Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 39
F A X I 183 Hvalsneskirkja Hér birtist ræða, er Þorlákur Bene- diktsson í Akurhúsum flutti við vígslu Hvalsneskirkju árið 1945, eftir að fram höfðu farið gagngerar endurbætur á kirkjunni. Var Þorlákur lengi vellátinn organisti þessarar kirkju, þó hann ætti heima í Garðinum, og á hann þaðan margar og góðar endurminningar, sem hann rekur í fyrrgetinni vígsluræðu. Er hér brugðið upp þjóðlifssögulegri mynd, sem mér finnst synd að fari í glatkistuna, og því hef ég fengið leyfi höfundarins til að birta ræðuna. Ritstj. Ég leyfi mér að þakka sóknarnefnd Hvalsnessóknar fyrir þá vinsemd og virð- ingu, er mér hefur verið sýnd með því að bjóða mér að vera viðstaddur vígsluathöfn þá, er fram hefur farið hér í kirkjunni í dag. Ég á svo rnargar kærar endurminning- ar, sem eru bundnar við Hvalsneskirkju og heimilið hér á Hvalsnesi, að mér er sérstök ánægja að vera hér í dag, þar sem ég var ráðinn til að aðstoða við guðsþjón- ustur, með því að spila á orgelið hér í kirkjunni urn rúmlega tveggja ára skeið. Þó að alllangur tírni sé nú liðinn síðan, nærfellt 30 ár, eru mér enn í fersku minni margar ánægjustundir, er ég átti hér. — Kirkjan var vel sótt, og nógir kraftar til að leggja liðsinni, hvað sönginn áhrærði, og yfirleitt fannst mér ríkja hér mikill áhugi hjá safnaðarfólkinu fyrir því, að guðsþjónusturnar gætu orðið sem hátíð- legastar og ánægjulegastar. Ég mætti hér alltaf hjá safnaðarfólkinu alveg sérstakri góðvild og vinsemd; ég var flestum hér alveg ókunnugur, þegar ég fór fyrst að koma hingað, en varð því brátt kunnugur, og hefur sá kunningsskapur haldizt til þessa dags við þá, sem enn eru hér, en allmargir eru horfnir úr hópnum, og blessa ég minningu þeirra. Get ég ekki látið hjá líða, að minnast hinna mætu hjóna, er hér bjuggu þá á Hvalsnesi, Páls Magnússonar og Guðlaug- ar konu hans; hjá þeim var ég tíðastur gesturinn. Mér fannst alltaf eins og ég kæmi heim til foreldra, þegar ég kom til þeirra; gestrisnin, alúðin og umhyggju- semin var svo mikil, að manni varð eitt- hvað svo notalega hlýtt um hjartarætur við að vera þar hjá þeim. Ég vil líka minnast annarra hjóna, er hér bjuggu þá í hverfinu, Hákonar Tómas- sonar í Nýlendu og konu hans. Hákon sálugi starfaði í fjölda ára hér við kirkjuna sem meðhjálpari og hringjari. Ollum, sem þekktu hann bezt, þótti vænt um hann og þau hjónin. Ut af atviki, er ég var sjónar- vottur að, við jarðarför Hákonar sáluga, hafði ég sérstaka ástæðu til að láta mér detta í hug þetta spakmæli, er ég lærði, þegar ég var drengur: „Þegar þú komst í þennan heim, þá grézt þú, en þeir, sem hjá stóðu, glöddust; reyndu að fara svo burt úr heiminum, að þú gleðjist, en aðrir umhverfis þig gráti.“ Fyrst ég fór að minnast á liðna daga og kirkjuna hér á Hvalsnesi, gat ég ekki látið hjá líða, að minnast þessara vina okkar. Og fleiri mætti nefna, þó að ég láti hér staðar numið. Þetta var allt kirkjunnar fólk, sem unni af alhuga kirkju sinni og hafði mikinn áhuga fyrir vexti hennar og viðgangi í hvívetna. Þessa vini mína, sem ég hef nefnt, og svo aðra fleiri, sem ég eignaðist hér, og líka eru farnir héðan, bið ég Guð að blessa. Við gleðjumst í dag yfir því, hve búið er að endurbæta og prýða Hvalsneskirkju, og það er trú mín, að þessir ósýnilegu vin- ir gleðjist af hjarta með okkur; þeir, sem höfðu svo mikinn áhuga fyrir, að allt mætti verða henni til vegs og sóma, og vildu svo margt á sig leggja fyrir kirkjuna sína, sem þeim þótti svo vænt um. Hvalsneskirkja hefur verið lánsöm með að eiga áhugasama og duglega menn sér til stuðnings; dettur mér í hug 1 sambandi við það, að um tíma vantaði organista hér í sóknina; tók sig þá til núverandi organ- isti hér, Magnús Pálsson, að bæta úr því. Það var eitt ár frá því ég sagði honum, hvað nóturnar á orgelinu hétu, þangað til hann tók að fullu við organistastörfum hér í kirkjunni. Hygg ég, að það muni vera sjaldgæft, að maður, sem daglega er upptekinn við fjarskyld störf og hefur þetta nám aðeins í frístundum sínum og tómstundum, við litla og ófullkomna til- sögn, taki jafn örum framförum. Og þeir, sem heyrðu til Magnúsar strax í byrjun hér, þegar hann fór að spila í kirkjunni, fengu það strax á meðvitundina, að þarna var maður, sem leysti starf sitt af hendi með þcim öruggleik og festu, að ekki var hin allra minnsta hætta á ferðum með að hann færi út af laginu, sem kallað er, eða að nokkurt hik kæmi á sönginn organist- ans vegna. Það rifjast upp fyrir mér í dag margar gamlar endurminningar í sambandi við Hvalsneskirkju. Þegar ég var barn að aldri, var það mjög algengt, að sjómenn hér við sunnanverðan Faxafláa reru á opnum árabátum hingað suðureftir í Miðnesdjúpið, sem kallað var. Var það löng og oft erfið leið, að fara það á opnum árabátum úr Garðinum, Leir- unni, Keflavík og Njarðvíkum. Þessar sjóferðir voru aðallega stundaðar um há- veturinn, frá kyndilmessu, 2. febr., fram í miðjan marzmánuð. Þegar dimmviðri er og landsýn slæm eða engin, er oft varasöm og hættuleg leið hér með ströndinni. Man ég eftir, að ég heyrði oft sjómennina vera að tala saman um sjóferðir sínar hér í djúpinu. Þegar þeir lentu í dimmviðri, sem oftar mun hafa verið bylur heldur en þoka, á þeim árstíma, og voru að reyna að leita að landinu, var það oftast Hvals- neskirkja, sem þeir komu fyrst auga á; og ég man eftir, að í orðunum þeim, „þá sá- urn við Hvalsneskirkju“, fólst svo mikill feginleikur og gleði, eins og þá væru þeir eiginlega kornnir í höfn, eða að minnsta kosti, að fá að sjá hana, var lykillinn að því, að þeir kæmust heilir að landi. Þannig hefur Hvalsneskirkja verið leið- arvísir og vakið gleði og öruggleika í hin- urn hættulegu störfum sjómannanna, eins og hún hefur verið leiðarvísir og vakið gleði og öruggleika á andlegu sviði þeirra, er hér hafa átt heima og hana hafa sótt. Vil ég að endingu óska Hvalsneskirkju allra heilla og blessunar Guðs. Mætti hún standa hér um ókomin ár og aldir sem óbrotgjarn minnisvarði og leiðarvísir fyrir aldna og óborna. Að þeir, sem hana sækja, mættu sækja til hennar gleði og uppörvun, huggun og styrk á raunastundum, og að hún mætti þannig vera leiðarvísir í dag- legu lífi manna til að þræða lífsveginn, sem oft er svo fullur af hættuni fyrir and- legan þroska; leiðarvísir til að þræða hinn rétta veg, er liggur til „himinsins heim“. Þ. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.