Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 5
Þorkelsdóttir, Helga Jónsdóttir og Mar- gret Friðriksdóttir. I klúbbnum eru dreng- lr og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Þar er kennd ýmiskonar föndurvinna, körfur fléttaður úr tágum, lampaskermar og fl. vafið o. s. frv. Radiohlúbbur. Leiðbeinandi er Einar Jóhannsson. I klúbbnum eru drengir á aldrinum 12—16 ára. Piltunum er kennt að búa til útvarpstæki. Ymis atriði í radio- tækni o. s. frv. Fimmtudaga. Frímerbjablúbbur. Leiðbeinandi er Gunnar Jónsson. I klúbbnum eru drengir frá 11—17 ára. Er þar kennt allt, sem að frímerkjum lýtur. Föstudaga. Leðurt/i?inul(lúbbur. Leiðbeinendur þeir sömu og í tágavinnuklúbb. I klúbbnum eru stúlkur og drengir á aldrinum 13—17 ára. Þar eru gerðir ýmiskonar munir úr leðri, t. d. veski, töskur o. fl. Laugardaga. Annan hvern laugardag er kvikmynda- sýning á vegum I.B.K. Eru sýndar íþrótta- rnyndir og fleira fræðandi efni. Eru sýn- 'ngarnar mjög vel sóttar. Þá er tómstundaklúbburinn Rey\janes, sem Þórleifur Friðjónsson stjórnar. Hafa þeir allskonar tómstundastörf með hönd- um. Laugardags\völdin. Dansklúbbur, sem stofnaður var í sam- vinnu við stúkuna Vík er tekinn til starfa. Er það samstarf mjög ánægjulegt. Klúbb- urinn er fjölsóttur og má segja að eink- unnarorð hans sé: „S\emmtum ol{htir án áfengis". Auk þess að dansa er farið í leiki, sýndar kvikmyndir o. fl. Um helgar. Utilífsklúbbur, sem stofnaður var í vik- unni. Umsjónarmaður Helgi Hólm. Til- gangur þess klúbbs er að fara í skíðaferðir UPP í skíðaskála, t. d. Jósepsdal, fara á skauta, þegar færi gefst, útilegur og fleira. Y mis atriði. Þá eru kvikmyndir sýndar í klúbbun- um þegar ástæður þykja til. Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna ásamt Jóni Stígs- syni hefir sýnt okkur þann velvilja að lána °kkur kvikmyndavél, tjald og fleira. Auk þess, sem þeir hafa á boðstólum aragrúa kvikmynda, sem þeir hafa lánað okkur endurgjaldslaust. — Hvað er nú vinsælast af framantöld- um verkefnum. Hafið þið kynnt ykkur það? '— Já, Æskulýðsráð lét fara fram skoð- „Tvistað" af fullum krafti. anakönnun í Gagnfræðaskólanum um á- hugamál unga fólksins. Niðurstöður henn- ar voru mjög athyglisverðar. Samkvæmt skoðanakönnuninni höfðu stúlkurnar mestan áhuga á snyrtingu og tízku, en áhugamál drengjanna skiptust meira á þá klúbba sem nú þegar hefur verið komið á fót. Til að koma til móts við óskir stúlkn- anna voru tveir sérfræðingar fengnir til að halda fyrirlestur um snyrtingu ungl- ingsstúlkna. Að vori verður haldið sér- stakt snyrtinámskeið. — Hefir Æskulýðsráð nokkuð á prjón- unum varðandi framtíðarstörf með ung- mennum, t. d. sjóvinnunámskeið með ung- um mönnum? — Ætlunin er að koma því á fót svo fljótt sem kostur er á en ekki hefur enn tekist að fá húsnæði fyrir námskeiðið. — Ný ver\efni? — Það er ekki ætlunin að láta staðar numið við þá klúbba, sem nú er búið að koma á fót. Heldur verður reynt eftir mætti að koma til móts við unglingana, auka fjölbreytni og aðstoða þá við stofn- un nýrra klúbba. — Nokkuð sérstakt að lokum, Karl? — Ekki annað en það, að ég tel mjög ánægjulegt, að samstarf hefur tekizt við þá aðila er láta sig varða æskulýðsmál. Væntir Æskulýðsráð að það samstarf megi aukast og eflast, svo sameinaðir kraftar þeirra, er vilja beina æskunni inn á réttar brautir, megi njóta sín til fulls. Ég tek undir þessi orð Karls Steinars og tel þau fullkomlega tímabær. Æsku- fólkið er dýrasti fjársjóður hverrar kyn- slóðar. Framtíðarheill Keflavíkur fellur og stendur með því, hvernig okkur tekst *.il urn uppeldi barna okkar, því þau eiga að erfa landið og landið erfir þau. Eftir þetta rabb mitt við Karl Steinar, hitti ég að máli æðstatemplar stúkunnar Víkur, Hilmar Jónsson, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi þessar dans- samkomur unga fólksins á vegum stúk- unnar og Æskulýðsráðs. — Jæja, hvernig fannst þér svo Dans- klúbburinn fara af stað? — Vel. Ég held að þetta sé rétt stefna hjá Æskulýðsráði að styrkja félögin, sem fyrir eru, en ekki hefja samkeppni við þau. Annars þarf vafalítið að skipuleggja alla æskulýðsstarfsemi vetrarins strax á haustin og bezt að þá væri hægt að birta skrá yfir hana. Þetta þarf vissulega að gerast í sem nánustu samstarfi við skólastjórana og aðra þá, sem að æsku- lýðsmálum vinna. — Ég sé af fréttum dagblaðanna að lögreglan hér hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við leynivínsölunni. Tel- ur þú ekki að hér sé farið inn á rétta braut? — Jú, tvímælalaust. Það er mín skoðun að hér þurfi engin leynivinsala að vera, einungis ef löggæzlan er nógu hörð og vökul. Annars verða þessi áfengismál ætíð ógurlegt böl margra manna, meðan ríkið sjálft stendur að slíkri sölu. I þessum efn- um þýðir ekkert annað en algert bann. Nú í dag hafa fjárglæfrar og stórþjófn- aðir aldrei verið eins tíðir. Ástæðan er ein- faldlega sú, að refsing við slíkum brotum er allt of lítil. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Og staðreyndin er sú, að mannskepnan er ennþá sem komið er ekki komin á það þroskastig almennt, að hún geti búið við algert frelsi. — Hvernig hefur stúlkustarfið gengið í vetur? — Agætlega. Ég held, að við bindindis- menn í Keflavík höfum sjaldan haft á- FAXI — 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.