Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 7
Nætur- og helgidagalæknai- í Keflavíkurhéraði: Frá 20. okt. og út mánuðinn: Olafur Ingi- björnsson, Flankastöðum. Símar: 7584 eða 1401. Náist ekki í Ólaf, snúi fólk sér til Arn- björns Ólafssonar, Sólvallagötu 18, simi 1840, eða annars til Jóns K. Jóhannssonar, Sólvalla- götu 8, sími 1800. Frá 1.—11. nóv.: Arnbjörn Olafsson, Sól- vallagötu 18, Keflavík. Sími 1840. Náist ekki í Arnbjörn, snúi fólk sér til Jóns K. Jóhanns- sonar, Sólvallagötu 8, sími 1800, eða annars til Ólafs Ingibjörnssonar, sími 7584. Frá 11.—20. nóv.: Jón K. Jóhannsson, Sól- Vallagötu 8, Keflavík. Sími 1800. Náist ekki í Jón, snúi fólk sér til Ólafs Ingibjörnssonar, sími 7584, eða annars til Arnbjörns Ólafssonar, sími 1840. : Minningarspjöld Krabbameinsfélags Islands fást í Apóteki Keflavíkur. Frá Iðnskólanum í Keflavík. Skólinn var settur 7. október. I honum eru 77 nemendur, 37 í 2. bekk í tveim bekkjar- deildum og 40 í 4. bekk í tveim bekkjardeild- um. Kennarar eru 9. Frá barnaskólanum í Keflavík. Skóli eldri barna hófst 1. október. I skólan- um eru nú alls 771 nemandi í 31 bekkjar- deild, eða ellefu nemendum og einni deild fleira en áætlað var, og getið var um í síð- asta blaði Faxa. Þar var einnig skýrt frá breytingu á kennaraliði og vísast til þess. Hátíðamessa í Njarðvíkurkirkju. Sunnudaginn 27. september s.l. var þess minnst með hátíðaguðsþjónustu í Njarðvíkur- kirkju, að 20 ár voru liðin frá endurvígslu kirkjunnar. Sóknarpresturinn, sr. Björn Jóns- son messaði, en í lok guðsþjónustunnar flutti sr. Gísli Brynjólfsson ávarp og kveðju frá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur, ekkju sr. Eiríks Brynjólfssonar. Hafði henni verið boðið að vera viðstödd þessa minningar- og hátíða- guðsþjónustu, en hún gat ekki komið því við. Eftir messuna bauð söfnuðurinn kirkjugest- um til kaffidrykkju á heimili formanns sókn- arnefndar, Guðm. Finnbogasonar á Hvoli, Innri-Njarðvík, sem hélt ræðu við þetta tæki- færi og minntist þessara tímamóta í sögu kirkju staðarins. Þágu gestir þar rausnarlegar veitingar og var þessi mannfagnaður sóknarnefnd til hins Hiesta sóma. Bæjarbókasafnið í Iíeflavík. Utlán eru: Mánudaga kl. 4—7 og 8—10. Miðvikudaga kl. 4—7 og 8—10. Fimmtudaga kl. 4—7. Föstudaga kl. 4—7 og 8—10. Lestrarsalur opinn: Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 4—7. Slysavarnadeild kvcnna í Keflavík hefur nýlega tekið á móti tveimur stórhöfð- inglegum minningargjöfum um látna sjómenn. Fyrri gjöfin var frá þeim heiðurshjónum Þór- unni Þorbergsdóttur og Friðrik Finnbogasyni til minningar um son þeirra Óla Guðbjart Lárus, sem fórst með línuveiðaranum Sæ- björgu i nóvember 1942, 28 ára gamall. Gjöf þeirra, kr. 10.000,00, var afhent deildinni á 80 ára afmæli Þórunnar 16. sept. síðastliðinn. Hin gjöfin, einnig 10 þúsund krónur, er til minningar um Jón Erlendsson á Vesturgötu 7 í Keflavík. Hann var fæddur 20. sept. 1929 og drukknaði árið 1956. Gjöfin er gefin af hans ágætu foreldrum, Maríu Kristinsdóttur og Erlendi Jónssyni í tilefni af 35 ára afmæli hans 20. sept. þessa árs. Þessu ágæta fólki þakkar deildin af hjarta hinar góðu gjafir og dáir hinn göfuga hugs- unarhátt þeirra, að reyna þannig að sefa harma sína með því að bæta annarra böl. Jónína Guðjónsdóttir. Málfundafélagið Faxi 25 ára. Laugardaginn 10 október s. 1. varð Mál- fundafélagið Faxi 25 ára, en félagið var stofn- að 10. október 1939. Eins og flestum mun kunnugt, er þetta 12 manna félagsskapur, sem fyrst og fremst var stofnaður í þeim tilgangi, að æfa félagsmenn í orðsins list, eins og nafn þess ber með sér. Ekki hafði félagið þó starfað nema 1 ár, er það hóf að gefa út samnefnt blað, mánaðar- blaðið Faxa, sem hóf göngu sína með jóla- blaði 1940 og hefir síðan stöðugt komið út og er því senn að ljúka 24. aldursári. I tilefni af þessum tímamótum í starfssögu félagsins komu félagsmenn saman á afmælis- daginn heima hjá formanni félagsins, Huxley Ólafssyni, og áttu þar saman ánægjulega kvöldstund. Félagið ráðgerir að minnast afmælisins með því að fara sameiginlega hópferð á sumri komanda. H. Th. B. *|m-—nu—tiH—-nn—nn-—nn—nn—-*«—h#—hh—nH—uu—nn—1«|* STEINHÚDUN H.F. Jafnt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIEA húðun á GÓLF 09 STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIEA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má fínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Sími 2 38 82 +—----------------------------------------+ Gagnfræðaskóliim í Keflavík tók til starfa í byrjun okt. Nemendur eru 350 í skólanum í 14 bekkjardeildum. I skyldu- námi eru 220, en 130 í 3. og 4. bekk. Helztu breytingar á kennaraliði eru þessar: Rúdólf Pálsson og Micael Micaelsson létu af störfum, en að skólanum komu Aðalheiður Eliníusardóttir, Guðrún Jónsdóttir og Gylfi Guðmundsson. Að öðru leyti er kennaralið skólans óbreitt. Tvísett var í flestar kennslu- stofur. Húsnæði skólans er óbreitt frá fyrra ári, en aðeins hluti af fyrirhugaðri skólabyggingu hefur verið reistur. Ennþá getur engin verk- námsdeild starfað við skólann, vegna þess að engin aðstaða er til þess að hafa slíka deild, t. d. hefur ekkert húsnæði verið reist fyrir handavinnukennslu stúlkna. Virðist tómlæti bæjarbúa og ráðamanna bæjarins í þessum málum vera takmarkalaust. Skólastjóri Kveðja. Sigurður Magnússon sendir kveðju til Hjálm- fríðar ljósmóður og dóttur hennar, Fanneyjar, sem dvöldu um skeið á elliheimilinu. Þú ert að kveðja þetta inni. Þökk fyrir alla hjálp við mig. Fögur gæfa í framtíð þinni fylgi þér og styrki þig. Svo þér reynist gatan greið, grandi ei mein ófarið skeið. Aldrei gleymist ljós á leið. Lánið treinist fram f deyð. Og til Fanneyjar: Gakktu ætíð gæfuveg, góða Fanney, ævidaga. Þess af alhug óska ég og bið forsjón því svo haga. Sigurður Magnússon. FAXI — 131

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.