Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1964, Blaðsíða 9
Barnastúkan Nýársstjarnan 60 ára Barnastúkan Nýársstjarnan nr. 34 í Keflavík minntist 60 ára afmælis síns tnanudaginn 20. apríl meS veglegu sam- kvæmi í Ungmcnnafélagshúsinu í Kefla- vik. Sakir fjölmennis varð að tvískipta þessum afmælisfagnaði, en stúkan telur nú mnan sinna vébanda um 600 ungmenni. Var fyrri skemmtunin kl. 4 um daginn fyrir yngri börnin, eins og tíðkast á al- tnennum fundum stúkunnar, en seinni skemmtunin, fyrir eldri börnin og gesti, var kl. 8,30 um kvöldið. I afmælishófinu rakti Guðlaug I. Guð- jonsdóttir kennari sögu stúkunnar í stór- um dráttum, en þær Framnessystur, Guð- laug og Jónína, hafa verið gæzlumenn frá 1919 og áttu því 45 ára starfsafmæli nú um s. 1. áramót, Þegar systurnar tóku við stúk- Unni hafði starfsemi hennar legið niðri um hríð, en á þessum 45 árum hefir hún starf- að óslitið og við sívaxandi vinsældir, sem vafalaust má þakka farsælli stjórn þessara agætu systra, sem varið hafa tíma sínum og kröftum í þágu þessa góða málefnis, til heilla fy rir hinn sístækkandi barnahóp Keflavíkur, sem segja má að streymi inn i stúkuna þeirra, þiggur þar sína fyrstu fræðslu um bindindi, sækir þangað leið- beiningar, livatningu og hollráð, sem mun reynast þeim þroskavænlegt vegarnesti út i lifið. Og allt hefir þetta verið gert án endurgjalds, utan þess að finna sig vera að hjálpa hinum unga mannlífsgróðri til þroska og hamingju. Stú'kan Nýársstjarnan var stofnuð á ný- ársdag 1904 af Jóni Arnasyni stórgæzlu- manni, með 14 meðlimum. Fyrstu gæzlu- menn stúkunnar voru: Einar Einarsson, járnsmiður, og Jón Jónsson, trésmiður. — Einar var gæzlumaður hennar um 6 ára skeið, en þá tók við Sólmundur Einarsson, kennari, næstu 2 árin, þar til við því starfi tóku þær Jóna Sigurjónsdóttir, kennari, og Ingibjörg Jónsdóttir, sem lengi bjó hér á Melgötu 6 í Keflavík. Eins og að framan er frá sagt, féll starfsemi stúkunnar niður um nokkurt árabil, en var hafin til starfs á ný á Skírdag 1919, fyrir tilhlutun st. Keflavík, sem þá var hér starfandi og varð „verndarstúka" Nýársstjörnunnar meðan hennar naut við, en eftir að st. Keflavík Iagðist niður, hefir Nýársstjarnan starfað sjálfstætt. En eins og fyrr er frá sa^t, hafa gæzlu- menn stúkunnar verið óslitið frá þvi hún var endurvakin 1919, þær Framnessystur, Guðlaug og Jónína Guðjónsdætur. 1 þessu fjölmenna afmælishófi Nýárs- stjörnunnar, sem mun vera fjölmennasta barnastúka landsins, var að vonum margt til fróðlciks og skemmtunar, og þar var einnig margt góðra gesta, bæði heima- manna og aðkominna. Næstur á eftir gæzlumanni stúkunnar, Guðlaugu 1. Guðjónsdóttur, tók til máls stórgæzlumaður unglingastarfs, Sigurður Gunnarsson, kennari, er ræddi við börnin Dóttir skýjakonungsins Sitjandi frá vinstri: Einar Stefánsson, Arnheiður Guðnad., Magnús Kjartansson, Sigurbjörg Alfreðsd., Eiríkur Hermannsson, og Þorsteinn Olafsson. Standandi frá vinstri: María Haraldsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Guðrún Lúðvíksdóttir, Sigurður Ragnarsson, Erna Björnsdóttir og Gerður Olafsdóttir. um reglulífið og þýðingu þess fyrir land og lýð og flutti stúkunni árnaðaróskir Stór- stúku íslands og þakkir fyrir heilladrjúgt starf á liðnum 60 árum. Einnig tóku til máls við þetta tækifæri og fluttu stúkunni heillaóskir, þeir Guðni Magnússon, um- boðsmaður st. Víkur í Keflavík, sóknar- presturinn sr. Björn Jónsson, og Sveinn Jónsson bæjarstjóri Keflavíkur, er færði stúkunni peningagjöf frá bæjarstjórninni. Þá var sýnt leikritið „Dóttir skýjakon- ungsins" eftir Ragnheiði Jónsdóttur, við al- menna hrifningu, að lokum var svo dans stiginn af miklu fjöri, en „Hljómar" léku fyrir dansi af sínum alkunna dugnaði. Að leiksýningunni lokinni fengu börnin góðgerðir, en þá hóf hljómsveitin að leika fyrir dansinum og ungmennin þustu út á dansgólfið, þar sem þau tvistuðu af öllum lífs og sálarkröftum á meðan gestirnir þágu höfðinglegar góðgerðir og nutu þeirra meðan danslagið dunaði og svall. Að lokum færi ég Framnessystrum og Nýársstjörnunni innilegar hamingjuóskir í tilefni af báðum þessum merkisafmælum. Megi Kefavík og keflvísk æska enn um langt skeið fá notið góðra hæfileika þeirra og mikilla mannkosta. H. Th. B. Enibættismcnn í eldri stúkunni. Embættismenn í yngri stúkunni. FAXI — 77

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.