Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 7
Eggert Kristinsson, Rúnar Júlíusson, Karl Hennannsson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson. Þeir gera garðinn frægan ,,. . . Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu a framtíðar vegi". Svo kvað þjóðskáldið Þorsteinn Erlings- son á sínurn tíma og þó mikið vatn sé til sjávar runnið og stórfelldar breytingar hafi átt sér stað síðan hann mælti þessi spaklegu orð, þá hafa þau ei að síður fram a vora daga verið notuð sem nokkurs konar mælisnúra á hugsjónir og lífsbjástur hinna eldri. Fáist æskan ekki nteð í leikinn, þykir sem málstaðnum sé vart viðbjarg- andi og beri dauðan í sér. Þó má svo aftur geta, að orð skáldsins eru hugsuð á þeim tímum, þegar æskufólk átti nreiri samleið með eldra fólkinu, bæði í leikjum og starfi. Nú eru þessi viðhorf mikið breytt, einkum allt, sem snert- tr íþrótta- og skemmtanalífið, þar fer nú æskan sínar eigin götur og veltur því á miklu hvernig til tekst um forust- una. Sé þar reglusemi í hávegum höfð, þarf engin að örvænta um unga fólkið, en sé bakkus dvrkaður og hafður með í ráðum, er sjálfur voðinn vís. Hafi menn svo í huga þá staðreynd, að æska hverrar þjóðar er fjör- egg hennar og framtíð, þá ætti líka að skiljast nauðsyn þess, að vernda hana og styrkja og veita henni þroska- vænlegt upireldi, svo þessi dýrmæti þjóðarauður nýtist og blessist. Urn þetta allt hefir að undanförnu verið mikið rættt og ritað, sýnist þar sitt hverjum og eru ýmsir svartsýnir á framtíðina. Benda þeir á óreglu unglinga, sem fari ört vaxandi og minna í því sambandi á Þjórsárdalsævintýrin í fyrra og fleira dapurlegt og neikyætt. Víst er margt at- Hippi, liippi, shakc, ye, ye, oli baby!!! — Það er þeirra eftirlætissöngur. hugavert við framferði æskumanna nú til dags, en hvenær hefir það ekki þannig verið? Sá munur, sem á kann að vera, er fyrst og fremst fólginn í því að þá hifði fólkið i dreifbýli en nú í þéttbýli. Þá börð- ust menn fyrir tilveru sín og sinna og áttu fáar frístundir, nú búa menn við allsnægtir og eiga rnikinn frítima. Vissulega er þetta mikill munur og í sjálfu sér ekki undar- legt þó hann færi sitthvað úr skorð- um. Æska Islands í dag er glæsi- leg og vel af guði gerði. Unga fólkið er þróttmikið og vinnufúst og það vill einnig afla sér inennt- unar og lífshamingju. En vegna hinnar stórstígu en gloppóttu þró- unar, er þjóðin nú öll á gelgju- skeiði. Vonandi kemst hún til manndóms og þroska án verulegra áfalla, en til þess þurfa allir þegn- arnir að leggja sig fram, hvar í sveit sem þeir búa og hver sem hugðar- efnin eru. Hinn ástsæli barnabókahöfund- ur, Sigurbjörn Sveinsson, segir í gullfallegu hvatningarljóði til ungra manna: „Hvaða starf sem guð þér gefur gerðu það að lífi og sál.“ Þannig ætti hver maður að hugsa til viðfangsefnanna, ganga til starfsins af lífi og sál, og það gera hinir ungu Keflvíkingar, sem mynda hljómsveitina Hljóma, enda hafa þeir að undanförnu gert garð- inn frægan með hinni nýstárlegu og þróttmiklu hljómlist sinni, sem um þessar mundir virðist alls ráð- andi í danssölum bæjanna. Fyrir- mynd þessarar keflvísku, sigur- sælu hljómsveitar mun vera hljóm- sveit fjögurra enskra pilta, sem nefna sig „The Beatles“ og frægir eru orðnir bæði í heimalandi sínu og Vesturheimi fyrir sérstæðan og sefjandi danslagaflutning. Kefl- víkingarnir eru einnig ungir menn, sem hafa tileinkað sér útlit, fram- komu og látbragð liinna ensku pilta. Hljómsveitina Hljóma skipa þessir: Eggert Kristinsson, sem er fyrirliði þeirra félaga og leikur á trommur, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson, sem allir leika á gítara og syngja með, þegar mikið liggur við, og sá fimmti í þessari merkilegu hljóm- sveit er Karl Hermannsson, sem er aðal söngvari liennar og kjarna- kraftur. Eins og vikið hefir verið að hér að framan, hafa þessir ungu menn á ótrúlega skömmum tíma náð svo góðurn árangri, að segja má að þeir séu að verða lands- kunnir fyrir list sína og svo vel eru þeir séðir meðal unga fólksins að þeir anna hvergi nærri eftirspurn. Meðfvlgjandi myndir af þeim félögum voru teknar nú fyrir skömmu, er þeir léku í háskóla- bíói í Reykjavík, ásamt fleiri hljómsveitum, við frábærar undir- tektir. En úr því farið er að segja frá þessum ungu mönnum og framtaki þeirra, þá er sannarlega ástæða til F A X I — 39

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.