Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 6
Dagheimilið fi ara Áfmælisvísur Spjallað við forstöðukonuna, frú Dagrnar Pálsdóttur Þegar látinn líkaminn liggur kistu á fjölum, áfram lifir andinn þinn upp í dýrðarsölum. Sigurður Magnússon. Sljórii kvenfclagsins í hcimsókn á „Litlu jólum“. til Guðleifar Oddsdóttur Guðleif ætíð gæða-fljóð geðs með nóga lilýju er í dag hér ellimóð ára níutíu. Allrar gæfu óskum þér aldurhnigin kona meðan æfin endist hér, öll það skulum vona. Eins og flestir vita hefir hér í Keflavík um langt árabil verið starfandi öflugt og þróttmikið kvenfélag, sem mjög hefir látið ýmis mannúðar- og menningarmál til sín tatka. Eitt stærsta verkefni þessa ágæta félags- skapar er stofnun og starfræksla dagheim- ilis í Tjarnarlundi, en þá starfsemi hóf fé- lagið fyrir 15 árum í húsakynnum Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Tjarnarlund byggðu svo kvcnfélagskon- ur yfir starfsemi sína fyrir nokkrum ár- um, eins og kunnugt er, og sýndu með því framtaki frábæran dugnað og atorku, enda þörfin næsta brýn, þar sem dagheim- ilið átti þá engan vísan samastað. Aðeins 3 fyrstu árin var dagheimilið til liúsa lijá V.S.F.K. en fluttist þá í viðbygg- ingu við sjúkrahúsið, sem ætlað var fyrir þvottahús þess, en var þá enn ekki tekið í notkun. Var dagheimilið þar til húsa í 2 sumur, eða þar til það fluttist í Tjarnar- lund. Eins og að framan getur, varð þcssi starfsemi 15 ára nú í sumar og í tilefni af því hitti ég að máli nú á dögunum Starfsliðið í Tjarnarlundi ásamt formanni félagsins cg ritara. Talið frá vinstri: Guðný Ás- berg, form.; Sigríður Eðvaldsdóttir, Anna Guðjónsdóttir, Dagmar Pálsdóttir, forstöðukona; María Kristjánsdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Sesselja Magnúsdóttir, ritari. forstöðukonu heimilisins, frú Dagmar Pálsdóttur og fékk hjá henni meðfylgjandi upplýsingar, en hún hefir starfað við heim- ilið í 8 ár, þar af 7, scm forstöðukona. — Hver var nú ástæðan til þess að þið hófuð þessa starfsemi? — Hennar var o'rðin mikil þörf hér í bæ þá, þó þörfin hafi stöðugt verið að vaxa eftir því sem fólkinu fjölgar. Sést þetta bezt á því, að fyrsta starfsárið munu börn- in liafa verið um 30 og önnuðust þau þá 2 fullorðnar konur og 1 unglingur. Nú á síðasta starfstímabili voru börnin alls 140 í umsjá 10 kvenna. Þróunin befir orðið sú, að árið 1960 var húsnæði félags- ins í Tjarnarlundi orðið allt of lítið og fengum við þá inni í barnaskólanum fyrir hluta af starfseminni. — Hvernig er svo starfinu hagað? — Í Tjarnarlundi er starfað frá 15. maí lil 15. desember ár hvert. Yfir sumartím- ánn er þar opið allan daginn frá kl. 9 árd. til kl. 6 síðdegis. Þar fá börnin því há- 6 — FAXI Á

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.