Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 4
80 ÁRA AFMÆLI Þóra Guðrún Sigurgeirsdóttir Hinn 21. nóvember síðastliðinn varð Þóra Sigurgeirsdóttir, Asabraut 8 hér í bæ, attræð. Fæstum mundi reyndar svo hár aldur til hugar koma, sem sæi Þóru, svo ungleg er hún í útliti, létt í hreyfingum, kvik í spori og ung í anda. Þóra fæddist árið 1883 á Hellu á Ár- skógsströnd í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurgeir Vigfússon, Skag- firðingur að ætt, og Soffía Júlía Vigfús- dóttir frá Hellu. Þóra var þriðja elzt af 5 alsystkinum, og er hún nú ein þeirra á lífi. Einnig átti hún 3 hálfsystkini af föður. Af þeim eru 2 á lífi. Hálfs fimmta árs flutti Þóra með for- eldrum sínum vestur í Skagafjörð. Faðir hennar missti heilsuna um þær mundir og dreifðist þá fjölskyldan. Þóra dvaldi á ýms- um stöðum í Skagafirði fram að tvítugu. Tíu ára fór hún að vinna fyrir sér. Árið 1903 lá leið hennar til Akureyrar og í Eyjafirði var hún til ársins 1911. Þá réðist hún að Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði. Þar var hún í þrjú ár. Að þeirn liðnum vistaðist hún að Bæ í sömu sveit. Þaðan giftist hún 22. febrúar árið 1917 Jóhannesi Egilssyni, Skagfirðingi að ætt. Þau settust að á Höfðaströnd og bjuggu allan sinn búskap að Syðra-Osi, í 23 ár. Þau hjónin eignuðust tvo syni, 'sem upp komust. Eldri bróðirinn, Ingiber Zophon- ías, býr á Akureyri, kvæntur Þorgerði Hauksdóttur, en sá yngri, Egill Sigurgeir, býr hér í Keflavík og er kvæntur Sólveigu Jónínu Jónsdóttur frá Mannskaðahóli í Skagafirði. Þóra missti mann sinn 26. ágúst árið 1940. Eftir það bjó hún áfram með sonum sínum til ársins 1946, en þá flutti hún með Agli syni sínum hingað til Keflavík- ur. Ári síðar fór hún til Akureyrar og annaðist að nokkru leyti um heimili Ingi- bergs sonar síns, þar eð kona hans var mjög heilsulíti). Árið 1949 kom Þóra svo aftur hingað suður og hefur síðan búið í skjóli sonar síns og tengdadóttur. Þetta eru aðeins yztu útlínur hins átta- tíu ára ævidags. Margt hefur borið við, bæði blítt og strítt, eins og ávallt hlýtur að verða á langri ævileið. En Þóra hefur borið gæfu til þess að sjá hlutina í réttu ljósi og taka því, sem að höndum hefur borið í þeirri trú, að Guðs föðurforsjón geti aldrei Þóra Guðrún Sigurgcirsdóttir. brugðizt. Þess vegna er sál hennar heiðrík og hádegisbjört, þótt kvöldsett sé nú orðið á ævi hennar. Þakklát Guði og mönnum lítur hún nú yfir liðna tíð, og fram á ófar- inn veg horfir hún í fullu trausti til hans, sem hingað til hefur lýst henni og leitt hana styrkri kærleikshendi. Á þessum tímamótum þakka ég þér, frænka mín, öll okkar kynni. Eg þakka þér fyrirbænir mér til handa og hlýhug þinn til kirkjunnar okkar. Góður Guð blessi þig og þína á ókomnum dögum og árum. Bj. J. Fyrir allmörgum árum var hér maður nokkur er Einar hét. Hann var afar orðhepp- inn og hnittinn í tilsvörum. Hann var mjög lágur vexti, með allra minnstu mönnum. Svo var það veturinn 1918 þegar Spanska veikin geysaði hér, að þá starfaði barnakennari hér er Gunnlaugur hét. Hann var líka lítill vexti en þó aðeins hærri en Einar, en var að sögn lítið um það gefið, að á það væri minnst. Eitt sinn er Einar var staddur í mannahópi við Edinborgar pakkhúsið svo kallaða, að Gunnlaug kennara ber þar að. Nam hann staðar hjá þeim, sneri sér að Einari og sagði. — Ekki fáum við pestina enn þá Einar minn. — O, nei. Við erum báðir svo litlir, að hún fer fyrir ofan okkur, svaraði Einar. Hinn stoppaði ekki lengur og fór. f--------------------------\ Útgerðarmenn! Þorskanetaslöngur Teinató Netadrekar Uppsett lína Nylon ábót Bólfæraefni Belgir Baujur Línudrekar Línusteinar Bambus Goggar Stingir Netagoggar Baujuluktir Benslavír Bindigarn Trolltvinni Skrúflásar Vírlásar Kósar Bryggjubönd Kaupfélag Suðu rnes j a Járn- og skipadeild. Sími1505 ___________________________ 4 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.