið út í Engey 22. sept. 1852 Guðmundssonar lögréttu- manns síðast bónda á Lágafelli Jónssonar. Kona Guðmundar var Guðríður Ottadótt- ir, alsystir Ingjalds bónda í Hrólfsskála föður Sigurðar fósturföður Ingibjargar. Kona Péturs og móðir Jóns var Olöf f. 1782 d. 16. febr. 1844 Snorradóttir ríkis- bónda í Engey, f. um 1753 d. 12 nóv 1841. Er mjög fjölmenn ætt frá þessum hjónum (Kl. J. Saga Reykjavíkur bls. 285). Móðir Ingibjargar var Margrét f. 19. júní 1836, d. 11. maí 1905, Hansdóttir bónda og vefara á Varmá og Eyði í Mos- fellssveit f. 22. des. 1807 d. 5. apríl 1867, Hanssonar (danskur). Móðir Hans var Margrét f. 1782 d. 4. júlí 1842 Illuga- dóttir prests í Villingaholti f. 14. sept. 1753, d. 29. júní 1821, Hannessonar lögréttu- manns að Hofi á Kjalarnesi, Vigfússonar. Margrét Illugadóttir varð síðari kona Magnúsar hreppstjóra Magnús. á Lamba- stöðum á Seltjarnarnesi svo Seli við R.vík. Dóttir þeirra var Soffía Magdalena kona Fischers kaupm. í Reykjav. Albróðir Mar- grétar Hansdóttur var Pétur Þórarinn fað- ir Sigurjóns verksmiðjueiganda á Álafossi. Kona Hans á Eyði (5. okt. 1834) var Ólöf f. 1812 Jónsdóttir bónda á Eyði í Mosfells- sveit f. 1765 d. 5. marz 1835 Vigfússonar og konu hans Ingibjargar f. 1771 d. 29. júlí 1835 Salomonsdóttur bónda á Arnar- drangi á Síðu f. 1743, dáinn milli 1771 til 1774, Þorsteinssonar bónda á Steinsmýri í Meðallandi f. 1708 d. 11. ág. 1791, Þor- steinssonar. Kona Salomons og móðir Ingibjargar á Eyði var Rannveig f. 1736 d. 21. ág. 1786 Þorgeirsdóttir bónda á Arnardrangi f. 1704 á lífi 1762 Oddssonar. Rannveig var mikil merkiskona. Hún Ingibjörg Jónsdóttir. var tvígift, fyrst Salomoni, svo Gísla bróð- ur hans og fékk konungsleyfi til seinni giftingar. Börn Rannveigar og Salomons voru fimm, sem komust til fullorðins- ára. Dætur Gísla og hennar voru fimm. Það er mikill og merkilegur ætthringur frá þessum börnum Rannveigar. Ingibjörg Salomonsdóttir og Rannveig Gísladóttir hálfsystir hennar, ólst upp hjá Páli klaust- urhaldar, síðast á Elliðavatni, Jónssyni og fyrri konu hans og móðursystur þeirra systra Valgerði Þorgeirsdóttur. Þau hjón fluttust suður frá Hörgslandi að Hlíðar- húsum við Reykjavík, er Skaftáreldar brunnu og hafa þær fósturdæturnar þá ver- ið 12 og 8 áa, er þær fóru hina löngu og erfiðu ferð. Rannveig Gísladóttir giftist Sveini Sigurðssyni verzlunarstjóra á Eyr- arbakka og er ætt frá þeim í Arendal í Noregi. Jón Vigfússon á Eyði, maður Ingibjarg- ar Salomonsdóttur var einnig skaftfell- ingur og voru þau hjón systkinabörn, því Jón var sonur Vigfúsar bónda á Ytri-Dal í Fljótshverfi, Þorgeirssonar. Var hann bróðir Rannveigar á Anardrangi og Val- gerðar konu Páls Klausturshaldara. For- eldar Jóns bjuggu á Ytri-Dal 1783, en lét- ust bæði í ógnum Skaftárelda. Pétur Jónsson í Keflavík var fæddur 21. maí 1865 á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Voru foreldrar hans Jón Jónsson og Her- dís Pétursdóttir, vinnuhjú þar, en brátt reistu þau bú á Efri-Þverá í Vesturhópi, bjuggu þau þar og í Gottorp og Katadal og víðar í Húnavatnssýslu. Höfðu þau Jón og Herdís flutzt með séra Olafi Thorberg frá Helgafelli að Breiðabólstað, en Jón hafði að mestu leiti alist upp hjá prests- hjónunum á Helgafelli. Það var löng ævi og mikil örlög sem þessum hjónum voru búin. Eftir langan starfsdag urðu þau bæði blind og áttu samt eftir langa leið ófarna, en sambúð þessara hjóna var með ágætum, segir Jón sjálfur í afmælisspjalli, er hann var 100 ára og rekur minningar daganna, að er hann kom þreyttur heim, „þá græddist það fljótt því okkur Herdísi kom svo vel saman.“ Þegar þau voru bæði orðin blind fluttust þau að Skógarkoti í Þingvallasveit til Ólínu dóttur sinnar konu Jóhanns Kristjánssonar bónda þar, en þar andaðist Herdís háöldruð. Jón fluttist með dóttur sinni og manni hennar frá Skógarkoti til Reykjavíkur 1935 og andaðist á heimili þeirra 11. jan. 1944. Jón va fæddur 11. okt. 1842 á Dældar- koti í Helgafellssveit. Voru foreldrar hans Jón Jónsson bóndi þar og fyrri kona hans Ragnhildur f. 1805 d. 21. júlí 1843 Jóns- dóttir. Mb. 11. okt 1941. Herdís kona Jóns var fædd 26. ap. 1839 á Sandi á Snæfellsnesi dóttir Péturs sjó- manns á Sandi f. 1799 Ólafssonar í Stagley á Breiðafirði, Höskuldssonar. Kona Péturs og móðir Herdísar var Helga Bjarnadóttir fædd 1817 í Ingjaldshólssókn. Bróðir Her- dísar var Guðjón sem fyrr er getið í þess- ari grein. Börn Ingibjargar Jónsdóttur og Péturs Jónssonar voru tvö. Helga er giftist Eyjólfi forstjóra í Reykjavík Jóhannssyni frá Brautarholti og Sigurður Ingjaldur lengi mótorbáteskipstjóri í Keflavík, nú í Reykjavík kvæntur Birnu Hafliðadóttur í Reykjavík, Jónssonar, eru þau lijón að þriðja og fjórða að frændsemi frá Olöfu Snorradóttur og Pétri Guðmundssyni í Engey. Ingibjörg Jónsdóttir fluttist á efri árum til Helgu dóttur sinnar og Eyjólfs tengda- sonar síns að Sveinatungu við Silfurtún og átti þar góða daga, en hún sat þar ekki auðum höndum. Hún sat löngum við prjónavélina sína, er hún hafði flutt með sér og prjónaði eins og áður og til sauma tók hún þess á milli. Hún andaðist 3. ág. 1953. Austfirðingafélag Suðurnesja hélt aðalfund i síðastliðnum mánuði. Félagið, gekkst fyrir þorrablóti og nokkrum spilakvöldum á 'síð- asta vetri, enn fremur var farið á vegum þess í Þórsmörk í sumar. Var sú för mjög fjölmenn. Formaður er Friðjón Þorleifsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.