Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 5
Langþráðu takmarki náð Spjall við formann ÍBK, Hafstein Guðmundsson í sambandi við hinn frækilega sigur Keflvíkinga í nýafstöðnu Islandsmóti í knattspyrnu, hitti ég að máli Hafstein Cuðmundsson, formann ÍHK. og rabbaði við hann um knattspyrnuna og mótið. En það munu flestir vita, sem nokkuð hafa fylgst með þróun þessara mála suður hér, að þar er Hafsteinn hnútunum kunnug- astur, hefir unnið manna mest að þvi að byggja upp knattspyrnuna hér í Keflavík. — Til hamingju með sigurinn, Haf- steinn. Þú hlýtur að vera hreikinn af frammistöðu piltanna? — Jú, vissulaga er ég ánægður. Það er óneitanlegá mjög skemmtilegt að Keflvík- ingar skuli vera orðnir Islandsmeistarar í knattspyrnu, enda hefir markvisst verið að því stefnt á undanförnum árum. — Hvað hefir þú annars um mótið að segja? — Það byrjaði mjög vel fyrir okkur og við unnum 3 fyrstu leikina. Síðar urðum við fyrir því óhappi, að hinn ágæti mið- framherji okkar, Jón Jóhannsson meiddist og var af þeim sökum frá keppni á annan mánuð. Þetta dróg liðið nokkuð niður og áttum við þá 2 jafnteflisleiki við lökustu liðin, Þrótt og Fram. Síðari hluta mótsins náði liðið sér aftur vel á strik og vann 3 leiki á móti sterkari liðum og gerði jafn- tefli við KR í lokaleiknum, sem nægði IBK til vinnings í mótinu. — I hvaða leik álítur þú að Keflavík hafi sýnl bezta frammistöðu? — Að allra áliti sýndi liðið bezta knatt- spyrnu sem ísl. lið liefir sýnt lengi, í fyrri hálfleik á móti KR í Reykjavík. — En hvaða leikur var lélegastur? — Leikurinn við Þrótt í Njarðvík. Þá vorum við í sókn allan leikinn, áttum mörg góð tækifæri, en skoruðum aldrei, °g endaði sá leikur 0:0. — Hvernig hafa æfingar verið stund- aðar? ■—• Æfingar hafa verið mjög vel sóttar. Hinn kunni knattspyrnuþjálfari, C3li B. Jónsson, var fenginn hingað fyrsta apríl í vor og hefir hann þjálfað liðið í sumar við ágætan orðstý. — Hvernig eru skilyrði til æfinganna? — Þau eru ekki nógu góð. Að vísu höf- um við nú fengið ágætan malarvöll, en við erum eina liðið í fyrstu deild, sem ekki getur boðið upp á grasvöll sem heimavöll. — Er alveg knýjandi nauðsyn að fá úr þessu bætt hið bráðasta. Það sem raunveru- lega hefir bjargað okkur, bæði í sambandi við æfingar og keppnir, er að við höfum fengið af æfa og keppa á grasvellinum í Njarðvík. Erum við Njarðvíkingum mjög þakklátir fyrir skilning þeirra í þessu máli og ómetanlega aðstoð. — Hvað er að frétta af knattspyrnu yngri flokkanna? — Allir yngri flokkar bandalagsins, eða 2., 3., 4. og 5. flokkur, tóku nú eins og áður þátt í Islandsmótinu. Stóðu þeir sig allir sæmilega, einkum þó 4. og 5. flokkur. En í þeim flokkum er mikið af efnilegum knattspyrnumönnum, sem ég hefi trú á að muni geta orðið mjög snjallir, ef þeir fá góða tilsögn og æfa af kappi. Ættu þeir þá seinna meir að geta gert garðinn frægan á sama hátt og nýbakaðir Islandsmeistarar. — Já, vel á minnst. Er þú segir þetta, Hafsteinn, koma mér í hug svipuð um- mæli þín frá því fyrir mörgurn árum, er við ræddum um knattspyrnuna hér, sem þá var ekki upp á marga fiska. Eg man að þú bentir mér þá á yngri flokkana, taldir þá líklega til mikils frama og jafnvel spáðir því, að þeir mundu líklegir til að koma heim með Islandsbikarinn á tíu ára afmæli Í.B.K. Þessi spádómur þinn fannst mér þá lýsa fullmikilli bjartsýni, en nú hafa staðreyndirnar sannfært mig. — Já, vissulega var ég bjartsýnn í þá daga, því að sýnilegt var, að þar voru á ferðinni mjög efnilegir og athyglisverðir leikmenn. Við settum okkur þá strax það takmark, að verða Islandsmeistarar á 10 ára afmæli IBK. Þetta takmark okkar hefir fyllilega náðst, þar sem bandalagið er enn aðeins tæplega 9 ára. — Þetta var vel af sér vikið. En hvert er svo takmarkið nú? — Vandi fylgir vegsemd hverri. Nú, þegar við erum ornir Islandsmeistarar, verða miklar kröfur gerðar til okkar og munum við leggja áherzlu á að standa okkur vel og auka enn á hróður Keflavík- ur og keflvískrar æsku. Lið okkar er ungt að árum og á því framtíðina fyrir sér. Með þrotlausum æfingum og virðingu fyrir íþróttinni og sjálfum sér ættu piltarnir að geta náð enn lengra og verið eitt af leið- andi knattspyrnuliðum landsins næstu árin, — eða þangað til hinir ungu leik- menn, sem nú eru að vaxa upp í yngri flokkunum og ég nefndi áðan, geta tekið við jafnóðum og hinir eldri draga sig í hlé. — Já, ég er þér sammála, Hafsteinn. Víst væri gaman, ef Keflavík yrði eins og Akranes var um skeið, frægt og rómað knattspyrnuveldi. — Að því verður stefnt, og höfum við nú ráðið Ola B. Jónsson til þess að þjálfa liðið í vetur og næsta sumar, og mun hann búa það undir væntanleg stór átök í sumri komanda. Höfum við fullan hug á því að lýsa malarvöllinn betur upp, svo hægt verði að stunda þar æfingar í vetur af full- um krafti. H. Th. B. Bikarkeppni KSÍ. ÍBK lék 4. október við KFt b í Bikarkeppni KSI. Liðinu tókst illa upp, enda forföll og veikindi í liðinu, og töpuðu Keflvíkingar með 0:2. Hafsteinn Guðmunds- son, formaður IBK, þakkar gjafir, sem bandalaginu bárust í sigurhófinu. FAXI — 129

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.