Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 10
154 F A X I Sveitarstjórinn í Sandgerði spurður frétta Núna á dögunum hitti ég að máli sveit- arstjórann í Sandgerði, Björn Dúason, til þess að spyrjast fyrir um atvinnuhorfur þar og verklegar framkvæmdir. Björn er ættaður frá Siglufirði og stundaði þar alla algenga vinnu á uppvaxtarárum sínum. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla Is- lands 1937 og gerðist þá kaupfélagsstjóri hjá Samvinnufélagi Fljótamanna í Haga- nesvík. Síðar vann hann um skeið sem deildarstjóri við Kaupfélag Siglufjarðar og einnig við skipamiðlun þar á staðnum. Þá starfaði hann um sinn við síldarmat og síldarskoðun á Siglufirði og ýmislegt fleira fékkst Björn við á þessum árum. Hingað suður fluttist hann fyrir 6 árum, gerðist fyrst skrifstofumaður hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur h.f. og var í þjónustu þess fyr- irtækis árið sem Kaupfélag Suðurnesja keypti það. Þegar sveitastjórastarfið í Sandgerði var sett á laggirnar, tók Björn það að sér og hefur gegnt því með mestu prýði und- anfarin tvö ár. Kvæntur er Björn Olgu Þórarinsdóttur, ættaðri frá Húsavík. — Hvernig kanntu við sveitarstjóra- starfið í Sandgerði, Björn? — Samvinnan við hreppsnefndina og hreppsbúa hefur verið hin ákjósanlegasta og hér ríkir mikill framfarahugur. — Hvað um framkvæmdir? — Tvö síðastliðin sumur hefur verið unnið að stækkun hafnargarðsins og er búið að lengja hann um 50 metra. — Er sú lenging til mikilla bóta? — Já, tvímælalaust. Útgerðaraðstaða hér hefur gjörbreytzt við þessar framkvæmdir. Eins og þér er kunnugt, hafa bátar hér sem annars staðar stækkað mjög á undan- förnum árum, en sú þróun krefst aftur á móti bættra hafnarskilyrða. Aður fyrr lágu bátarnir úti á legunni milli þess, sem þeim var róið til fiskjar, um annað var ekki að ræða þá. Nú geta þeir legið við bryggju að mestu, nema í aftaka veðrum. — Verður þessum hafnarframkvæmd- um haldið áfram? — Já, eftir því sem fjárhagur leyfir hverju sinni, því þó við tcljum, að mikið hafi verið gert að undanförnu, þá er hitt þó meira, sem enn er ógert til þess að höfnin geti talizt örugg í hvaða veðri sem er. Björn Dúason — Eru fleiri framkvæmdir á döfinni hjá ykkur? — Já. I sumar var myndað hlutafélag með það fyrir augum, að stofnsetja og starfrækja hér fiskiðjuver, þar sem m. a. verði framkvæmd niðursuða og pökkun síldar og annarra sjávarafurða. Er nú þeg- ar hafin bygging á 1200 fermetra húsi undir þessa starfsemi og standa vonir til, að við þetta skapist hér góð sumaratvinna fyrir unglinga og kvenfólk, en þar til í sumar hefur slík atvinna verið hér af mjög skornum skammti. Fyrir svona iðju- verum er nú vaxandi áhugi og á nokkrum stöðum eru þau tekin til starfa, t. d. á Akureyri. Hér í Sandgerði ættu þó skil- yrði til slíkrar starfsemi að vera hin ákjós- anlegustu, þar sem staðurinn liggur svo nærri hinum fengsælu fiskimiðum. — Eru ekki frystihús í Sandgerði? — Jú, þau eru hér tvö. Miðnes h.f., eign þeirra Ólafs Jónssonar og Sveins Jónsson- ar, og Fiskverkunarstöð Guðmundar Jóns- sonar á Rafnkelsstöðum. Þessir aðilar hafa jafnframt fiskverkuninni rekið hér síldar- söltun nú um nokkur undanfarin haust, en sú starfsemi er, eftir því sem ég bezt veit, tiltölulega ung hér um slóðir. Bæði hraðfrystihúsin tóku upp þá þörfu ný- breytni í sumar, að frysta humar og annan góðfisk og bætti það mjög afkomu manna hér, enda var þess ekki vanþörf, til að vega á móti bágborinni afkomu heimilisfeðr- anna, er síldveiðar stunduðu fyrir Norður- og Austurlandinu í sumar. — Hefur nokkuð aukizt við skipastól- inn? — Já. Guðmundur á Rafnkelsstöðum fékk á sumrinu sitt nýja og glæsilega skip, Víði II., eins og flestir muna, og nú er hann að láta smíða annan bát í Hollandi, sem er væntanlegur næstu daga. — Hafið þið fleiri framkvæmdir á prjónunum? — Já. Hér er verið að stækka barna- skólann til stórra muna, en gamli skólinn var fyrir löngu orðinn of lítill og ófull- nægjandi húsnæði. Er vonast til, að þessu verki ljúki fyrir næsta skólaár. — Verður með þessari skólabyggingu séð fyrir húsnæðisþörf barna og unglinga hér á staðnum? — Nei, síður en svo sé. Húsnæðið mun naumlega nægja fyrir barnafræðsluna, hvað þá meir. — Hvað verður þá um unglingana? — Það hefur lítillega verið rætt um að fá inni fyrir þá í hinum væntanlega gagn- fræðaskóla í Keflavík, sem nú er í smíð- um, og mundi þar leysast mikill vandi. En þar til hann tekur til starfa, munu unglingar hér að sjálfsögðu fá uppfræðslu heima, eftir því sem aðstæður leyfa. — Þið hafið fengið sjálfvirkan síma eins og aðrir hér á Suðurnesjum. Hvernig reynist hann? — Hann er til stórbóta og mikils örygg- is á öllum sviðum, t. d. varðandi slys og læknaþjónustu. — Já, vel á minnzt, — þið hafið sjúkra- skýli í Sandgerði? — Rauði kross Islands hefur um ára- tugi starfrækt hér sjúkraskýli, en með bætt- um samgöngum við Keflavík, og þó alveg sérstaklega við tilkomu sjúkrahúss þar, sem Miðneshreppur er aðili að, lagðist þessi starfsemi niður. Nú á síðastliðnu sumri keypti svo hreppurinn eignina með það fyrir augum, að flytja í húsið allt skrifstofustarf hreppsfélagsins. Þar verður einnig bækistöð fyrir Keflavíkurlækna, er þeir koma hingað í sjúkravitjanir, einnig verður lögreglan þar til húsa. Þá verður þar líka ljósbaðstofa, ásamt vatns- og gufu- böðum fyrir almenning, eftir finnskri fyrir- mynd. Erum við mjög ánægðir með þessi kaup, því með þeim leystist á heppilegan hátt húsnæðisþörf hreppsfélagsins. — Hvað er að frétta af félagslífinu ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.