Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 9
Kcflavíkurvegur tilbúinn undir steypu á 10 km kafla. Lokið hefur nú verið við að undirbyggja rúmlega 10 km af Keflavíkurveginum nýja og hefur verið unnið látlaust að þessum fram- kvæmdum í allan vetur. Þá hefur einnig verið gerður samningur við verktaka um áframhaldandi undirbyggingu Keflavíkurvegarins. Sá kafli, sem nú hefur verið undirbyggður, nær úr Njarðvíkunum, yfir Vogastapa og nokkuð norður í Strandaheiðina. Liggur veg- urinn þar beint yfir hraunið, en þræðir ekki ströndina eins og gamli vegurinn gerir. Þessi 10 km kafli, sem lokið er við að und- irbyggja, er nú tilbúinn til þess að steypt verði ofan í hann, en steypuvinna er ekki hafin ennþá og telur vegamálastjóri það enn óákveðið hvenær hún hefst og eins það, hve mikið verði steypt í sumar. Er nú lokið við að undirbyggja 25 km langan kafla hins nýja Keflavíkurvegar og þar af er búið að steypa tæplega 15 km, frá Engidal og suður að Kúagerði. Þakkir færðar. Faxi er beðinn að flytja Keflvíkingum og Njarðvíkingum beztu þakkir fyrir hinar frá- bæru undirtektir, er þeir sýndu í sambandi við fjársöfnun þá, er fram fór til styrktar barnmörgu fjölskyldunum tveimur, sem misstu fyrirvinnu sína nú í vetur. Guð blessi þá hina mörgu, er þar réttu hjálparhönd. Jónína Guðjónsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir. Hermann Eiríksson, Björn Jónsson. Eldur laus í Keflavík. Laugardaginn 4. apríl, klukkan 15,30, var slökkviliðið í Keflavík kvatt að húsinu nr. 28 við Vallargötu í Keflavík. Þegar eldurinn varð laus voru íbúar hússins fjarverandi. — Er Útgerðarmenn! Japönsk þorskanet, garn 12, fyrirliggjandi Verzlun Margeirs Jónssonar Hafnargötu 55. Keflavík. Sími 1130. slökkviliðið kom á staðinn stóð eldurinn út um glugga á suðurenda hússins og voru þá báðar hæðir þess alelda, enda var hér um að ræða gamalt tvílyft timburhús. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn, en samt varð mikið tjón, bæði af eldi og vatni. Eigandi húss- ins, Sigurður Hannesson, missti þar allt sitt innbú og þar á meðal gott og verðmætt bóka- safn. Sama er að segja um fólkið, sem bjó á efri hæðinni, það varð einnig fyrir tilfinnan- legu tjóni, enda mun innbú á báðum hæðum hafa verið lágt vátryggt. Okunnugt er um eldsupptök. Loftleiðir. Eins og alþjóð er kunnugt, hafa Loftleiðir ákveðið að flytja flugumferð sína til Kefla- víkur vegna hinna stóru skrúfuþota, sem félagið hefur fest kaup á. Til hægðarauka fyrir þá farþega á Suður- nesjum, sem kynnu að vilja notafæra sér þessa breyttu aðstöðu, hefur félagið fengið sér umboðsmann í Keflavík, Krisistján Guð- laugsson, sem mun veita allar upplýsingar og selja farseðla á öllum flugleiðum félagsins. Er Kristján til viðtals alla virka daga á skrif- stofu sinni við Víkurbraut (Shell-afgreiðsl- an). Síminn er 1804. Vísna-póstur. Eftirfarandi vísur hafa blaðinu borizt frá Sigurði Magnússyni, og er sú fyrsta í beinu framhaldi af Þorravisu hans í síðasta Faxa: Þorri ljúfur leið á burt, lýði drjúgum gladdi. Góa, frúin, kom með kurt. Hvernig hún púi verður spurt. Nú þarf ekki lengur um það að spyrja, frúin reyndist sízt lakari en bóndinn. En þá fær Sigurður nýtt yrkisefni, sem er Einmán- uður: Tifar áfram tímans hjól, tíminn aldrei nemur staðar. Færir okkur fagra sól fyrsti dagur Einmánaðar. Sigurður kann vel við sig á elliheimilinu Hlévangi, en þar ræður húsum frú Sesselja Magnúsdóttir, sem er gamla fólkinu góð og nærgætin. Um það kveður Sigurður: Nú skal gjarnan nefna það: njótum gæða víst með réttu, Gista hér á góðum stað gömlu lömbin hennar Settu. í eftirfarandi vísu lýsir Sigurður veru sinni og starfsfólki á elliheimilinu: Ásgeir Ásgeirsson í forsefrakjöri Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, hefur nú tekið ákvörðun um að gefa kost á sér til forsetakjörs, sem fram á að fara 28. júní næstkomandi. Hann hefur nú verið forseti lýðveldisins þrjú kjörtímabil, eða í 12 ár, og ávallt sjálfkjörinn nema í fyrsta sinn. Hann gefur því kost á sér f embættið í fjórða sinn. Framboðsfrestur er útrunninn fimm vikum fyrir kjördag, eða 23. maí. Ekki hefur heyrzt að fleiri framboð séu í undirbúningi. Birtast störfin býsna smá, borða flest, sem mér er gefið. Lýðum skal það iíka tjá: ligg og sit og tek í nefið. Áður en Sigurður fluttist á elliheimilið í Keflavík, hafði hann um langan aldur búið í Garði og eignast þar marga og góða vini, enda er honum staðurinn kær og þar dvelur hugurinn löngum. Hins vegar sárnar gamla manninum, hve fáir af sveitungum hans úr Garði heimsækja hann á elliheimilið. Þakk- látum huga lætur hann þess getið, að Kven- félagið í Garði hafi sýnt sér vinarhug og höfðingsskap með peningagjöf nú fyrir jólin, sem hann segist vel kunna að meta, þó sér hefði komið betur að vináttan hefði komið fram í heimsóknum og hlýjum handtökum, því þess væri hann meira þurfandi en pen- ingagjafa. Hann vill sem sé taka sér í munn orð Gunnars á Hlíðarenda, er hann þakkaði fornvini sínum, Njáli, höfðinglegar gjafir: „Góðar þykja mér gjafir þínar, en meira er mér verð vinátta þín.“ — Og til að árétta þessi orð, sendir Sigurður Garðbúum eftir- farandi stöku: Letin þjáir lýð í Garði, líta fáir inn til mín. Kippa frá mér yndisarði. Artar þráin hjá þeim dvín. F A XI — 61

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.