Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 9
Yzti hluti Vogastapa. anum er hóll lítill, sem Grímshóll nefnist. Kemur hann allmikið við þjóðsögur. Segir í Þjóðsögum Jóns Arnasonar, að þar hafi ungur vermaður, Grímur að nafni, komið að bæ huldumanns, sem bauð honum að róa með sér á vetrarvertíð. Lét Grímur til leiðast. Réru þeir jafnan tveir á báti og öfluðu vel, höfðu um lokin fengið 10 hundruð til hlutar. Réri Grímur þarna margar vertíðir og líkaði vel vistin. Tókust ástir með Grími og dóttur bónda, svo að hann sótti að lokum reitur sínar, hélt með þær sem leið liggur suður á Vogastapa og sást ekki í mannabyggð upp frá því. Er talið, að bær hludumannsins sé hóllinn efst á Stapanum, sem upp frá þessu nefndist Grímshóll. Mjög hefur þótt villugjarnt og slysahætt á Vogastapa í myrkri og vondum veðrum. Villugjarnast var þó talið hjá Grimshól, og höfðu menn fyrir satt að hólbúar villtu um fyrir mönnum. Er þess oft getið í annálum og öðrum frásögnum, einkum frá 19. öld, að menn yrðu úti á Vogastapa eða hröp- uðu þar fram af björgunum. Þótti þar löngum mjög reimt. Hafa sögur um reirn- leika á þessum stað verið að myndast allt fram á þennan dag, eftir að bifreiðar urðu algengust farartæki. Hafa nokkrar þeirra sagna þegar verið skráðar, en einhverjar munu óskráðar enn. Framh. Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var ltaldinn í Aðalveri í Keflavík, sunnudag- inn 31. maí. Auk stjórnar, deildarstjórna og endur- skoðenda, voru mættir á fundinum 41 fulltrúi frá öllum deildum félagsins. Formaður félagsstjórnar, Hallgrímur Th. Björnsson, setti fundinn og bauð full- trúa og aðra viðstadda velkomna. Hann minntist nylátins stjórnarmanns, Kristins Jónssonar, sem andaðist föstudaginn 29. niaí í sjúkrahúsi Keflavíkur eftir stutta en erfiða legu. — Hafði Kristinn ætíð verið mikill og góður samvinnumaður og löng- um átt sæti í stjórnum kaupfélagsins. Að loknu máli formanns, risu fundarmenn ur sætum í virðingarskyni við hinn látna sæmdarmann. Fundarstjórar voru kjörnir Guðni Magn- usson og Karl Steinar Guðnason og fund- arritarar Svavar Arnason og Gunnar Arna- son. Þá flutti formaður skýrslu félagsstjórnar og kaupfélagsstjóri Gunnar Sveinsson las og skýrði reikninga félagsins. Heildarvelta kaupfélagsins og dótturfélags þess, — Hraðfrystihúss Keflavíkur h.f., var kr. 98.078.474,93, þar af var sala aðkeyptra vara kr. 69.302.708,04 og hafði aukizt um 21% frá árinu áður. Mögulegt var að af- skrifa eignir félagsins eins og lög leyfa og greiða upp töp fyrri ára með kr. 891.983,00. Þá flutti framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins, Benedikt Jónsson, skýrslu um hag og rekstur hraðfrystihússins. Heildarvelta var kr. 24.378.571,00. Nettóhagnaður var kr. 217.513,00, eftir að löglegar afskriftir höfðu verið gerðar. Fyrirtækið á nú 2 báta, Bergvík og Hamravík, sem kom til lands- ins á árinu. Ur stjórn kaupfélagsins átti að þessu sinni að ganga Ragnar Guðleifsson, en í lians stað var kosinn Sigfús Kristinsson. Fyrsti varamaður, Sæmundur G. Sveins- son, tekur sæti Kristins heitins Jónssonar í aðalstjórn félagsins og 1. varamaður kjör- inn Kristinn Björnsson og 3. varamaður Helgi Helgason. Þórarinn Ólafsson er 2. varamaður. Endurskoðandi, Jón Tómas- son, var endurkjörinn og einnig varaend- urskoðandi, Asgeir Einarsson. í fundarhléi þáðu fulltrúar veitingar í boði kaupfélagsins. WMjmmmmmmmmmmiím I 5TEINHUDUN H.F. I I Jafnt fyrir híbýli sem I vinnustaði: ULBRIKA I húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og | og litmynztrað. ULBRIKA H á LOFT og VEGGI. I Vamar sprungum, spara H má fínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Sími 2 38 82 F A XI — 89

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.