Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 7
degismat og aðra nauðsynlega aðhlynn- uigu. Kemur þetta sér mjög vel fyrir mæð- ur, sem vinna úti allan daginn. 1 barnaskólanum er barnagæzlan af skiljanlegum ástæðum aðeins 3 mánuði, ftá 1. júní til 1. september og er þar að- eins opið frá kl. 1 til 6. — Og hvernig gengur þctta svo. — Agætlega, yfirleitt. — Væri ekki þörf á svona starfscmi allt áriðp — Jú, sannarlega væri það, því nú vinna konur orðið úti allt árið, jafnt vetur sem sumar. — Hafið þið annað eftirspurn þann tíma, sem opið er? — Nei, því miður. Við höfum alltaf mörg börn á biðlista, vegna takmarkaðs húsrýmis. Samt reynum við að jafna þessu a milli, þannig að öli börn, sem fyrir er beðið, komist einhvern tíma á dagheim- ilið, en sú lausn er langt frá því að vera fullnægjandi. — Hvað cr hægt að gera til úrbóta í þessum efnum? — Eg álít nauðsynlegt að hafizt sé nú þegar handa um myndarlega byggingu yfir starfsemina, raunar teldi ég langsam- lega heppilegast að byggð yrðu 2 eða fleiri niinni hús, t. d. sitt í hvorum bæjarhluta til að auðvelda mæðrunum að koma börn- um sínum í gæzlu. Ég er líka þeirrar skoðunar, að betur fari um börnin á litl- um heimilum en stórum. — Telur þú, að kvenfélagið eigi að annast slíkar framkvæmdir? — Nei, alls ekki. Kvenfélagið hefir þeg- ar gert meira, en hægt er af því að krefj- ast. Það sem fyrir mér vakir, er, að sjálft bæjarfélagið eigi hér við að taka, enda er þetta mál því skyldast að mínu áliti og heyrir beinlínis undir nauðsynlegar bæjar- framkvæmdir, er varða almenningshag og heill. En í þessu sambandi vil ég láta þess getið, að bærinn hefir á undanförnum árum styrkt rekstur dagheimilisins nokk- uð, sem vissulega ber að þakka. Formaður dagheimilisnefndar er frú Sigríður Toft en forstöðukona dagheim- ilisins í barnaskólanum var frú Margrét Friðriksdóttir. Stjórn Kvcnfélags Keflavíkur skipa frúrnar: Guðný Asberg formaður, Vilborg Ámundadóttir gjaldkeri og Sesselja Magn- úsdóttir ritari. H. Th. B. Jólasvcinninn hcilsar upp á börnin. Dvalarbörn a heimilinu árið 1950. FAXI- 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.