Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 12

Faxi - 01.09.1964, Blaðsíða 12
Málverkasýning. Arinbjörn Þorvarðsson var fæddur 3. júlí 1894 og hefði því orðið sjötugur nú í sumar, ef honum hefði enzt aldur þar til. Af þessu tilefni gengust nokkrir vinir hans og aðdáendur fyrir þvi, að safna saman og hafa til sýnis í glugga Bókabúðar Keflavíkur nokkrar af myndum hans, sem eru í einka- eign. Arinbjörn Þorvarðsson. Sýningin stóð hér í 12 daga og vakti verð- skuldaða athygli í fásinninu hér um sumar- tímann. Arinbjörn Þorvarðarson var vel látinn og mikilsvirtur borgari og hæfileikamaður á mörgum sviðum. Hann var brautryðjandi um sundíþróttina hér og vann henni mikið gagn. Hann var einnig mjög listhneigður og helgaði málaralistinni tómstundir sínar síðari árin. Nutu myndir hans mikilla vinsælda hér í bæ, enda skreyta þær hér stofuveggi margra góðra Keflvíkinga. Málverkasýningin í Bókabúðarglugganum var hin smekklegasta . Var myndunum hag- anlega raðað og þær skreyttar blómum. — Einnig var þar fyrirkomið ágætri andlitsmynd af málaranum. Tjarnarkaffi. Ragnar Guðmundsson, veitingamaður, opn- aði sem kunnugt er matsölu og veitingasölu undir r.afninu Tjarnarkaffi að Tjarnargötu 3, þann 25. jan. síðastl. I sumar var fyrirtækið lokað um mánaðartíma vegna breytinga, en hefur nú verið opnað aftur. Sæti eru nú fyrir 36 manns, hvítir dúkar á borðum, blóm og borðfánar. Myndir prýða veggi. Tjarnarkaffi er opið frá kl. 9 að morgni til kl. 11,30 að kveldi daglega. Þar er framreidd- ur góður matur og kaffi við hóflegu verði, smurt brauð og allar algengar veitingar. Enn- fremur er veizlumatur sendur út í bæ, ef ósk- að er. Framreiðsla Ragnars og starfsfólks hans er lipur og alúðleg og snyrtimennska og hrein- læti í hvívetna til fyrirmyndar. Gestir fá að hlusta á íslenzka ríkisútvarpið, og er það frétt út af fyrir sig nú til dags. Sem sagt: Fáein skref af Hafnargötu og meður er seztur inn á Tjarnarkaffi og meðtek- ur rjúkandi rétti. Mikill menningarauki er að Tjarnarkaffi hér í bæ. Ingiber Ólafsson II. Síðast í júlí í suraar kom til landsins nýtt 250 tonna fiskiskip frá Noregi. Var það Ingi- ber Olafsson II, eign bræðranna Jóns og Osk- ars Ingiberssona í Ytri-Njarðvík, smiðað hjá Ulstein Mek. Verksted í Ulsteinvik. Vakti skip þetta talsverða athygli í Noregi og var mikið um það skrifað í norskum blöð- um, sakir þess, hve vandað skipið þótti vera og nýstárlegt. Ingiber Olafsson II. er 111 feta Iangur, bú- inn 510 hestafla Caterpillar aðalvél. Siglingar- hraði í reynsluför var 11,5 sjómílur. Athyglis- vert er, að vélin er mjög stutt og tekur svo lítið pláss, að lestarrýmið verður mun stærra af þeim sökum. A skipið að bera 2700 hl. og er reiknað með 12 manna áhöfn, en þó er rúm fyrir 14 í eins og tveggja manna klef- um. Skipið er búið öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum, og segja þeir, sem vit hafa á hlutunum, að hann sé hreinasta augna- yndi, hvar sem á er litið. Eftir heimkomuna hélt báturinn á síldveiðar fyrir Norðurlandi. Frá Sandgcrðisskóla. Atti að birtast með öðrum skólaslitaskýrsl- um í júníblaði Faxa á s.l. vori. Veitingasalurinn í Tjarnarkaffi. Skóla eldri barna og unglinga var slitið 30. apríl, en börnum úr 1. og 2. bekk og þeim börnum, sem hafa orðið eða verða 7 ára á þessu ári, er kennt út maímánuð. Kennt var í 7 bekkjardeildum í barnaskólanum og tveim í unglingaskólanum. Kennarar við skólann voru 7 í vetur, en börnin 209 talsins. Barna- prófi luku 24 börn og 12 unglingaprófi. 25 7 ára börn innrituðust í skólann í maíbyrjun. — Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Magnús Ingvarsson, en hæstu barnaprófsein- kunn Sigfús Kristmannsson. Farið var með alla nemendur skólans, sem þess óskuðu, i Þjóðleikhúsið á leikritið Mjallhvft. Sunnu- daginn 31. maí var farið í ferðalag með barna- prófsbörnin og bíða unglingabekkina. Að venju gaf kvenfélagið bókaverðlaun og hlaut þau að þessu sinni Helgi Magnússon. Sig. Ólafsson. 120 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.