Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 4
Skyggnzt í Ijóðasyrpu Magnúsar í Höskuldarkoti Núna á dögunum hitti ég að máli Magnús Olafsson í Höskuldarkoti. Oþarft er að kynna Magnús fyrir eldri Suður- nesjamönnum, svo gildur athafnamaður hefur hann verið á sínum manndóms- og þroskaárum. Hann hefur verið formaður bæði á opnum bátum og vélskipum og verið útgerðarmaður um langt árabil og haft þá jöfnum höndum mikla fiskverkun. Magnús var harðduglegur sjómaður, far- sæll og heppinn skipstjóri, hygginn og vel látinn af þeim, sem hjá honum unnu. Þetta verður nú iátið nægja til fróð- leiks fyrir yngri lesendur Faxa og aðra aðflutta, enda var ekki sá tilgangurinn með línum þessum, að rita ævisögu Magn- úsar, heldur sá, að vekja athygli á öðrum þætti í fari hans, sem sé lipurri og fljúg- andi hagmælsku, sem hann á í ríkum mæli og sem hann reyndar fyrr á árum var kunnur fyrir. En þá orti Magnús ýmis- legt gamansamt, einkum til upplestrar á skemmtifundum í stúkunni. Hefur samt af þessu lifað á vörum fólks hér suður frá fram á þennan dag, sem oft er einkenni á því, sem vel er ort. Þessu til sönnunar leyfi ég mér að birta hér tvö erindi úr all- löngum brag, sem þannig er til kominn og sem ég hef heyrt marga fara með: I Hólmfastskoti ég hoppa inn, ef hríð að dregur. Kátur heilsar mér klæðskerinn, kompánlegur. Þar er Magnús með góðri greind, gæddur elju. Hann á konu og hún er reynd. Hann á belju. A Litla Vatnsnesi bóndi býr, sem Bjarni heitir. Frækinn oft sínu fleyi snýr í fiskileitir. Allt vel þrifið og þokkalegt þar er inni. Þar er brúsi og þar er trekt. Þar er Finni. Eftir þennan inngang ætti engan að furða þó ég nú á dögunum legði leið mína heim til Magnúsar, sem nú er kominn á efri ár, varð 78 ára 6. marz s. 1., og spyrð- ist fyrir um áhugamál hans og ný yrkis- Magnús Ólafsson. efni. Mín ályktun var sú, að þar sem þessi aldni sjógarpur hefur nú dregið veiðar- færi úr sjó, a. m. k í bili, mætti ætla að hin forna árátta hans til ljóðagerðar hefði vaknað á ný, þegar næðisstundirnar urðu fleiri. Þetta reyndist rétt, enda þótt Magn- ús vilji Mtið gera úr hagmælsku sinni, þá var hann þó svo elskulegur að lofa mér að birta hér nokkur nýjustu kvæðin, sem að mínu viti eru fullkomlega samkeppnisfær við það andans fóður í ljóðagerð, sem cr á boðstólum í dag. Um vertíðarlokin kveður Magnús: Vorið heiisar, vetur kveður, vertíð bráðum ljúka fer. Birta vorsins börnin gleður, blessað sumar nálægt er. Þessi góði gæða vetur gefur arð í þjóðarbú. Síld og þorskur sjaldan betur synt á miðin eins og nú. Okkar góða, gamla landið, gjöfult er á margan hátt. Ungu sveinar saman standið, sækið fram í rétta átt. Sauradraugurinn. Það virðist nú margt og mikið að gera hjá myrkranna höfuðpaurum. I ofvæni ýmsir hlusta og hlera, hvað er að gerast á Saurum? í stofunni litlu er styrjöld háð, sem starfi þar fjöldi drauga. Og út um gólfið er öllum stráð innanstokksmunum í hauga. Fréttamenn ýmsir fóru af stað. Fyrstur varð Stefán í bæinn. En draugarnir hurfu, ja þeir um það. Þarna er svo stutt í sæinn. Því sjódraugar eru það efalaust, sem arka um Saurabæinn. En uppþotið, sem að af því hlauzt í útvarpið kom um daginn. Hvort andar þar finnist fleiri en einn, eða fullkominn draugavaður. En norður er kominn sér Sveinn sálarrannsóknarmaður. Skýring á þessu mun birtast brátt, blöðin oss fréttum skili. Botninn ég slæ í þennan þátt, þetta er nóg í bili. Hvar eru þeir, sem borðum sundur sviptu á Saurabæ og fleiri munum þar? Lára og Sveinn og Hafsteinn hvergi lyftu hulunni frá um dótið sem þar var. Máske vill Stefán okkur eitthvað segja, því afturgöngur birtast sí og æ. Og víst, ef svona draugar deyja, er dagamun sér gerðu í Saurabæ. Svartsýnn. Svartsýni maðurinn er um allt, ég aldrei hann skilið fæ. Þó heitt sé úti er honum kalt og heldur sig inni í bæ. Hvergi hann eygir bjarta brún, bara hin svörtu ský. Honum finnst allt sér rista rún, hann rétti ekki við á ný. Alveg sama hver er við stjórn, allt er að fara á slig. Hann er alltaf að færa fórn fyrir aðra en sig. Bjartsýnn. Að vera bjartsýnn er bezta gjöf, hin bezta í Hfi manns. Þó allt þar hangi á næmri nöf um nýtingu verka hans. Alltaf hann finnur úrræði góð, allt fært á betri veg. S4 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.