Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.11.1960, Blaðsíða 11
F A X I 143 Verzlunin FONS í nýjum húsakynnum Hin glæsilega FONS verzlun í Keflavík. Laugardaginn 29. október opnaði verzl- unin FONS sölubúð sína í nýju húsi við Hafnargötu í Keflavík. Er hús þetta byggt að nokkru á grunni gömlu Edinborgar, en þar var FONS til húsa, þar til rétt fyrir jólin í fyrra, að húsið brann, eða nánar til tekið þann 19. desember. Var frá þess- um húsbruna sagt á sínum tíma hér í blaðinu. Eins og menn muna, stóð Edin- borgarhúsið gamla fram í götulinu og hafði því fyrir löngu af bæjarins hálfu verið samið við eigendur þess um að hús- ið yrði flutt innar í lóðina. Þegar húsið svo brann, var af fyrrgreindum ástæðum búið að undirbúa að nokkru þennan flutn- ing, t. d. hafði þá verið grafið fyrir hinu nýja húsi eða hluta þess og steyptur 150 ferm. sökkull, sem flýtti mjög fyrir, enda var um s. 1. áramót búið að steypa þenn- an gólfflöt og kjallarar yfir hann. 1 apríl 1960 var svo hafist handa á ný. Eftir að rústir gamla hússins höfðu verið fjarlægðar, var bætt við grunn hins nýja um 100 ferm., kjallarinn stækkaður að sama skapi og síðan byggð þar yfir 250 ferm. jarðhæð, þar sem hin nýja búð er nú til húsa. A teikningu er gert ráð fyrir, að húsið verði upp á 4 hæðir. Teikninguna gerð Erlendur Helgason arkitekt Reykja- vík, byggingarmeistari var Guðmundur Skúlason Keflavík, múrverk annaðist Jón V. Jónsson, múraram. Keflavík. Raflögn er unnin af Guðbirni Guðmundssyni raf- virkjam. Keflavík. Hitalögn hússins, sem er rafgeislahitun, er unnin af þeim Hcið- dal Jónssyni og Hjalta Hjaltasyni pýpu- ræddi um lyndiseinkunnir hinnar látnu, komst hann m. a. svo að orði: „Hún var tignarleg í hógværð sinni.“ Eg hygg, að fleirum en mér hafi fund- ist þessi fáorða lýsing prestsins sönn og viðeigandi. Yfir svip og fasi Erlendsínu hvíldi ætíð heiðríkjunnar bjarta rósemi, sem gaf persónu hennar sérstæðan og heillandi tignarsvip. Þannig kom hún mér fyrir sjónir og þannig mun hún lifa í hugum vina sinna og ástvina. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég börnum og öðrum aðstandendum hinn- ar látnu. Guð blessi minningu hennar. H. Th. B. lagningameisturum Keflavík. Innréttingar allar eru teiknaðar af Sveini Kjarval, hús- gagnaarkitekt Reykjavík, en húsasmíða- meistararnir Héðinn Skarphéðinsson og Hreinn Oskarsson sáu um smíði innrétt- inganna. Öll málning er unnin af Áka Grans málarameistara Njarðvíkum. Bíla- smiðjan h. f. sá um uppsetningu glugga, en þeir eru úr þykku, tvöföldu gleri, sem sett er í stálramma. Munu þetta vera fyrstu gluggarnir þannig útbúnir hér í Keflavík. í kjallara hússins verður Gunnarsbakarí til húsa, en FONS hefir alla götuhæðina til sinna afnota. Sá hluti hennar, sem verzlunin notar ekki, er ætlaður fyrir veit- ingarstofu, sem mun bera nafnið Fons- kaffi. Er bæði hægt að ganga í stofuna beint af götunni og einnig úr verzluninni. I búðinni eru veggklæðningar gerðar úr mjóum furuborðum, sem hggja með nokkru millibili. Hvítar nýstárlegar tré- grindur mynda sérkennilegt munstur í loftinu, og þar er einnig ljósunum komið fyrir mjög sniðuglega, svo að þægileg birta er um alla verzlunina án þess að ljósin sjáist. A gólfinu eru þykk og vönduð teppi, en mosaik steinlögn utan og innan dyra. Glerveggur eða stórar glerrúður skilja veitingastofuna frá verzluninni og eru þær fagurlega skreyttar táknmyndum úr fiska- og gróðurríki hafsins, af frú Kristínu Þorkelsdóttur Kleppsveg 6 í Reykjavík. Vefarinn h. f. sá um niður- setningu teppanna. Vörum er vel fyrir komið í færanlegum vegghillum og á smekklegum hilluborðum. Hefir arkitekt- inn Sveinn Kjarval annast allt litaval og lagt á ráðin um fyrirkomulag og niður- röðun hluta og hagnýtingu á rými hússins. Er það allt til hinnar mestu fyrirmyndar. FONS er fataverzlun. Er þar verzlað með tilbúinn fatnað, bæði á karla, konur og börn. Þar er rnikið og gott vöruval, svo að hver á að geta fengið þar það sem hann vantar, enda er þar einnig lipur afgreiðsla. Eigandi verzlunarinnar FONS er Ari Jónsson forstjóri úr Kópavogi, en hann og Gunnar Sigurjónsson bakarameistari í Keflavík eiga húsið saman. Verzlunarstjóri er Jóhann Pétursson. Kvöldið áður en verzlunin var opnuð, buðu eigendur og verzlunarstjóri blaðamönnum og nokkrum gestum öðrum, að líta á búð- ina. Voru menn yfirleitt sammála um, að þar væri allt með miklum glæsibrag og mjög til fyrirmyndar. Við þetta tækifæri bauð Jóhann Pétursson gestina velkomna og rakti byggingarsögu hússins, sem hann kvað hafa gengið með afbrigðum vel. Bar hann mikið lof á eigandann, sem ekkert hafði viljað til spara, svo að búðin gæti orðið byggðarlaginu að sem mestu og beztu gagni. Þá tók til máls, bæjarstjórinn, Eggert Jónsson, og óskaði eigendum og verzlunar- stjóra til hamingju með þetta myndarlega framlag til aukinnar verzlunarmenningar í Keflavík. Undir þá ósk bæjarstjórans tekur Faxi.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.