Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 3
Ný bók eftir ungan Grindvíking: Leikföng leiðans eftir A Guðberg Bergsson Þessum línum er ekki ;eltað það hatíð- lega hlutverk að vera ritdómur eða gagn- rýni, heldur tilraun til að kynna í Faxa nýútkomna bók eftir ungt skáld af Suður- nesjum. Leikföng leiðans er þriðja bók Guðbergs Bergssonar, áður er komin út frá hans hendi ljóðabókin Endurtekin orð og Músin sem læðist, er hlaut mjög góða dóma. 1 Leikföngum leiðans eru átta þættir lauslega tengdir, en sögusviðið allt- af það sama „--þorpið, sem byggt var tætingslega við langa götu á lágum hæða- drögum upp frá höfninni í átt að háu en gróðurlausu fjalli.“ Þarna gerast ekki sjaldgæfir atburðir á heimsmælikvarða, heldur þessir atburðir, sem gerast dag hvern og eru hvergi tíðindi, nema í þorpi. Og athyglinni er ekki beint að ævisögum persónanna, upphafi þeirra og viðbrögðum á þessari stund og þó einkum samskiptum persónanna, hvernig þær eru í rauninni ekki í kallfæri hver við aðra, þó þær tal- ist við. Orðin eins og færa fólkið fjær hvert öðru í vonleysi sínu og einangrun og leiða. Höfundurinn notar mest samtöl til að lýsa þessu mannlífi, heilir þættir eru byggðir upp sem samtöl og eintöl, sem sér- kenna persónurnar betur en nokkur lýs- ingarorð. Listræn tök Guðbergs á þessari tækni vekja forvitni um, hvernig honum mundi takast við leikritun, enda minnir ýmislegt í þáttum hans á það sem nútíma leikritahöfundar eru að fást við. Víkjum svo lítillega að viðfangsefnum einstakra þátta bókarinnar (atriði kallar höfundur þá). Fyrsti þátturinn: Framboð, er unninn úr alþekktri sögu, sem sögð er á Suðurnesjum af vinsælasta stjórnmála- manni kjördæmisins og skýrir nokkuð vin- sældir hans. I öðrum þættinum: Nöldur, höfum við nöldur manns og konu um hversdaglega hluti, hænurnar og hundinn. Þau fjarlægjast hvort annað jafnt og ó- stöðvandi, svo að endirinn nálgast það óhugnanlega. I þættinum: Píslarvættis- missir er viðfangsefnið: „Hin árlega heim- sókn trúboðans---.“ Hann reynir að koma boðskap sínum til skila um leið og uppboðið fer fram í réttinni, en ósigur- inn er óumflýjanlegur. Vitjað nafns heitir næsti þáttur. Sviðið er bryggjan á sunnudegi í endaðan maí. Vefurinn í þessum þætti er e. t. v. listi- legast ofinn. Annars vegar tveir gamlir menn að koma úr róðri með fáeina fiska, hins vegar nokkrir strákar, sem hafa það Guðbergur Bergsson. fyrir stafni að reyna að veiða máf á öngul: „Gömlu mennirnir skiptu fiskinum jafnt á milli sín, mældu tvo og tvo saman, og lögðu þá sinnl í hvora hrúguna á bryggj- una. Annar þeirra kastaði sjóvettlingi milli hrúganna, meðan hinn sneri sér und- an, og spurði: Hvort viltu lófa eða laska? Laska, svaraði hinn dræmt. Svarið kafnaði í ógurlegum stríðsöskr- um strákanna. Djöfullinn situr fastur, djöfullinn situr fastur! hrópuðu þeir og þustu fram. Stóri máfurinn, sem sveimað hafði lengi umhverfis ætið eins og konungur hafsins, hafði að lokum stungið sér niður að lifr- inni og hrifsað hana til sín. Nú sleppur hann ekki, sögðu strákarnir. Hann ætlaði að fljúga burt mettur eftir feng sinn, en öngullinn í agninu sat fastur einhvers staðar inni í honum.“ Þriðja víddin í þessum þætti skapast af þátttöku nokkurra skipstjóra, sem standa hjá og gefa góð ráð, og fólks sem á leið hjá á sunnudagsgöngu eða sunnudags- akstri. Björt værð og logn er yfir öllu, þeg- ar frásögnin hefst, síðan byrjar hinn grái leikur, sem persónur sögunnar taka þátt í ýmist með orðum sínum eða þögn, hrað- inn og súgandinn ! frásögninni eykst, þar til komið er inn á svið þjóðsögunnar og goðsögunnar í lokin. Sterkasti og bezt gerði þáttur bókarinnar að mínum dómi. I þættinum: Leik þú á þinn gítar, sláðu hljóm af streng, er leidd saman íslenzk hundalógik og góðviljuð hálfmenntun, tengdafaðirinn með dropaglasið sitt og barnakennarinn. í „Kaffihlé“ höfum við kjaftaskinn, sem allt veit og skilur með hinni óbrigðulu mælistiku meðalmennsk- unnar. I „Kvöld hinztu sólar“ er sagt frá því, þegar íþróttakennari kemur í þorpið. Hann stingur sér í grandaleysi berstrípað- ur í sjóinn og syndir út í klett í höfninni. En álitamál er hvorir standa berstrípaðri frammi fyrir lesandanum, garpurinn á klettinum eða gónandi og pískrandi þorps- búar á bryggjusporðinum. Síðasti þáttur bókarinnar nefnist: Stimpl- að. Það er komin stimpilklukka á vinnu- staðinn. Hún stendur þarna spegilfögur, ný og gljáandi og tikk hennar jafnt, þétt og miskunnarlaust, eins og tákn kuldans og miskunnarleysisins í samskiptum vinnu- félaganna. 1 ömurleika og leiða mánudags- morgunsins tæta ungu mennirnir ! sig gamla manninn, sem neitar að stimpla sig inn. Einn stendur hann bugaður í lokin í eymd sinni og vanmætti gagnvart vinnu- félögum sínum, gagnvart forstjóranum. Þeir eru allir leikfang leiðans, grunntónar verksins hljóma sterkast síðast. Það eru ánægjuleg tíðindi að enn skuli komið skáld úr Grindavík og vonandi verða margir til að kynna sér list Guð- bergs. Sýn og næmi skáldanna er sterkari en okkar hinna, og þegar þeim tekst að búa reynslu sinni listrænan búning, skapa listaverk, geta þau hjálpað okkur til að skynja og jaínvel skilja betur eftir en áður. Hörður Bergmann. STEINHÚÐUN H.F. Jafnt íyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIEA húðun ó GÓLF og STIGA, ón samskeyta. mikið slitþol. einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA ó LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má finpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Sími 2 38 82 FAXI — 71

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.