Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 7
MINNING Haraldur Jónsson, Keflavík Hinn 24. ágúst síSasliðinn andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík einn af hinum gamalkunnu Keflvíkingum, sjómaðurinn Haraldur Jónsson, og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. sept. Haraldur var fæddur í Litlabæ í Kefla- vík 18. seplember 1904 og var því nær sextugur að aldri. Foreldrar hans voru þau hjónin, Jón Pálsson, ættaður úr Rangárvallasýslu, og Jóhanna Jónsdóttir, ættuð undan Eyja- fjöllum. Þau fluttust til Keflavíkur vorið 1903 og byggðu þar lítið hús á grasflötinni suðvestur af Norðfjörðstúninu, er þau nefndu Litlabæ. Er Haraldur var á áttunda ári missti hann föður sinn og bróður, Jón Pál, mjög sviplega. Fórust þeir báðir með þilskipinu Svaninum, cr sökk fyrir sunnan land 14. apríl 1912. — Varð slysið með þeim hætti, að frönsk fiskiskúta sigldi á Svan, þar sem skipið var að veiðum á Selvogsgrunni, með þeim afleiðingum, að Svanurinn sökk á svo skömmum tíma, að þeir einir, sem þá voru á vakt, björguðust um borð í frönsku skútuna. Jón Pálsson var á þessari vakt. En í stað þess að bjarga sér um borð í skútuna, freistaði hann að bjarga félögum sínum, er voru neðan þilja. Þar á meðal var Jón Páll, sonur hans. Hugprýðin og fórnarlundin báru hér ekki tilætlaðan ár- angur, Jón hvarf með þcim í hina votu gröf. Eg man alltaf, þegar fregnin um þennan átakanlega atburð barst heim í fámenna fiskiþorpið, þar sem allir voru nágrannar. —- Við getum því sett okkur fyrir hugar- sjónir, hver áhrifin hafa orðið á nánustu aðstanendur og þá sérstaklega Harald, sem þá varð að yfirgefa heimili sitt. Frá þeim tíma ólst hann upp hjá þeim hjónunum, Bjarna Olafssyni útvegsbónda og Vilborgu Benediktsdóttur. Líf Haralds og ævistarf mótaðist, eins og margra jafnaldra hans, af hinum fá- hreyttu atvinnuháttum. Ut á sjóinn og störf við sjóinn voru þau einu störf, er unglingar áttu þá kost á hér. A uppvaxtar- arum hans var vélbátaútvegurinn í upp- siglingu. Hann ólst upp hjá einum stærsta utvegsbóndanum í Keflavík og byrjaði því snemma sjómennsku. Hann var jafnan í goðu skiprúmi, enda var hann eftirsóttur sjómaður. Hefði Haraldur áreiðanlega get- að náð lengra á þeirri braut og orðið dug- andi skipstjóri, ef hlédrægnin hefði þar ekki hamlað. — Hin síðari ár var Harald- ur að mestu hættur sjómennsku, en vann í landi algenga verkamannavinnu þar til heilsan bilaði. Haraldur var heldur hlédrægur og barst lítið á, en í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar og öllum hugljúfur. Betri vinnu- félaga varð ekki ákosið. Fór þar saman atorka hans og skyldurækni í störfum, svo og einstök prúðmennska. — Hann gekk snemma í Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og var þar ávallt hinn trausti félagi. Haraldur var giftur Helgu Helgadóttur, hjúkrunarkonu, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust tvö börn, Jóhönnu Dagnýju, er lézt á fyrsta ári, og Jón Grétar, á 24. ári, nú í heimahúsum. Þá ólst dóttir Helgu, Erla Sigurðardóttir, upp á heimili þeirra. Haraldur var sjöundi í aldursröð níu systkina. Þrjú þeirra eru áður dáin, Jón Páll, sem áður er getið, Eggert, sjómaður, dáinn 1942, og Júlíana, kona Sæmundar G. Sveinssonar, Keflavík, dáin 1931. A lííi eru Elín, húsfreyja á Valshamri á Mýrum, Kristinn, innheimtumaður í Keflavík, Þórunn, í Keflavík, Guðmundur, býr í Keflavík, og Jónína, ekkja Olafs Eggerts- sonar, býr í Keflavík. Ég kveð hér bernsku- og æskufélaga með þökk fyrir liðnar stundir. Ragnar Guðleifsson. SEMENT.KALK LÉTTBLENDI fyrirliggjandi. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. Sími 1505. Wolf rafmagns BORVÉLAR SLÍPIVÉLAR BORÐSMERGLAR Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild - Sími 1505 HEKLU og VÍR vinnuföt ávallt fyrirliggjandi. Kaupfélag Suðu rnes j a Járn- og skipadeild. Sími 1505. Smiðir Mótatimbur, Smíðatimbur og Gólfborð nýkomið. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild - Sími 1505 FAXI — 115

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.