Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1961, Síða 11

Faxi - 01.02.1961, Síða 11
F A X I 27 Karlit Trétex Masonitt Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipavörudeilcl Munið Innlánsdeild Kaupfélagsins hæstu fáanlegir vextir Kaupfélag Suðurnesja Cement fyrirliggjandi í Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipavörudeild Vinnuföt Sjóstakkar Sjóstígvél Ullarhosur Svuntur Vinnubuxur Vinnublússur Gummívetlingar Vinnuvettlingar Sjóhattar Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipavörudeild M i N N I N G Þórhallur Vilhjólmsson skipstjóri Hinn 21. jan. s.l. fór fram ótför eins af snmborgurum okkar Keflvíkinga, Þór- lialls Vilhjálmssonar skipstjóra og fyrr- verandi hafnarstjóra, en hann lézt í Lands- spítalanum sunnudaginn 15. þ. m. Þótt okkur séu ljós þau örlög, að hér fáum við aðeins að dvelja takmarkaðan tíma, og við vitum, að dvalartíminn tak- markast ekki við aldur, þá finnst okkur stundum, að samferðamennirnir séu kall- aðir burtu fyrir aldur fram og svo var að þessu sinni. Þórhallur hafði að vísu átt við vanheilsu að búa undanfarin ár og hrakaði heilsu hans mjög á s.l. ári, en aldurinn var aðeins rúmlega sextíu ár. Hann var fæddur að Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 25. júlí 1899. Foreldrar hans voru merkishjónin Vilhjálmur Arnason og Björg Sigurðardóttir er þar hjuggu lengi rausnarbúi. Vilhjálmur lézt fyrir 20 árum síðan, en Björg lifir enn rúml. 90 ára gömul. Vilhjálmur var merkur maður sinnar tíðar, bindindismaður mikill og stjórnsam- ur. Hafði stórt bú og gerði út vélbáta. I fyrstu voru bátarnir litlir, 6—7 smál. En þróunin var þá eins og nú, bátarnir stækk- uðu og 1924 eignaðist hann vélbátinn Faxa, um 80 smál, og var Þórhallur skipstjórinn. l’órhallur var fjórði í aldursröð sjö syst- kina. Hin eru: Sigurður bóndi á Hánefs- stöðum', Arni, bjó lengi á Seyðisfirði, nú í Reykjavík, Hermann skrifstofumaður hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði, Hjálmar ráðuneytisstjóri í Reykjavík, Sigríður, móðir Vilhjálms Einarssonar, íþrótta- manns, býr að Egilsstöðum og Stefanía í Reykjavík. Það lætur að líkum, að á slíku heimili var oft margt manna, á sumrurn oft um 60 manns. Á þessu stóra lreimili ólst Þór- hallur upp og dvaldi, þar til hann fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þórhallur var ágætum gáfum gæddur og munu foreldrar hans því hafa ætlað honum að ganga áfram skólabrautina. En liugur hans hneigðist snemma að sjónurn. I foreldrahúsum notaði hann lrvert tæki- færi til þess að komast á sjóinn og 18 ára var hann orðinn formaður á einum af vél- Irátum föður síns, 6 smál. bát, er Valur hét. Og þegar gagnfræðaprófinu var lokið Þórhallur Vilhjálmsson. réðst hann háseti á seglskipið Rigmor, sem var þrímöstruð skonnorta og var í milli- landasiglingum. Skipið var nú fullfermt saltfiski á leið til Spánar. En er skammt var á leið komið veiktist Þórhallur, fékk tannkýli, svo slæmt, að skipstjóri sá sér ekki fært að lralda áfram með hann. Var nú siglt til Vestmannaeyja og varð Þórhallur þar eftir á sjúkrahúsinu, en skipið hélt til Spánar. Þaðan lagði það upp aftur í ársbyrjun 1919, en kom aldrei fram síðan. Var Þórhallur nú vertíðina í Vest- mannaeyjum, á vélbátnum Elliða, skip- stjóri var Sigurður Hermannsson. Síðari- hluta vertíðar gerðust erlendir togarar mjög yfirgangssamir á miðum eyjaskeggja og spilltu rnjög veiðarfærum þeirra. Er eyjaskeggjar vildu grennslast eftir þjóð- erni togaranna og skrásetningartölu þeirra, brugðust lögbrjótarnir illa við og skutu tveim skotum á einn bátinn, sem var Elliði. Þórhallur réðst nú að nýju í siglingar. Var hann á ýmsum skipum. Um tíma á e.s. Lagarfossi, er þá sigldi til Ameríku. Er Þórhallur hafði til þess nægan sigl- ingatíma innritaðist hann í Sjómannaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan farmanna- prófi 1924. Nú hverfur Þórhallur heim aftur, til æskustöðvanna, og tekur við skipstjórn á Faxa, hinu stóra og glæsilega skipi, er faðir hans liafði þá nýlega keypt. Þetta

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.