Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 6
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: ir Hall6rímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir JL JL Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. -------------------------------------------------------------------------------------------------^ Fundinn legsteinn Steinunnor Hallgrímsdóttur Kirkjugarðurinn Garðyrkjuráðunautur bæjarins, Guðleif- ur Sigurjónsson, kom nú á dögunum að máli við Faxa til þess að ræða um kirkju- garðinn í Keflavík, sem hann nú hefir tekið að sér að annast. Nú að undanförnu hefir Guðleifur verið að skrásetja leiði í garðinum, en slík skrá- setning hefir því miður verið mjög í mol- um, t. d. í elzta hluta garðsins og einnig talsvert í þeim yngri. Þá er þess og að geta, að mjög mikið af leiðum er ómerkt, sem torveldar mjög skrásetninguna. Það eru því eindregin tilmæli Guðleifs, að aðstandendur umræddra leiða hafi sam- band við hann hið bráðasta og gefi honum upplýsingar, sem að gagni megi verða, svo að hægt verði að framkvæma skrásetning- una til fulls. Mun Guðleifur verða staddur í garðin- um milli kl. 1 og 6 þrjá næstu sunnudaga eftir útkomu þessa Faxablaðs. Einnig er hægt að ná honum í síma 1769. Aðspurður segir Guðleifur, að í sumar hafi á vegum bæjarins verið aukin uppfylling við garð- inn til vesturs fyrir 140—150 legstaði. Þá sé einnig fyrirhugað að auka garðinn enn nokkuð upp við Aðalgötu að Heiðarbrún. HJÓLBARÐAR! HJÓLBARÐAR! HJÓLBARÐAR! Gislaved snjóhjólbarðar í öllum stcerðum. Aðalstöðin h.f. Bílabúðin. — Sími 1515. i L____________________ — Segðu mér, Guðleifur, ertu ánægður með umgengni almennings í garðinum? — Hjá allmörgum er hún til sannrar fyrirmyndar, en því miður langt fyrir neð- an allar hellur hjá fjölmörgum. Hér er um helgan reit að ræða, sem öllum ætti að vera ljúft og skylt að hlú að. Ef hver og einn hefði þetta í huga gagnvart leiðum ástvina sinna, þá mundi heildarsvipur garðsins breytast mjög til hins betra. — En hvað um börnin, sem hafa kirkju- garðinn fyrir leikvöll? — Já, þar kemur einnig til hinna full- orðnu borgara, að þeir innprcnti börnun- um, að garðurinn sé helgur reitur og að þeim beri heilög skylda til að sýna honum fyllstu lotningu og um fram allt að halda leikjum sínum þar fjarri. Þetta þurfa for- eldrar að ítreka við börn sín og fylgjast með því, að þau leggi aldrei þangað leið sína til leikja. H. Th. B. Nú fyrir skömmu, er verið var að vinna að endurbótum á gangstétt Hvalsneskirkju, kom í leitirnar legsteinn Steinunnar Hallgríms- dóttur Péturssonar. en steinsins hafði lengi verið leitað án árangurs. Árið 1649 er talið að Steinunn hafi látizt, aðeins þriggja ára, en hún var augasteinn föður síns og eftir barnið orti hann innilegt saknaðarljóð, sem er að finna í ljóðasafni þessa mikla trúarskálds. Hallgrímur var prestur við Hvalsneskirkju, er hann missti Steinunni og er talið, að hún hafi verið jarðsett að baki kirkjunnar og að legsteinn með eiginhandar áritun föður henn- ar, gerðri með meitli og hamri, hafi verið lagður á leiði litlu stúlkunnar. Þessi 315 ára gamli steinn, sem s. 1. 77 ár hefir legið á hvolfi, með leturflötinn niður, er nú fyrir staka tilviljun aftur fundinn og verður hann sennilega framvegis varðveittur í Hvalneskirkju. Sá sem fann legsteininn var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Bola í Miðneshreppi, en fréttin um þennan merki- laga fund er komin frá Gísla Guðmundssyni kirkjuhaldara í Hvalnesi. 130 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.