Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 21

Faxi - 01.06.1964, Blaðsíða 21
Skólaslit á Suðurnesjum Gagnfrœðaskólinn í Keflavík Gagnfræðaskólanum í Keflavík var slitið sunnudaginn 31. maí. Meðal viðstaddra voru fyrstu gagnfræðingarnir, sem útskrifuðust úr skólanum fyrir 10 árum. Séra Björn Jónsson las upp ritningargrein og flutti bæn. Skólastjórinn, Rögnvaldur Sæ- mundsson, flutti þvi næst ræðu. Rifjaði hann upp ýmislegt úr sögu skólans undangengin 10 ár. Meðal annars minntist hann á, að frá skólanum hefðu útskrifast alls 255 gagnfræð- ingar að meðtöldum þeim, sem brautskráðust nú í vor. Taldi hann, að námsefni væri of takmarkað og skólastarfið fábreyttara en það þyrfti að vera. Aðalorsökin lægi fyrst og fremst í því, hve skólanum væri þröngur stakkur skorinn með húsnæði, þrátt fyrir ný- byggingu þá, sem skólinn væri nú í. Nem- endafjöldinn yxi hraðar en svo, að fram- kvæmdir við byggingu skólans mættu stöðv- ast. Sérstaklega minntist hann á, að þörfin fyrir verklega kennslu væri svo knýjandi, að ekki mætti dragast lengur að fullkomin verk- námsdeiid starfaði við skólann, en húsnæði það, sem skólinn hefði yfir að ráða nú, væri ófullnægjandi til þess. Ræddi hann þá ný- breytni, sem skólinn hafði tekið upp í vetur, að senda heim umsagnir um nám, hegðun og stundvísi nemenda. Taldi hann það hafa gef- izt vel að flestra dómi. Að lokinni afhendingu prófskírteina óskaði harm hinum nýútskrifuðu gagnfræðingum allra heilla og hvatti þá til dáða og drengskapar og þakkaði þeim, öðrum nemendum skólans og kennurum fyrir vet- urinn. I skólanum voru skráðir 313 nemendur, 199 í skyldunámi og 114 í 3. og 4. bekk. — Undir próf gengu alls 294 nemendur og 3 utanskóla. Unglingapróf tóku 79 nemendur, en 76 stóð- ust prófið. Landspróf miðskóla þreyttu 20 nemendur og náðu 14 framhaldseinkunn, en allir stóðust miðskólapróf. 44 nmendur gengu undir gagnfræðapróf, en 41 stóðust prófið. Fastir kennarar og stundakennarar voru alls 17. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Þórdís Krist- jánsdóttir, 8.82. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Guðný Guðbjörnsdóttir, 9.17, og var það hæsta eink- Unn skólans.. Hæstu einkunn í 3. bekk hlaut Guðbjörg Zakaríasdóttir, 8.28, og var hún í landprófs- deild. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Guð- rún Einardóttir, 8.61. Þessir nemendur fengu verðlaun kennara- íélagsins: Guðný Guðbjörnsdóttir, fyrir hæstu eink. a unglingaprófi. Lárus Sævar Halldórsson, fyrir félagsstörf. Einar O. Arnbjörnsson, fyrir vel unnið hringjarastarf. Verðlaun I eðlisfræði, frá Óskari Jónssyni ^ennara, hlaut Sigþór B. Karlsson. Verðlaun séra Björns, í kristnum fræðum í 1. bekk, hlaut Þórður G. Valdemarsson. Verðlaun Skrifstofu- og verzlunarfél. Suð- urnesja, fyrir hæstu einkunn á gagnfræða- prófi í stærðfræði, bókhaldi og vélritun, 'hlaut Ragnheiður Hjálmarsdóttir. Voru þetta allt bókaverðlaun. Hinnir nýútskrifuðu gagnfræðingar gáfu skólanum að skilnaði skáldverk Gunnars Gunnarssonar. Hafði Lárus Sævar orð fyrir þeim. Bekkjarfélaga sínum, Benjamin G. Sharpe, sem er skiptinemandi á vegum þjóð- kirkjunnar, gáfu þeir gestabók með útskorn- um spjöldum. Einnig færði sóknarpresturinn í Keflavík Benjamin Passíusálma Hallgríms Péturssonar að gjöf frá kirkjunni í Keflavík, til minningar um dvöl hans hér. Að lokum færðu 10 ára gagnfræðingar skól- anum að gjöf vandaða skuggamyndavél. — Hreinn Óskarsson hafði orð fyrir þeim. — Minntist hann dvalar þeirra í skólanum og sagði, að samband þeirra við skólann hefði að vísu verið lítið á s. 1. 10 árum, en það vaknaði þó alltaf hlýja í huga sér, er hann minntist skólans. Kvaðst hann vonast til, að samband skólans við eldri nemendur rofnaði ekki, og hvatti hann skólann til að hafa meira samband við eldri nemendur en verið hefði, m. a. með því að gefa þeim kost á að gerast áskrifendur að skólablaðinu og jafnvel fá þá til að skrifa grein í það við og við. Skólastjóri þakkaði gjöfina og þann hug, sem henni fylgdi. Eftir skólaslit bauð skólastjóri kennurum og 10 ára gagnfræðingum heim til kaffi- drykkju. R. S. Barnaskólinn í Keflavík Barnaskólanum í Keflavík var slitið laugar- daginn 30. maí í íþróttasal skólans. I skólan- um voru 727 börn í 28 deildum. Fastir kenn- arar voru 18 auk skólastjóra. Er þetta í fyrsta sinn hér í Keflavlk, sem eldri deildum er kennt út maímánuð eins og yngri deildum. 116 börn luku barnaprófi og 4 börn burtfarar- prófi, alls 120 börn. Til innritunar komu 151 barn sjö ára, sem verða í 1. bekk á næsta skólaári. Koma þau í skólann daglega síðustu viku í maí. Má gera ráð fyrir, að á næsta skólaári verði um 30 börnum fleira en nú. Fer að verða örðugt að koma kennslunni fyrir í því húsnæði, sem skólinn hefir yfir að ráða, þótt kennt sé í báðum skólahúsunum, eins og gert hefir verið undanfarna tvo vetur, en þar eru alls 14 almennar kennslustofur. Þarf að þrísetja í sumar stofur þegar á næsta ári. Er því orðin brýn nauðsyn að byggja við skól- ann sem fyrst. Árshátíð skólans var haldin í Samkomuhúsi Njarðvíkur hinn 26. maí. Léku börnin leik- ritið „Umskiptingar," en inn í leikritið var bætt þjóðdönsum, söng og fimleikasýningu. Þótti skemmtun þessi takast vel. Börn úr 6. bekkjum fóru með kennurum sínum austur í Þjórsárdal í tveim hópum, fyrri hópurinn fór 28. maí en hinn 29. Veður var ágætt báða dagana og tókust ferðir þessar í alla staði vel. Við skólaslit veitti Rotryklúbbur Kelfavík- ur verðlaun þeim börnum, sem hæstar höfðu aðaleinkunnir á vorprófinu. — Einnig veitti Kristinn Reyr, eigandi Bókabúðar Keflavíkur, ein verðlaun fyrir hæstu aðaleinkunn í skól- anum. Þau hlaut að þessu sinni Sigurður Ragnarsson í 6. K. Þá veitti séra Björn Jóns- son ein verðlaun fyrir beztu ritgerðina á barnaprófi. Hlaut þau Þorsteinn Olafsson í 6. K. — Aðrir nemendur, sem verðlaun hlutu voru þessir: Ingi Valur Jóhannsson í 6. K, Arnbjörn H. Arnbjörnsson og Guðrún S. Rós- antsdóttir í 5. R, Bergþóra K. Ketilsdóttir og Hildur J. Agnarsdóttir í 4. H, Gísli Torfason í 3. N, Brynja Kristjánsdóttir í 3. G, Steinunn Karlsdóttir og Margrét Pálsdóttir í 2. A, og Vigdís Karlsdóttir, Laufey B. Waage og Sig- ríður Sigurðardóttir í 1. J. H. E. Frá Barnaskóla Njarðvíkur: Barna- og unglingaskóla Njarðvíkur var slitið 29. maí s. 1. Skólinn starfaði í 12 deild- um og voru nemendur samtals 280, þar af 45 í unglingadeild. 19 nemendur gengu undir unglingapróf. 17 luku prófi, en tveir náðu ekki tilskilinni eink- unn. — 43 nemendur luku barnaprófi og 190 ársprófi. Sú breyting varð á starfsliði skólans, að þrír kennarar hættu störfum, og í þeirra stað komu sem nýir kennarar þau Helga Dís Sæmundsdóttir, Drifa Sigurbjarnardóttir og Gissur Helgason. Fastir kennarar voru átta og stundakennarar fjórir. Eftirtaldir nemendur fengu hæstu einkunn- ir í sínum deildum: 2. bekkur unglingadeildar: 1. Stella Gróa Óskarsdóttir .......... 8.78 2. Þórður Andrésson .................. 7.75 3. Lone Harpsöe ...................... 7.74 1. bekkur unglingadeildar: 1. Steinunn H. Jónsdóttir ............ 9.40 2. Gunnar Sverrisson.................. 7.70 3. Valgarður Óskarsson ............... 7.50 6. bekkur O: 1. Elísabet Karlsdóttir .............. 9.35 2. Hjördís M. Bjarnason .............. 9.35 3. Ólafur Ingólfsson ............... 9.03 6. bekkur S: 1. Áslaug Húnbogadóttir .............. 7.25 2. Guðjón Eyjólfsson ................. 6.81 3. Einar Guðmundsson ................. 6.77 5. bekkur: 1. Ellen Mooney ...................... 8.89 2. Hallgrímur Guðjónsson ............. 8.34 3. Birgir Ingólfsson ................. 7.94 4. bekkur E: 1. Kristrún Bragadóttir............... 8.45 2. Hulda Karen Daníelsdóttir.......... 8.25 3. Jenný Lárusdóttir ................. 8.14 4. bekkur H: ]. Ríkarður Jónsson .................. 6.36 2. Ásgeir Magnússon .................. 5.61 3. Pétur Guðlaugsson.................. 5.02 4. Smári Nielsen ..................... 5.02 F A XI — 101

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.