Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 2
Sagnaþulur Suðurnesja Frú Marta Valgerður Jónsdóttir sjötíu og fimm ára Frú Marta Valgerður Jónsdóttir varð 75 ára þann 10 janúar síðastliðinn, en hún er fædd að Landakoti á Vatnsleysuströnd árið 1889, dóttir hjónanna Guðrúnar Hann- esdóttur og Jóns Jónssonar, sem bæði voru ættuð úr Rangárþingi. Með foreldrum sínum fluttist frú Marta til Keflavíkur 1898, þá 11 ára gömul, og hjá þeim átti hún heima þar til hún giftist Birni Þorgrímssyni, ungum og glæsilegum skrifstofu- og verzlunarmanni. En Björn var sonur hins nafnkunna læ'knis og at- hafnamanns, Þorgríms Þórðarsonar, sem lengi var héraðslæknir í Keflavík við mik- inn orðstí. Auk þess að vera góður læknir var hann sannur framfaramaður í verk- legum efnum og brautryðjandi. — Mun Sparisjóður Keflavíkur m. a. lengi halda nafni hans á lofti sem slíkum. Árið 1920 fluttu þau hjónin til Reykja- víkur og gerðist Björn þá gjaldkeri við verzlunarfyrirtæki Páls Stefánssonar frá Þverá og vann við það um 30 ára skeið. Starfi þessu hélt hann áfram eftir að eig- endaskipti urðu á fyrirtækinu og vann þá hjá nýjum húsbændum þar til hann missti sjónina nú fyrir nokkrum árum. Meðan Marta var á heimili foreldra sinna í Keflavík, tók hún virkan þátt í fé- lagsmálum staðarins. Ung gekk hún Góð- templarareglunni á liönd og starfaði þar af lífi og sál. Hún mun snemma hafa lært á orgel og kom það sér vel í Reglustarf- inu, þar sem hún lék undir allan söng á stúkufundum. Þegar Keflavíkurkirkja var byggð 1914 varð Marta fyrsú orgelleikari hennar. — Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Freyju í Keflavík og innan þess félags- s'kapar og einnig innan vébanda stúkunn- ar mun hún hafa fengizt við leikstarf og farizt það mjög vel úr hendi eins og allt annað. Þá lét hún ekki sitt eftir liggja á málfundum félaga sinna, enda flugmælsk og hugmyndarík, að sögn kunnugra. En það sem á eftir rak og örfaði til framtaks var hugsjónaeldur og umbótavilji alda- mótaæskunnar, sem hlypti móði í alla, er nokkurs voru megnugir á andlega svið- inu, en þar var Marta Valgerður í fremstu víglínu. — Gáfuð, mælsk og góð. Til við- bótar því, sem að framan er nefnt, má geta þess hér, að Marla varð fyrsti sfmstjóri Keflavíkur, en auk þess fékkst hún ung nokkuð við verzlunarstörf, svo sýnt er, að Hjónin Marta Valgcrður Jónsdóttir og Björn Þorgrímsson. hún hefur ekki setið auðum höndum hér í Keflavík, enda bæði fjölhæf og vinnufús. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykja- víkur breyttust aðstæður og lífsviðhorf nokkuð, og fór Marta þá fljótlega til við- bótar við húsmóðurstörfin, að fást við eitt aðaláhugamál sitt, ættfræðina, en fyrir störf sin á þessu sviði er hún löngu þjóð- kunn orðin, sem trúr og mikilvirkur sagn- fræðingur. Hér verður þessi þáttur ævi- starfs Mörtu ekki rakinn lengra að sinni, cn þó get ég ckki skilizt svo við hann, að ég ekki nefni og þakki hinar gagnmerku greinar hennar hér í blaðinu undir fyrir- sögninni: „Minningar frá Keflavík“. Með þeim ritstörfum hefur Marta reist sér og Faxa óbrotgjarnan baustastein, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þau hjónin eignuðust ekki börn, en ólu upp tvær syslur, bróðurdætur Björns, Jó- hönnu og Onnu Sigríði, konu Olafs Páls- sonar verkfræðings, en frú Anna er kjör- dóttir þeirra hjónanna. 1 tilefni af 75 ára afmæli frú Mörtu var boð inni á hinu stórglæsilega heimili þeirra hjóna, Onnu og Olafs, en þangað fjöl- menntu vinir og vandamenn til þess að heiðra afmælisbarnið og þrýsta hönd þess- ara heiðurshjóna, sem um lángt skeið hafa haft „opið hús“ íyrir Keflvíkinga í Reykja- vík og stutt þá með ráðum og dáð. Eg cr einn þeirra mörgu, sem þar hefur borið að garði og þegið þar ráð og fyrirgreiðslu. Framan af var það einkum blaðið Faxi, sem tengdi mig þessum ágæta sendiherra- búslað okkar Keflvíkinga, en á síðari ár- um liefi ég og við hjónin oft lagt þangað leið okkar, og þá fyrst og fremst í þeini tilgangi að eignast glaðværa stund yfir góðum kaffisopa umvafin ástúðlegu við- móti þessara clskulegu hjóna. Fyrir þetta allt þökkum við af heilum liug um leið og ég flyt afmælisbarninu, frú Mörtu Valgerði, innilegar afmælis- kveðjur frá blaðstjórn Faxa, sem þakkar henni frábært og ómetanlegt fræðistarf hennar í þágu blaðsins og biður henni allrar blessunar. H. Th. B. Bókabúð Keflavíkur DAGLEGA Í LEIÐINNI 2 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.