Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 17

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 17
Ur búskapnum í verið Svo langt sem sögur herma hafa aðal- atvinnuvegir landsmanna verið landbún- aður og sjávarútvegur. Hafa báðar þessar starfsgreinar þurft að nota í sína þjónustu hverja vinnufæra hönd landsins barna. En svo giftusamlega hefir til tekizt, að þessar atvinnugreinar hafa að mestu veriÖ þannig árstíðabundnar, að sveitirnar t. d. hafa hæglega getað séð af vinnukrafti á vetr- Um, enda fóru þá sveitamenn löngum og hvaðanæva af landinu til verstöðvanna við sjóinn og stunduðu þar róðra og önnur vertíðarstörf, en hurfu svo heim aftur með vorinu til að sinna þar sínum skyldustörf- Um. En þegar svo háannatími sveitanna hófst, komu starfsbræðurnir frá verstöðv- unum, gerðust kaupamenn í sveitinni og samstarfið hélt áfram landi og lýð til bless- unar. Þannig skapaðist oft löng og heilla- drjúg kynni milli einstaklinga og lands- hluta, menn lærðu að meta atvinnuvegi landsins og efldu með sér gagnkvæma hjálpsemi og greiðvikni. Og þótt segja megi, að þessi vinnuhagræðing hafi nokk- uð breyzt og víða lagzt niður á seinni ár- um, þá er hún þó enn á ýmsum stöðum í góðu gildi. Til dæmis heimsótti mig nú rétt fyrir vertiðarlokin góðkunningi minn norðan úr Skagafirði, Sigurður Stefáns- son, bóndi á Brúnastöðum í Lýtingsstaða- hreppi, sem verið hefir tvo undanfarna vet- ur við vertíðarstörf hjá útgerðarfyrirtæki Guðfinnssona hér í Keflavík. Þar sem Sigurður er Norðlendingur og langt að kominn, datt mér í hug að frétta, hvernig hann yndi hag sínum hérna á möl- inni og fræðast af honum um menn og málefni, því þessi vörpulegi Skagfirðingur er greindur vel og athugull og kann á mörgum hlutum góð skil. Sigurður lét vel yfir veru sinni hér, sem hann kvað m. a. vera góða tilbreytingu frá bústörfunum heima, auk þess sem hún væri brýn nauðsyn til að drýgja tekjurnar svo endarnir nái saman í sveitabúskapn- um. Þetta rabb okkar Sigurðar snerist nú fljótlega frá umræðunum um bazlið og brauðstritið, að skáldskap fornum og nýj- utn, en á þeim vettvangi er Sigurður fjöl- vís og margfróður og kann kynstrin öll af Ijóðum og lausavísum og er ósínkur á þá þjóðlegu gæðavöru. Hafði ég mikið gaman af ýmsu er Sigurður fór með af þessu tagi, °g datt í hug, að eins kynni að vera um Sigurður Stefánsson. lesendur Faxa, svo ég hripaði sumt af því niður og birti það hér, mönnum til fróð- leiks og skemmtunar. Gef ég nú Sigurði orðið: Skagfirðingar eiga marga góða hagyrð- inga og má þar í fremstu röð nefna Olínu Jónasdóttur, er síðari hluta ævi sinnar bjó á Sauðárkróki. Eitt sinn mætti hún Isleifi Gíslasyni á götu, en hann var einnig bráð- snjall 'hagyrðingur. Er þau mættust segir Isleifur: Aldrei fann ég ættarmót með eyrarrós og hrafni. Olína svarar samstundis: Allt er þó af einni rót í alheims gripasafni. Olína hafði búið í sveit, en flutti þá úr torfbæ í steinhús á Sauðárkróki, sem á ýmsan hátt hafa verið mikil viðbrigði. — Um þetta segir hún: Ég í steini bundin bý, bás á meinaþröngum. En geisla hreina á þó í andans leynigöngum. Síðustu árin bjó Ólina ein og vantaði þá einhverju sinni að fá setta rúðu í glugga. Erfiðleikunum lýsir hún þannig: Mér finnst eitt og annað bresta á það sem ég frekast kaus. En eitthvað með því allra versta er að vera karlmannslaus. Olína átti lengi við vanheilsu að stríða, berklana, og gætir þess víða í vísum henn- ar: Verð ég ung, er vísnamál vel á tungu flæða. Finn ég þunga þó í sál, þegar lungun blæða. Hugans þræði hljóð ég rek, hér er næði og friður. Meðan úr æðum allt mitt þrek er að blæða niður. Faðir Auðuns Braga, sem hvað mestrar lukku naut núna á dögunum í útvarps- þætti Sveins Asgeirssonar, var hinn lands- kunni og bráðsnjalli hagyrðingur, Sveinn Elivoga. Hann bjó lengstaf við lítil og rýr efni, eins og fleiri íselnzkir bragsnillingar fyrr og síðar. Ber kveðskapur Sveins þess víða ljós merki: Reisti bú og réð sér hjú, rokknum snúið var til þrautar. Olétt frú og arðlaust bú urðu hans trúu förunautar. Yfir hliðarhalla og snjá hægt vill miða sveittum. Heim ég riða öllu á axlarliðum þreyttum. Ergist lund við erfiðið, einn ég dunda á teigi. Enginn hundur ljær mér lið litla stund úr degi. Fjandleg gerizt fátæktin, fúi er í pallinn. Vantar gler í gluggann minn, gustur fer um kallinn. Tilefni eftirfarandi kveðskapar er, að Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Krist- ján frá Djúpalæk, dvöldust í sumar sinn á hvorum bæ í Hörgárdal, hvar þeir höfðu ungir konur fengið, en Páll tók „veirusótt“ slæma og lá þungt haldinn. Meðan þeir Páll og Kristján dvöldust í dalnum í sum- ar fóru m. a. eftirfarandi vísur á milli þeirra: Kristján: Boðast ég til jarðarfarar, jafnast nokkuð verkurinn? Hversu margir millibarar mældist loftþrýstingurinn ? Páll: Nötra ég sem nástrá niður í fremstu blátá. Grenjar veiran gráblá (gríðarljót í smásjá) voðalega váspá .... Veit mér drottinn ásjá. F A X I — 97

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.