Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.09.1964, Qupperneq 1

Faxi - 01.09.1964, Qupperneq 1
Sept.-blað 7 XXIV. ÁR 1964 Tveir erlendir biskupar predika á Suðurnesjum t>r. Rajah B. Manikam biskup og sóknarpresturinn sr. Björn Jónsson í Njarðvíkurkirkju, Dagana 30. ágúst til 5. sept. gerðist sá einstæði og stórmerkilegi atburður, að í Reykjavík var haldinn aðalfundur stjórnar- nefndar Lútherska Heimssambandsins. Stjórnarnefndin er kosin á þingi Heims- sambandsins, sem baldið er sjötta hvert ár, — nú síðast í Helsingfors sumarið 1963, — og kemur hún árlega saman til þess að ganga frá málum, sem ekki reynd- ist mögulegt að leiða til lykta á sjálfu þinginu, — svo og til að ræða öll þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni í hinni lúthersku kirkju. Fulltrúarnir, sem hingað komu, voru 19 að tölu, en alls sátu þingið um 50 kirkju- leiðtogar frá öllum álfum heims. Sunnudagana tvo, sem þeir dvöldu hér, 30. ágúst og 6. september, prédikuðu þeir í flestum kirkjum höfuðborgarinnar og nágrennis. Hér í Keflavík prédikaði dr. Heinrich Meyer, biskup frá Lúbeck í Þýzkalandi 30. ágúst. Hann fór ungur sem kristni- boði til Indlands og dvaldi þar í 21 ár. Eftir það var hann um nokkurt skeið prófessor í kristniboðsfræðum við háskól- ann í Hamborg, unz hann vígðist biskups- vígslu. Meyer biskup lagði út af orðunum í 1. Þess. 1, 2—10, og ræddi aðallega um þá miklu þakkarskuld, sem við mennirnir stöndum í við Guð, fyrir þann mikla, óverðskuldaða kærleika, sem hann auð- sýnir okkur í smáu og stóru. Marga góða vini meðal manna er okkur ljúft og skylt að þakka Guði fyrir, en þegar dýpra er skoðað, þá hlýtur þó fyrsta og síðasta þökkin að vera helguð honum, sem hing- að kom til að frelsa okkur, synduga menn. „Guði sé lof fyrir fagnaðarerindið um Jesúm, — sannan Guð og sannan mann — og okkar elskaða Frelsara,“ sagði Mey- er biskup að lokum. 1 messulok ávarpaði sóknarprestur biskupinn og þakkaði hon- um fyrir komuna. Frh' á bls- 118-

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.