Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 10

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 10
Dr. Rajah B. Manikam biskup predikar í Nj arðvíkurkirkju. Erlendir kirkjuleiðtogar Frh. af 1. síðu. Sunnudaginn 6. seplembcr prédikaði svo dr. Rajah B. Manikam, biskup frá Ind- landi, í Innri-Njarðvíkurkirkju. Dr. Ma- nikam er fyrsli og eini innfæddi lútherski biskupinn í Indlandi. Hann lagði út af orðum Páls Postula í Róm. 1, 14—16, og lagði hann megináherzlu á hina þreföldu játningu postulans, sem þar kemur fram: „Eg er í skuld. Ég er reiðubúinn--------. Ég fyrirverð mig ekki — — —.“ Þetta sagði hann vera trúboðsjátningu Páls. Því næst ræddi hann um kristniboð í sínu eigin landi og þau fjölmörgu vandamál, sem þar væri við að stríða, bæði á sviði efnis og anda. „Við verðum að treysta fagnaðarerindinu og leggja allan okkar kraft í boðun þess,“ sagði biskupinn. — „Heimurinn er ekki líklegur til þess að verða betri siðgæðislega séð, fyrr en hann verður betur kristinn.“ Eftir prédikun þjónuðu biskupinn og sóknarprestur báðir fyrir altari, — og flutti biskup blessun á móðurmáli sínu. I messulok flutti svo sóknarprestur ávarp og þakkaði biskupi fyrir komuna og pré- dikunina, sem verða mundi ógleymanleg öllum þeim, er á hlýddu. Um stjórnarfundinn lét biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, þau orð falla, að þar væri um svo merkan atburð að ræða, að með honum væri brotið í blað í kirkjusögu Islands. A líkan hátt má segja, Heima í sumarleyfi íslendingar hafa löngum gert víðreist um heimsbyggðina, m. a. til að stækka sjón- deildarhringinn og afla sér nauðsynlegrar menntunar á hinum ýmsu sviðum. Hafa Keflvíkingar á undanförnum árum ekki verið eftirbátar annarra, hvað þetta snertir. Seint í júlímánuði náði ég tali af Olafi Jóni Sigurðssyni, ungum Keflvíkingi, er þessi árin stundar framhaldsnám við Aar- hus Tekniske skole i elektroteknikum í Arósum á Jótlandi. Olafur er fæddur í Keflavík 24. febr. 1940, sonur hjónanna Ingibjargar Olafsdóttur og Sigurðar R. Guðmundssonar, pípulagningameistara. — Eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi í Kefla- vík hóf Olafur nám í rafvirkjun og lauk því með góðum vitnisburði. Er hann hafði öðlazt sveinsréttindi í þeirri grein, innrit- aðist hann í rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík, en sá skóli veitir iðnaðarmönn- um nokkurt framhaldsnám og er þannig fyrsti vísir að fullkomnum tækniskóla, en slíkir skólar eru nú starfræktir hvarvetna í heiminum, t. d. um öll Norðurlönd. Aarhus Tekniske skole er þriggja ára skóli og hefur Olafur nú verið þar eitt ár. hann býr þar í heimavist og kann vel við sig. Hann greiðir á mánuði um 170 kr. (danskar) fyrir fæði og 90 kr. fyrir her- bergið. I þessari heimavist eru tveir aðrir Kefl- víkingar, og búa þeir allir á sama gangi í húsinu. Eru það þeir Egill Jónsson og Kristján Björnsson, sem báðir eru í „hus- bygningsteknikum“ og útskrifast væntan- lega nú á næsta vori sem tæknifræðingar í húsbyggingum. í þessum sama skóla eru auk Keflvíkinganna þrír aðrir Islendingar, svo þeir liafa góð tækifæri til að viðhalda móðurmálinu. Aðspurður segir Olafur, að þessi skóli að heimsókn þessara tveggja kirkjuhöfð- ingja marki tímamót í sögu kirkjulegrar starfsemi lijá okkur hér í Keflavíkurpresta- kalli. Báðir voru biskuparnir mjög glaðir og þakklátir yfir góðri kirkjusókn og hlýj- um móttökum — og báðu undirritaðan að bera söfnuðunum hlýjar kveðjur sínar og þakkir, ásamt blessunar- og árnaðar- óskum. Guð gefi að blessunarávextir til handa kirkju- og kristnilífi okkar í Keflavík og Njarðvíkum megi á komandi tímum spretta af þessum minnisstæðu heimsókn- um. Bj. J. Ólafur J. Sigurðsson. sé mjög strangur. Nemendum ber skylda til að mæta í hverja kennslustund, og sc um veikindi að ræða, verður að gera grein fyrir því, t. d. með læknisvottorði. Kennsl- an fyrsta árið fer ekki fram í fyrirlestra- formi, heldur er sett fyrir ákveðið verk- efni og fylgir því ákveðin heimavinna. Næsta dag er þetta síðan tekið fyrir og verkefnið alhugað. Hjá Olafi ltefur nám- ið verið frá kl. 8 á morgnana til kl. 4 á daginn. Seinni veturna verður kennt meira í fyrirlestrum og þá lengist skólatíminn nokkuð. — Hvernig er svo samkomulagið við dönsku piltana? — Yfirleitt gott. Það er þá helzt, ef þjóð- ernistilfinningin fer að gera vart við sig, að nokkuð ber á milli og greinir verða meá mönnum, t. d. ef rifjuð eru upp söguleg viðskipti þjóðanna, en slíkt hendir ekki nema sárasjaldan. — Þið standið náttúrlega höllum fæti iivað tunguna áhrærir. Eruð ekki cins fimir og Danir að koma fyrir ykkur orði? — Nei, það er satt, og sérstaklega þó fyrsta kastið, en þetta kemur nú furðu fljótt og Danir eru umburðarlyndir, hvað málið áhrærir, eru ekkert að fixera mann, þótt danskan sé ekki rétt fram borin, ef þeir aðeins skilja. — Hvenær lýkur þú nárrii, Olafur? — Ég lýk námi, að öllu forfallalausu, haustið 1966. — Og hvað er þá fram undan, lengri dviil í Danmörku og vinna þar, eða koma heim ? — Þessu get ég ckki svarað eins og er, cn þó geri ég fastlega ráð fyrir að koma heim að námi loknu. H. Th. B. 118 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.