Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 2

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 2
Marta ValgerSur Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Ytri-Njarðvík var góðan spöl í suðaustur frá Þórukoti, hún var höfuðbólið og bar hverfið allt nafn af þeirri jörð, sem var einu nafni kallað Ytri-Njarðvíkur. I Ytri- Njarðvík bjuggu gildir bændur og fyrir- menn. Arið 1703 hét bóndinn þar Gísli Olafsson, þá 47 ára gamall. Hann var lög- réttumaður, sonur Olafs prests Á Hvals- nesi Gíslasonar prests á Stað í Grindavík Bjarnasonar, hins mesta lærdómsmanns. Séra Gísli samdi rím, er talið var bezt allra rímtalna í gömlum stíl, nefnt Gísla- rím. Kona Gísla í Ytri-Njarðvík, var Guðbjörg Jónsdóttir, alsystir Þorkels, er þá bjó í Innri-Njarðvík. Voru þau börn Jóns lögréttumanns í Innri-Njarðvík Hall- dórssonar lögréttumanns á Járngerðarstöð- um í Grindavík, liins „hertekna“ Jónsson- ar. Sonur þeirra Ytri-Njarðvíkurhjóna, Gísla og Guðbjargar, var Ólafur, er síðar varð biskup í Skálholti. Jón var einnig sonur þeirra.. Hann bjó í Fuglavík á Mið- nesi og er allfjölmenn ætt frá honum kom- in, einkum um Suðurnes, fleiri voru börn þeirra. Sonur Þorkels í Innri-Njarðvík var, svo sem kunnugt er, Jón Thorchillius, rektor í Skálholti. Ólafur biskup var mikill á- hugamaður um skólamál og voru þeir líkir í því efni frændurnir. Nú langar mig að tengja saman gamla og nýja tímann og nefna hér niðja þeirra hjónanna í Ytri- Njarðvík frá Jóni syni þeirra, sem segja má, að kippi í kynið, en það er Jón Páls- son, kennari og barnavinur, hinn óþreyt- andi fræðari í tómstundaþætti útvarpsins, en Jón cr áttundi maður frá Gísla Olafs- syni og Guðbjörgu Jónsdóttur í Ytri-Njarð- vík. (Sjá E. B. Lögréttumannatal, bls. 160). Jón Snorrason varð bóndi í Ytri-Njarð- vík laust eftir 1791. Hann var fæddur í Skildinganesi við lleykjavík 1755, sonur hjónanna Snorra Gissurarsonar og Mar- grétar Jónsdóttur, en þau bjuggu síðar á Eyði á Seltjarnarnesi. Þar búa þau mann- talsárið 1762 og bjuggu þar til 1786, en þá fluttust þau að Narfakoti í Innri-Njarð- víkum. Nikulás, sonur þeirra, mun hafa tekið við búi af þcim foreldrum sínum 1794 og um líkt leyti mun Snorri hafa andazt. Margrét settist þá að hjá Jóni syni sínum og var á vist með honum, þar til hún andaðist 25. marz 1811 í liárri elli, sögð níutíu ára, en mun hafa verið nokkr- um árum yngri, f. í Engey um 1726, dóttir Jóns bónda þar Erlendssonar. Kona Jóns Snorrasonar var Katrín Ein- arsdóttir lögréttumanns og bónda í Þránd- arholti í Gnúpverjahreppi Hafliðasonar prests í Hrepphólum Bergsveinssonar. Var Katrín alsystir Guðrúnar, konu séra Sæ- mundar á Utskálum Einarssonar. Börn þeirra Njarðvíkurhjóna, Jóns og Katrínar, voru sex. Af þeim komust upp fjórar dætur, sem allar giftust, en þær voru: 1. Kristín Jónsdóttir. Varð kona Jóns skipherra Jónssonar Norðfjörð, sonar Jóns dbrm. Sighvatssonar og konu hans, Odd- bjargar Snorradóttur, og voru þau hjón, Kristín og Jón skipherra, því systkina- börn. Þau bjuggu í Þórukoti, næsta bæ við Njarðvík, en 1826 eru þau komin að Efstaleiti, bæ, sem aldrei er nefndur í Njarðvíkum, nema í þeirra tíð, cn þar bjuggu þau til 1843, en það ár, 31. júlí, andaðist Kristín Jónsdóttir Norðfjörð, hús- frú á Efstaleiti. „Góð kona og saknaðar- verð, átti eftir tvö efnileg börn,“ segir séra Sveinbjörn Hallgrímsson, sem þá var prestur á Kálfatjörn. Þessi tvö börn voru séra Snorri Norðfjörð, síðast prestur í Hít- arnesþingum, langafi Kristjáns Arinbjarn- ar læknis, og Oddbjörg Kristín, fyrri kona séra Björns Þorlákssonar, síðast prests að Höskuldsstöðum. Jón Norðfjörð var sæmdur heiðurspen- ingi úr silfri 1847, „ærulaun iðni og hygg- inda“. Hann kvæntist aftur Ragnheiði Guðmundsdóttur, systur Hclga biskups Thordersen, en ekkju Guðmundar factors í Hafnarfirði, Péturssonar. Þau bjuggu í Innri-Njarðvík (1850) og þar andaðist Jón skipherra 3. apríl 1857. 2. Þórdís Jónsdóttir varð kona Erlcndar óðalsbónda á Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd Jónssonar, en hann var stjúpsonur Magnúsar bónda á Brunnastöðum, sem bjó þar áður. Sonardóttir þeirra var Ingi- björg, kona Guðmundar kaupmanns í Gerðum, áttu þau fjölda barna, þeirra á mcðal var Guðrún, prestsfrú að Utskálum um skeið, gift séra Eiríki Brynjólfssyni. Þórdís Jónsdóttir giftisl aftur, að Erlendi látnum, Hafliða Þorsteinssyni stúdents í Laxárnesi í Kjós Guðmundssonar. (H. P.: Kjósarmenn, bls. 329). 3. Sigríður Jónsdóttir var tvígift. Fyrri maður Helgi stúdent Helgason, bróðir séra Árna í Görðum. Þau bjuggu í Ytri- Njarðvík í sambýli við foreldra hennar. Helgi varð skammlífur. Hann andaðist í Reykjavík 3. jan. 1836, 44 ára; var þar til lækninga. Synir þeirra, sem komust upp voru Árni bóndi á Brekkum í Holtum og Hafliði, síðast í Steinstópt í Holtum. Sigríður giftist aftur Jóni hreppstjóra og bónda á Arbæ í Holtum Runólfssonar, var sonur þeirra Helgi bóndi á Árbæ, hann var faðir Sigríðar húsfreyju á Rcyni- felli á Rangárvöllum, konu Jónasar bónda þar Árnasonar. Sonur þeirra var Helgi læknir og alþm. á Stórólfshvoli. 4. Margrét Jónsdóttir, kona Einars snikk- ara í Reykjavík, Helgasonar, bróður Helga stúdents í Ytri-Njarðvík, er átti Sigríði, systur Margrétar. Sonur þeirra var Helgi E. Helgesen, skólastjóri í Reykjavík, en dóttir þeirra var Guðný, kona séra Sveins Skúlasonar, síðast prests í Kirkjubæ í Hró- arstungu. Dóttir þeirra var Guðrún, kenn- ari í Keflavík og Utskálum, fyrri kona Ogmundar skólastjóra í Flensborg, Sig- urðssonar. Frú Ingibjörg Ogmundsdóttir, hinn vinsæli símstjóri um áratugi í Hafn- arfirði, er því fjórði maður frá Jóni dbrm. Snorrasyni í Ytri-Njarðvík. Það var um líkt leyti sem Jón Snorrason lióf búskap í Ytri-Njarðvík, að farið var að rofa til í aðalatvinnuvegi Islendinga, fiskiveiðunum. Það hyllti undir vorið. — Njarðvíkurbændur voru brautryðjendur um Suðurnes um þau mál að því leyti, að þar var byrjað á dekkbátaútgerð, svo sem kunnugt er. Jón dbrm. í Höskuldarkoti Sighvatsson sendi eldri son sinn, Jón Norðfjörð, til Danmerkur að læra skipstjórnarfræði. Kom hann út 1817 og gekk þá þegar að eiga heitmey sína, Kristínu, dóttur Jóns Snorrasonar. Voru feður þeirra svaramenn við giftinguna, en veizla, mikil og veg- leg, var þá haldin í Ytri-Njarðvík, þar sem fyrirfólk á Suðurnesjum, úr Hafnarfirði og Reykjavík, sat þann fagnað. Það var búið vel í Ytri-Njarðvík og að sjálfsögðu voru fiskveiðar aðalatvinnuveg- ur, sem stundaður var af miklum dugnaði 110 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.