Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 29

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 29
F A X I 173 Þegar ég k Það var veturinn 1908 að ég hafði verið ráðinn til sjóróðra eða einhverrar annarr- ar vinnu hjá Milljónafélaginu í Gerðum í Garði. Aður en ég lagði upp í þessa ferð, kom upp einhver umgangsveiki, sem mig minnir að væri kölluð mislingar og varð ég víst töluvert veikur. Þegar átti að heita að mér væri batnað, veiktist ég aftur og varð þá svo illa haldinn, að senda varð mig til Olafs Isleifssonar læknis við Þjórs- árbrú, sem þá var ekki gert fyrr en í fulla hnefana. Kom það upp úr kafinu, að ég hafði fengið brjósthimnubólgu og skaff- aði Ólafur mér tvö glös af meðölum, sem ég átti sjálfsagt að nota eftir einhverjum reglum. En það er nú önnur saga hvernig ég hélt þær reglur. Ekki var samt hætt við að láta mig fara þessa för, þó ég væri heldur illa haldinn. Sonur húsbóndans var látinn fylgja mér í mjög vondu veðri og bera byrði mína til þess staðar, er ég átti að komast í samband við ferðafélaga mína. Þar gisti ég fyrstu nóttina í góðu yfirlæti. Átti ég að fá þar lánaðan hest, því við skildum reiddir upp að Hellisheiði, til að stytta okkur gönguna. Þegar ég vaknaði og leit út, eftir fyrstu nóttina, leizt mér ekkert á ferðaveðrið. Það var háa-norðan skafrenningsbylur og gaddur og stóð sýnilega að með norðan stórhríð, enda vorum við ekki komnir nema miðja vega milli Þjórsár og Ölfus- ár, þegar hann skall á. Kom þá öllum saman um, að ekkert vit væri í að láta þann mann, sem reka átti hestana heim, fara lengra en að Selfossi, til þess að hon- um væri borgið til baka. Ákveðið var að stanza þarna ekki neitt að ráði, heldur reyna að komast út að Kotströnd, sem var næsti gististaður. Nú voru byrðarnar látnar á sig og lagt af stað. Þótt svört væri hríðin, fann ég fljótt, er ég fór að kafa ófærðina með þunga byrði, að ég mundi ekki þola þetta til lengdar, sökum þess, hve ég var veikur. Þó lét ég ekki á því bera. Ut að Kotströnd komumst við, en þó við værum, búnir að finna tún- garðinn, ætluðum við ekki að finna bæ- inn. Ekki hef ég hvað sízt verið feginn að komast í húsaskjól þá, eins og ég var á mig kominn. Hugðist ég nú hressa mig á meðulun- FYRIR 52 ÁRUM om fyrst til Helgi Jónsson um, fæ lánaða matskeið og ætla auðvitað að telja dropana, eins og tilskilið var. Ég var búinn að taka tappann úr glasinu, en skuggalegt var í ganginum og missti ég allt úr glasinu ofan í tóma fötu, sem stóð þarna hjá vatnsfötunum. Geri ég mér þá lítið fyrir, tek hitt glasið og helli líka úr því í fötuna, set hana svo á munn mér og sýp allt saman, hugsandi svo, að það skuli þá gera það sem það geti, ég hafi ekki úr svo háum söðli að detta. Þarna vorum við veðurtepptir í tvo daga. Það sást ekki út úr dyrum fyrir stórhríð. Samt kom Hans póstur sunnan yfir Hell- isheiði, og urðu þá margir hissa. Þarna var nokkuð þröngt um manninn, vegna þess fjölda sem var þar veðurteppt- ur. Á þriðja degi var komið bezta veður, skafheiðríkja og jörðin eins og hefluð fjöl af harðfenni og gott að ganga. Bregður nú svo kynlega við hjá mér, að nú finn ég ekkert til og er eins og nýr maður og hef ég aldrei til þess arna fundið síðan. Hvort þetta er meðölunum að þakka, skal ég ekki um segja. Næst var hvílt á Kolviðarhóli og þar fengin hressing og haldið síðan til Reykja- víkur með viðkomu á Arbæ, þar sem við fengum ágætan næturgreiða. Sá ég þá Reykjavík í fyrsta sinn, en þó illa, því yfir var svarta þoka. Ekki man ég hve lengi við stóðum við í Reykjavík, held í tvo daga, enda hafði ég lítið við að vera, þekkti þar fáa og sízt Suðu rnes ja að ég vissi hvar þeir ættu heima, sem ég var kunnugur. Peningar voru einnig litlir til að spraða sig fyrir í Reykjavík. Við samferðamennirnir höfðum ákveð- ið að hittast allir hjá Skólavörðunni og leggja þaðan af stað til Suðurnesja. Til Hafnarfjarðar vorum við ekki lengi. Þeg- ar þangað kom, dreifðust samferðamenn- irnir í húsin, til að finna kunningjana og fá sér kaffi. Ekki átti ég þá marga vini þar frekar en í Reykjavík, og einhvern- veginn atvikaðist það svo, að ég lenti með manni, sem fór í hús og sagðist enga stund verða og bað mig að bíða. Það varð ég auðvitað að gera, því ég rataði ekkert. Hann varð þó lengur en ég bjóst við og var ég orðinn hálfleiður að bíða, er út úr næsta húsi kemur kona og spyr mig, hvort ég vilji ekki koma inn til sín og drekka kaffi hjá sér á meðan ég bíði, og þáði ég það. Þessarar hugulsemi minnist ég enn í dag með þakklæti. Ég fylgdist nú með, er maðurinn kom út úr húsinu, þakkaði konunni og fór. Lögðum við nú af stað niður að bryggjunum, þar sem talað var um að hittast. Á meðan við vorum úti í bæ, hafði kom- ið maður sunnan úr Keflavík, Guðmund- ur Helgi Ólafsson (er ég síðar átti eftir að kynnast), að sækja skip og ætlaði að hitta á menn, sem þyrftu á fari að halda til Keflavíkur. Urðu menn því auðvitað fegnir, er urðu svo heppnir að hreppa flutning með skipinu. Komust þeir með er fyrstir mættu niður við bryggjurnar, en þeir sem án farsins urðu, komu dóti sínu með skipinu. 'Þótti öllum sárt, er ekki komust með skipinu, og var ég einn í þeim hópi. Þegar við vorum að halda af stað, víkur sér að okkur gömul kona, á að gizka 70— 80 ára, og spyr okkur, hvort hún megi ekki verða okkur samferða, hún þurfi nauðsynlega að komast suður í Hafnir. Eg man ekki nú, hvort hún sagði til dótt- ur sinnar eða uppeldisdóttur, sem hefði brennt sig mikið. Maður konunnar, sem brenndist, hét Guðmundur Sigvaldason, ættaður austan úr Rangárvallasýslu. Þegar samferðamenn mínir sjá og heyra, hve þessi kona er gömul, lízt þeim ekki meira en svo á að hafa hana fyrir sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.