Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 9
F A X I 153 Hluti af starfsfólki Alþýðuprentsmiðjunnar í kaffihléi. 1953 kemur Kristinn aftur í stjórnina í stað Jóns, og er blaSstjórnin þá þannig skipuS: Hallgrímur form., Margeir vara- form. og Kristinn ritari. Þessi blaSstjórn hefur starfaS æ síðan þannig skipuð. Fyrstu tvö árin var Faxi prentaður í prentsmiðju Jóns Helgasonar, þá var flutt í prentsmiðj- una Eddu, þar sem Faxi var prentaður til nóvembermánaðar árið 1944, eða tæp tvö ár. Þá flytur blaðið til Alþýðuprent- smiðjunnar, útibúsins við Vitastíg, og hef- ur verið prentað þar síðan. Við síðustu flutningana var blaðið stækkað í broti til þess, sem það er nú og ýmsar fleiri breyt- ingar til bóta voru þá á því gerðar. Faxi hefur nú í 16 ár verið í þessu ágæta prentverki og kunnað þar hverjum degin- um betur við sig. Fyrsti framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar var Jóhannes Zoega, sem nú er látinn fyrir nokkru. Var það hinn mesti úrvalsmaður, sem allt vildi fyrir Faxa gera sem hann mátti. Eftir hann tók við framkvæmdastjórastarfinu, Ragnar Guðmundsson prentari, einn af starfs- mönnum prentsmiðjunnar, og má með sanni segja, að hann hefur dyggilega fylgt fordæmi fyrirrennara síns í ljúfmannlegri framkomu, lijálpsemi og skyldurækni. — Svipað má segja um aðra starfsmenn prent- smiðjunnar gagnvart Faxa, enda ríkir þar yfirleitt gott samstarf og einhugur. A ég þeim félögum mikið að þakka fvrir lipra og góða samvinnu, sem aldrei hefur brugð- izt, hversu mikið sem er að gera hverju sinni, þegar Faxa ber þar að garði. Með- fylgjandi mynd er af hluta af starfsliði prentsmiðjunnar, tekin í kaffihléi. Mynda- mót öll hafa verið gerð af hinni mestu prýði á prentmyndastofu Helga Guð- mundssonar og hefur fyrirgreiðsla öll þar verið með ágætum. Starfsrnenn Faxa, auk blaðstjórna, hafa ýmsir af Faxamönnum verið á liðnum 20 árum, en nú eru þessir í embættum: Guðni Magnússon gjaldkeri og Gunnar Sveins- son auglýsingastjóri. Þá hefur blaðið ávallt verið heppið með útsölumenn og útsölu- börn. Allt þetta fólk hefur á liðnum árum unnið mikið og gott starf, sem mér er ljúft og skylt að þakka. Þá vil ég einnig færa Suðurnesjabúum og öðrum velunnur- um Faxa þakkir fyrir margvísleg sam- skipti á liðnum árum, sem öll hafa verið hin ánægjulegustu. Auglýsendum þakka ég og öllum, er sent hafa Faxa efni til birtingar. Mér er það vel ljóst, að án góð- vilja þessa fólks hefði útgáfustarf blaðsins verið mun erfiðara og óskemmtilegra. Svo að lokum þetta: Faxi mun nú leggja inn á þriðja áratuginn, gunnreifur og í góðri trú á framtíðina og hlutverk sitt þar. Hann mun framvegis sem hingað til leitast við að gegna skyldum sínum gagn- vart heimbyggð sinni, Suðurnesjunum, og standa vörð um öll framfara- og menn- ingarmál fólksins, sem þar býr. Ritstj. KEFLVÍKINGAR! TIL JÓLAGJAFA Fyrir herra: Vandaðir leðurhanzkar með prjónuðtt handarba\i Sloppar, síðir og hálfsíðir Hvítar skyrtur Náttföt Mislitar skyrtur Sportskyrtur Skyrtuhnappar Sokkar Falleg seðlaveski ttr geitars\inni Peysur Vesti Ferðarakvélar o. fl. Fyrir dömur: Saumakörfur Snyrtiveski Treflar Klútar í úrvali Náttkjólar Undirkjólar Undirpils Náttföt Morgunsloppar Nylonsokkar Klútakassar Golftreyjur og margt fleira. Handa börnum: Peysur Náttföt Sokkar Leistar Skyrtur o. fl. Kaupfélog Suðumesja V ef naðarvörudeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.