Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 1

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 1
ásS Reykjanesviti og nógrenni Myndin er af Reykjanesvita og nágrenni hans. — Fremst til vinstri er Valahnúkur, en þar var byggður fyrsti vitinn á Reykjanesi og sést enn móta fyrir honum fremst á hnúknum. Fellið, sem vitinn nú stendur á, heitir Vatnsfell (Bæjarfell), og er vitavarðarbústaðurinn sunnan undir fellinu, eins og myndin sýnir. Til hægri sést móta fyrir hlíðum Skálafells og aust-suðaustur af því er Há- ^ygjarbunga, en til vinstri frá Skálafelli er Sýrfell á svokölluðu hverasvæði. Einn leirhver er þar, sem nefnist Gunnuhver, og telur Þorvaldur Thoroddsen hann ljótastan allra íslenzkra hvera, sem hann hafi augum litið. Á miðri myndinni má vel greina veginn til Grindavíkur. — Núverandi vita- vörður er Sigurjón Olafsson. (Myndin er frá ljósmynda- og málverkabúðinni Ásbrú, Reykjavík).

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.