Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 14

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 14
Gísli Guðmundsson: Þættir úr sögu Hvalsnesskirkju Niðurlag. Hljóðfæri hefur komið í kirkjuna nokk- uð fljótlega og er sagt að Ketill hafi einnig lagt það til, en í vísitasíu 1906 segir að „nýtt harmoníum er komið í kirkjuna, sem kostað hefur 200 krónur og greitt með frjálsum framlögum sóknarmanna, ákveðið að selja það gamla og verja and- virði þess til greiðslu á litlum eftirstöðv- um af verði þess nýja“. Arið 1919 urðu eigendaskipti að Hvals- nesi, þá keypti ábóandinn, Páll Magnús- son, jörðina og fylgdi í þeim kaupum /i hluti kirkjunnar, og tveim til þrem árum síðar keyptu ábúendur annarra býla úr Hvalsnesstorfu sínar ábýlisj arðir og fylgdu tilsvarandi hlutar í kirkjuhúsinu. Þannig var kirkjan áfram bændaeign, en rekin af söfnuðinum. 1 vísitasíu frá 1923 er þess getið að nýtt þak hafi verið sett á turn- inn og hann málaður utan og settar ytri hurðir á útidyr. Arið 1942 kom fram, frá þáverandi sóknarnefnd, ósk um að kirkjan yrði eign safnaðarins, og á fundi, er kirkjueigendur héldu með sér hinn 8. nóv. það ár, var samþykkt að verða við þeirri ósk. A safn- aðarfundi 23. nóv. s. á. var svo samþykkt að söfnuðurinn yfirtæki kirkjuna, skömmu síðar fór fram úttekt á kirkjunni og mun- um hennar. Sjóðseign hennar nam þá kr. 2.403,20 og að auki 1.000,00 kr. sem henni höfðu verið gefnar fyrr á árinu og ætlaðar voru til raflýsingar. Nú var enn svo komið að múr innaná veggjum kirkjunnar var mjög farinn að bila, og því farið að undir- búa viðgerð, sú lagfæring fór fram 1945 og framkvæmd þannig, að allur múr var brotinn innan úr henni og veggir allir fóðraðir með vikurplötum og svo múr- sléttað, að því loknu var kirkjan öll máluð. Verk þetta unnu bræðurnir Torfi og Jón Guðbrandssynir og Guðni Magnússon málarameistari, allir úr Keflavík. Þá fór enn fram stórviðgerð á kirkjunni 1959 og var þá sett nýtt járn á þak 'hennar, turn endurbættur, meðal annars sett á hann nýtt þak og það klætt með eirþynnum og einnig sökkull turnsins, einnig hefur verið lögð fullkomin hitalögn í kirkjuna, að þessari viðgerð lokinni var húsið allt málað innan. Viðgerð þessa önnuðust Haf- liði Jónsson og Jón Sigurðsson, báðir úr Reykjavík, málningu annaðist Áki Gráns, málarameistari, Ytri-Njarðvík og hita- lögnin er sett upp af Sigurði R. Guð- mundssyni, Keflavík. Frá því að söfnuðurinn eignaðist kirkj- una 1942, hefur verið henni til endurbóta og viðhalds varið um kr. 430.000,00, og má því með sanni segja að söfnuðurinn hafi ekkert við kirkju sína sparað til að hún mætti halda sinni upphaflegu reisn og prýði. Ein stærsta orsök og ef til vill hin eina orsök til hinna miklu skemmda á múr- húðun kirkjunnar að innan var vöntun á upphitun. Það var fyrst árið 1912, sem farið var að tala um að setja í hana ofn til upþhitunar, og leið svo til 1926 að í hana var settur kolaofn, svo, eftir viðgerð- ina 1945 var settur olíukyntur ofn, gefinn af kvenfélaginu „Björkin" og að lokum var lögð í hana miðstöð, sem hituð er með næturrafmagni, og er það vís von að nú sé lokið hinum tíðu og stórtæku skemmdum á múrhúð hennar og máln- ingu. Raflýst var kirkjan 1955 og gaf Aðalsteinn Gíslason rafvirkjameistari í Sandgerði allt efni til lagnarinnar. Góðar gjafir hafa kirkjunni borizt frá fyrstu tíð og skal hér minnst þess helzta, sem vísitasíur geta um. 1890 hefur hún eignast númeratöflu gefna af Erlendi Oddssyni og fjórar sálma- bækur bundnar í skinn með nafni gef- anda, en hann var Sveinbjörn Þórðarson bóndi í Sandgerði, 1894 segir að „Síðast- liðnum vetri gaf herra óðalsbóndi Hákon Eyjólfsson á Stafnesi kirkjunni prýðilegan hjálm með 12 kertapípum, og vottast hon- um þakklæti fyrir heiðarlega gjöf“. 1923 hefur hún eignast ljósahjálm, sem gefinn var af systrunum Vigdísi og Sigríði Sig- urðardætrum frá Hvalsnesi, til minningar um bróður þeirra, sem fórst með vélbát frá Sandgerði hinn 11. febr. 1922, og 1925 hefur hún eignast annan hjálm af sömu gerð, gefinn af hjónunum í Nesjum. 1931 'hefur kvenfélagið „Björkin“ gefið kirkj- unni nýjan messuskrúða og altarisklæði. Koparmynd sú, er prýðir kórvegg kirkjunnar að norðan og er af Hallgrími Péturssyni, er gjöf frá hjónunum Eydísi og Vilhjálmi Hákonarsyni á Hafurbjarn- arstöðum, minningargjöf um foreldra þeirra, og hljóðfæri það, sem nú er í kirkjunni er að stórum hluta gjöf frá Helga Guðmundssyni frá Nesjum. Þegar rafmagn kom í kirkjuna 1955, var allur ljósbúnaður í kór hennar gef- inn af börnum og barnabörnum Þuríðar Einarsdóttur og Jóns Oddssonar frá Bæjaskerjum. Þetta, sem hér hefur verið nefnt, er aðeins hluti af mörgum góðum gjöfum, sem borizt hafa á liðnum 75 árum, flestir þessara muna eru enn til, en nokkrir hafa þó orðið eyðingaröflum að bráð, því miður. Eins og áður er áminnst er ekki víst hvenær hljóðfæri kom fyrst í kirkjuna, en 1906 er komið annað nýtt, 1928 er aftur skipt um hljóðfæri, 1947 er enn fengið nýtt harmoníum og að lokum 1952 kom það hljóðfæri, sem nú er notað. Organistar við Hvalsneskirkju hafa verið í þessari röð, en því miður er mér 30 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.