Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 11

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 11
um. Höfðust þau hjón við í koti einu í Ytri-Njarðvík, en löngum varð Hallgrím- ur að stunda vinnu utan heimilis. Um skeið var hann púlsmaður hjá dönskum kaupmanni í Keflavík, en hafði þó eink- um athvarf á Hvalsnesi, í skjóli bóndans þar. Þaðan stundaði hann sjó, enda kallaði Torfi Erlendsson, sýslumaður á Stafnesi, hann „líðilegan slordóna." Fyrir þau um- mæli og ýmsar fleiri kaldar kveðjur frá valdsmanninum á Stafnesi kvittaði Hall- grímur með þessari óþvegnu skammarvísu: Aður cn dauður drepst úr hor, drengur á rauðum kjóli, feginn verður að sleikja slor, slepjaður húsgangs drjóli. Mun ýmsum hafa dottið í hug vísan, og þótt áhrínsorð, þegar Torfi var síðar dæmd- ur frá embætti, æru og eignum. Erfið hafa verið mörg spor Hallgríms á þessum árum. Um það vitnar sú tiltekt góðkunningja hans og hclztu hjálparhellu, Gríms Bergssonar í Njarðvík, er hann beitti sér fyrir samskotum, svo að þau Hallgrímur og Guðríður gætu greitt sekt- argjald fyrir „frillulífisbrot" sitt. Bað Grím- ur „góða menn á Suðurnesjum að gefa honum einn, tvo eða þrjá fiska eftir því sem Guð blési sérhverjum í brjóst.“ Eftir að biskupar höfðu „straffað" Hall- grím í sjö ár fyrir fyrstu barneignina með Guðríði, og sennilega einnig þá þverúð hans, að vilja síðan ólmur stofna til hjú- skapar með þessari barnsmóður sinni, sem ahnenningur taldi heiðna, enda komna úr kvennabúri Hundtyrkjans, veitti Brynj- ólfur Sveinssón honum loks prestsembættið á Hvalsnesi og vígði hann þangað. Hér var Hallgrímur prestur í sjö ár. Engar sýnilegar menjar munu nú vera len gur um dvöl hans á þessum stað. En þarna i kirkjugarðinum liggja börnin hans grafin, er hann missti flest kornung. Eitt þeirra var þó komið ögn á 'legg, telpa, er Steinunn hét. Litli steinninn, sem hann reisti yfir moldum hennar, er nú ekki sjá- anlegur lengur. En minning litlu telpunn- ar geymist í tveimur innilegum og óm- þýðum erfiljóðum. Eru upphafsstafir hvers erindis í öðru ljóðinu valdir þannig, að úr verða þessi látlausu orð: Steinunn mín litla hvílist hér. Framhald. Ritdómur um bók Á undanförnum árum hefur lítið verið um að ungir menn stingi niður penna og lýstu skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Þá sjaldan það kemur fyrir, er það mengað pólitískri einstefnu og ánægju með aldarfarið. Nú hefur Hilmar Jónsson, bókavörður hér í Keflavík, sent frá sér bókina Rismál, bók, sem skiptist í tvo höfðukafla, Stjórnmál og Bók- menntir. I bók þessari kveður við annan tón en venjulegt er — þar ríkir stormur og hressandi ádeila. Hefur Hilmar á undanförnum árum gert mikið að því að skrifa í dagblöð og tímarit. Hafa greinar hans jafnan vakið at- hygli og umtal manna, þótt ekki hafi þeir sömu menn ávallt verið honum sammála. Hilmar er mikill andkommúnisti. Eyðir hann miklu af rúmi bókarinnar í að sannfæra lesendur um fánýti kommúnismans. — Til að gefa hugmynd um rithátt og hispursleysi höf- undar, þykir mér rétt að grípa niður í kafla og kafla bókarinnar. Er Hilmar ræðir um bar- áttuaðferðir kommúnista, tekur hann bók Jóns Rafnssonar fyrir. Telur hana falsrit og óhæfa sem sögulega heimild. Kemst hann m. a. þannig að orði: „Bók Jóns Rafnssonar er sígilt dæmi um, hvernig kommúnistar heyja baráttu með lygi og ódrengskap. Þeir, sem mest hafa unnið fyrir fátæklingana eru kall- aðir „afturhaldsmenn". Jón Baldvinsson er nefndur „refspakur“ i þessu falsriti. Alþýðu- tryggingar og aðrar umbætur eru einskis metnar. Þeir, sem reyna að eyðileggja þjóð- félagið með sífelldum verkföllum, eru nefnd- ir þroskaðir verkalýðssinnar. Margyfirlýstir glæpamenn auka íslenzka „verkalýðsforingja" af vizku sinni.“ Þegar Hilmar talar um glæpamenn á hann við Stalín, Moskvukommúnista og fylgifiska þeirra. Þá skrifar hann um hvernig verkalýðshreyfingin var grátt leikin af afturhaldsöflunum, sem notuðu kommúnista sem aktygi fyrir vagn sinn. Er sú grein skarplega rituð og þess verð að tilfæra hér kafla úr henni. „Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá var í stjórn- arandstöðu, vildi allt til vinna, að sigurför Alþýðuflokksins undir forustu Jóns Baldvins- sonar yrði heft. I þeim tilgangi tóku Sjálf- stæðismenn höndum saman við upplausnar- lýð kommúnista í verkalýðshreyfingunni. Hefur stjórnmálaflokkur, sem kennir sig við lýðræði, sjaldan unnið meira níðingsverk. Þessi myrkraöfl, kommúnistar og Sjálfstæð- ismenn, lögðu svo á það áherzlu, að sverta þann flokk og þá menn, sem mest og bezt höfðu unnið fyrir alþýðu þessa lands. Þessi atriði um líf og starf Jóns Baldvins- sonar eru rifjuð hér upp af því tilefni, að mér virðist eiga að leika sama leikinn við læri- sveina hans. Emil Jónsson og aðrir forustu- menn Alþýðuflokksins eru nú dag eftir dag stimplaðrir svikarar í málgögnum kommún- ista. Sú eina breyting, sem orðið hefur í sambandi við þessa hatursferð gegn Alþýðu- flokknum er sú, að áður var hún styrkt af Sjálfstæðisflokknum, en nú nýtur hún öflugs stuðnings Framsóknarmanna." Og enn heldur hann áfram, átelur harðlega þá óþjóðlegu Islendinga, sem hafa gert verka- lýðshreyfinguna að fórnardýri valdagræðg- innar. Skemmtilegur er kaflinn, sem hann nefnir Skáldsagnahöfundarnir. „Sama tóm- hyggjan ríkir í hugum málara og tónlistar- manna. Eins og skáldin gera afnám punkts og kommu að aðalatriðum, eins gera málararnir myndflötinn að höfuðviðfangsefni sínu. Gáf- aður listgagnrýnandi og heimspekingur, Spán- verjinn José Ortega y Gasset, telur það ein- kenni á nútíma listamönnum, hversu áhuga- lausir þeir eru fyrir þjáningum meðbræðra sinna. Þeir líti á listsköpunina sem daglauna- vinnu og einangri sig fullkomlega frá hinu stríðandi lífi. Af því að þeir beri ekki um- hyggju fyrir mannkyninu, eru verk þeirra gersneydd öllum kærleika, tilfinningar þeirra sljóar, tiigangur þeirra einungis fólgin í því að skapa eitthvað nýtt verk, talandi tákn upplausnar og mannvonzku." Kemur Hilmar víða við. Ljóst er, að hann er einlægur aðdáandi samvinnuhugsjónarinn- ar og telur hana hafa haft miklu hlutverki að gegna í baráttu alþýðunnar gegn fátæktinni. Á bls. 46—47 birtir hann greinina Kaup- félögin og almenningur. Þar fjallar hann um atburð, sem lengi verður í minnum hafður af samvinnumönnum í Keflavík. Og er ljóst, að Hilmar er þeim mönnum gramur, sem fórna vilja samvinnuhugsjóninni á altari valda- græðginnar. Það, sem hér er á undan sagt, ætti að varpa örlitlu ljósi á efni bókarinnar. Hún er vottur þess, að enn eru til menn, sem af djörfung og festu eru þess albúnir að berjast fyrir skoðunum sínum og jafnframt fordæma það, sem miður fer, án þess að vera múlbundnir af tillitssemi við skoðanir eða hagsmuni ann- arra. Karl Stcinar Guðnason. FAXI — 135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.