Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 6
138 F A X I Járnvörur Útidyralamir Innilamir Staflalamir (fyrir bflskúra) HurSarpumpur Hurðarkrókar Unionskrár Assaskrár Smekklásar Hengilásar Hespur Skápaskrár Skápalamir Stangalamir Skápahöldur Gardínustengur (sundur- dregnar) Kappastengur Jámklippur Boltakippur Járnsagir Jámsagarblöð Snitttappar W. %—1” Jámborar Demantsborar Tréborar Handsagir Rörtengur Skiftflyklar Vatnspumputengur Þjalir allskonar Naglbítar Topplyklasett Borvélar Kaupfélag Suðurnesja járn- og skipadeild sími 1505 SAUMAVÉL Stigin saumavél í eikarskáp til sölu. Upplýsingar í síma 1114 Keflavík. FA 'V I Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN REYR PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Alþýðuprentsm. h.f. Nýjar bækur í bókasafnið. Munk, Britta: Hanna fer í siglingu, barnasaga. Vernes, Henri: Ofurhugi, bamasaga. Rampa: Þriðja augað. Holm, Jens: Kim og týndi lögregluþjónninn, barnasaga. May, Karl: Andi eyðimerkurinnar, barnasaga. Gazelle, B.: Matta-Maja sér u msig, barnasaga. Guðmundur Jónsson: Hann bar hana inn í bæinn, skáldsaga. London, Jack: Uppreisnin á Elsinoru, skálds. London, Jack: Bakkus konungur, skáldsaga. Holland, Henry: Dagbók í íslandsferð. Hamsun, Knut: Gróður jarðar, skáldsaga. Fleiri bækur verða eflaust komnar þegar Faxi kemur út. Viðtökur þakkaðar. Á skemmtiferðalagi um Norðurland í sum- ar, er ég fór með fjölskyldu minni, komum við til Húsavíkur og fengum þar ágætar við- tökur á heimili gagnfræðaskólastjórahjón- anna, Sigurjóns Jóhannessonar og Herdísar Guðmundsdóttur. En þau hjónin eru bæði Keflvíkingum að góðu kunn fró veru sinni hér í bæ. í viðtali við skólastjórann barst þá í tal nýafstaðin söngför kalakórsins „Þrymur“ á Húsavík til Suðurlands, sem í alla staði hafði tekist vel og verið hin ánægjulegasta. Þó hafði kórnum, að sögn skólastjórans, verið alveg sérstaklega vel tekið í Keflavík, bæði með húsfylli af fagnandi áheyrendum í bíó- höllinni, þar sem kórinn lét til sín heyra, og einnig með ágætum viðtökum Karlakórs Keflavíkur, sem hélt Húsvíkingunum sam- sæti og fagnaði þeim á allan hátt, sem bezt varð á kosið. Bað Sigurjón mig að bera þeim kórbræðrum og öðrum Keflvíkingum hlýjar kveðjur og innilegt þakklæti fyrir frábærar móttökur. H. Th. B. Athugasemd. I síðasta tölubl. Faxa er smá fréttaklausa, þar sem sagt er frá því, að í ráð sé að hefja framkvæmdir við að steypa veginn milli Reykjavíkur og Suðurnesja. í greininni segir m. a. „Forsaga þessa máls er sú, að haustið 1958 flutti Ólafur Thors tillögu til þingsálykt- unar um lagningu steinsteypts vegar frá Hafnarfirði um Keflavík, Garð og til Sand- gerðis. Var þessari tillögu þá vísað til fjár- veitingarnefndar. Eftir það var hljótt um mál ið, þar til á síðasta þingi, er Jón Skaftason flutti tillögu til þingsályktunar um sama mál. Var þeirri tillögu einnig visað til nefndar. Önnur þingskjöl hafa ekki komið fram ó Al- þingi svo vitað sé.“ I sambandi við þessa frétt, er rétt að geta þess, að árið 1955 fluttu þeir Emil Jónsson og Jörundur Brynjólfsson á Alþingi tillögu tl þingsályktunar um athugun á möguleikum fyrir vegagerð úr varanlegu efni í stórum stíl. Tillagan var svohljóðandi „Alþingi ályktar, að skora á ríkisstjórnina, að athuga hvort ekki sé tiltækilegt og æskilegt, að hefja í stórum stíl, gerð vega með varanlegu shtlagi, malbikaða eða steypta, á fjölförnustu Ieiðum á þann hátt, að kostnaður við vegagerðina verði endurgreiddur að einhverju eða öllu leyti með skatti af bílum, sem um veginn fara.“ Nánari grein var gerð fyrir þessu máli í ýtarlegri geinargerð, sem tllögunni fylgdi. Þessari tillögu var, eins og hinum, sem síðar komu, vísað til fjárveitingarnefndar, til frek- ari athugunar. Hafsteinn Guðmundsson. Ýmir. Aðalfundur málfundafélagsins Ýmis var haldinn í byrjun október. Haldnir voru 7 fundir og teljast um 15 virkir félagsmenn. Guðmundur Ingólfsson skýrði frá starfsem- inni á liðna árinu. Þótt ýmsir hafi spáð félag- inu stuttra lífdaga, hefur það nú lifað í þrjú ár, og er greinilega við beztu heilsu, þegar þetta er ritað. Höfuð tilgangur félagsins er að þjálfa unga menn í ræðumennsku. Á fund- inum var ný stjórn kosin fyrir næsta ár en hana skipa: Páll Axelsson formaður, Karl Steinar Guðnason og Margeir Sigurbjörnsson meðstjórnendur. Endurskoðendur: Hafsteinn Guðmundsson og Guðmundur Ingólfsson. Frá Tónlistafélagi Keflavíkur. Eins og að undanförnu mun Tónlistafélag Keflavíkur gangast fyrir tónlistflutningi hér í bæ, fyrir styrktarfélaga sína, þar sem helztu listamenn landsins láta til sín heyra. Verða fyrstu hljómleikarnir haldnir eins fljótt og kostur er, sennilega um næstu mán- aðamót, ef hægt er að koma því við. Er það Sinfoníuhljómsveit Islands, sem heldur hér fyrstu hljómleikana, en um Jólin er svo áformað að hafa hér kirkjutónleika undir stjórn Ragnars Björnssonar. Efnisskrá þeirra er enn ekki ráðin að fullu, en þar munu m. a. verða einsöngvar, fiðluleikur og fleira. Verð- ur vonandi hægt að segja nánar frá því í jólablaðinu. Tónlistarskólinn er nú tekinn til starfa fyrir nokkru. Er hann fullsetinn með um 62 nemendum. Skólastjóri er eins og að undanförnu Ragnar Björnsson, en auk hans kenna við skólann, Árni Airinbjarnarson, Aðalheiður Jóhannesdóttir, Gunnar Sveins- son og Gunnar Egilsson. Flestir eru nemend- urnir í píanóleik, en einnig er kennt á fiðlu, klarinett og önnur blásturshljóðfæri. Sérstök barnadeild starfar við skólann og er þar m. a. kennt á blokkflautur. Við skólann er auk þess kennd tónfræði og tónlistarsaga. Form. tón- lstarfélagsins er frú Vigdís Jakobsdóttir, og má með sanni segja, að hún sé lífið og sálin í þessum ágæta félagsskap.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.