Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 1

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 1
Helgi Óiafsson skókmeistari Islands Síðan keppninni um skákmeistaratitil íslands var breytt úr hinu gamla og úrelta einvígisfyrirkomulagi , það form sem nú ríkir, að sigurvegari í landsliðsflokki á „Skákþingi Islands“, sem haldið er ár hvert, hlýtur sæmdarheitið „Skákmeistari Islands“, hafa skákmenn utan Reykjavíkur meira ládð til sín taka en aður var, cnda er það orðin föst ven/a, að iðkendur skáklistar- innar á þessu landi þinga í páskavikunni, sem er mjög ákjósan- legur tími til slíkra hluta vegna hinna mörgu frídaga sem þá eru. Scrstaklega er þetta heppilegur tími fyrir þá, sem eiga um langan veg að sækja. Þótt „utanbæjarmenn“ hafi ekki sótt mörg gull í greipar hins harðsnúna skákliðs höfuðborgarinnar á umliðnum árum, hafa þeir oft barizt hraustlega í skákum sínum, ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir að sú hefð skapaðist að titillinn lenti ávallt innan borgarmarka Reykjavíkur. Skákfélag Keflavíkur hefur í seinni tíð ekki legið á liði sínu í þessari baráttu og sent fulltrúa sína í eldlínuna. Arið 1959— 60 var það Páll G. Jónsson og stóð hann sig með mikilli prýði bæði á.in. Árið 1962 ávann Helgi Ólafsson sér rétt til þátttöku í landsliðsflokki og hcfur keppt þar síðan, eða nánar til tekið þrisvar sinnum. I sinni fyrstu keppni í þessum flokki var frammistaða Helga heldur í lakara lagi, enda óharðnaður og reynsluminni en flestir keppinautar hans. Þrátt fyrir mótlætið í þessari eldskíin, lét Helgi engan bilbug á sér finna og sýndi mjög aukna getu, er hann spreytti sig á sama vettvangi einu ári seinna. En þótt svo að Helgi hafi á þessum tveimur skákþingum sýnt það, svo að ekki var um villzt, að hann var ört vaxandi í list sinni, voru þeir mjög fáir, sem reiknuðu með því, að hann gæti blandað sér í hóp þeirra, sem bcrjast myndu um Islands- meistaratitilinn í ár, því að meðal keppenda voru margir skák- menn, sem komizt höfðu hátt á frægðarhimin íslenzkrar skák- listar að undanförnu. Hér var því engu að tapa fyrir Helga, heldur allt að vinna. Það þóttu því allmikil tíðindi, er úrslit í landsliðsflokki voru ráðin, að sæmdarheitið „Skákmeistari Is- lands“ skyldi falla Helga Ólafssyni í skaut, cn hann hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Hann vann sjö skákir, gcrði tvö jafnteíli og tapaði tveim. Næstir honum að vinningafjölda voru þeir Björn Þorsteinsson og Trausd Björnsson mcð sjö og hálfan vinning hvor, Freysteinn Þorbergsson var með 7 vinninga. Eins og sjá má af vinningafjölda efsm manna, var keppnin mjög hörð og máttí lengi vel ekki á milli sjá, hver hreppa myndi hnossið. Helgi fór illa af stað, tapaði fyrir Hilmari Vigfússyni í fyrstu umferð, en fallið reyndist Helga fararheill, því hann vann næstu firnrn skákir og náði þá forystunni af Freysteini, sem hafði leitt keppnina um sinn. Semi dærni um hörkuna í þessu mód má nefna, að helmingur keppenda, eða sex talsins, áttu möguleika á sigri, þegar tvær umferðir voru eftir, en þá skiptust vinningar þannig, að tveir heltust úr lestínni, svo baráttan í lokaumferðinni stóð á milli þeirra Björns, sem var með 7‘/2 vinning og stóð bezt að vígi, og Helga, sem var með 7 vinninga, og Trausta og Jóns, sem báðir voru með 6V2 vinning. Loftið í Breiðfirðingabúð, en þar var mótið haldið, var líka hlaðið spenningi á 2. páskadag, þegar lokaumferðin hófst og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.