Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 16

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 16
 Tilkynning til íbúa Keflavíkurhéraðs Undirritaðir, starfandi læknar í Keflavíkurlæknishéraði, hafa ákveðið þetta fyrirkomulag á nætur- og helgidagalæknisþjónustu fyrir íbúa héraðsins, og munu þeir frá og með 1. okt. 1964 skipta með sér vöktum, næstu 5 mánuði, sem hér segir: Frá 1. til 11. okt., nóv. og des. er vaktlæknir: Arnbjörn Ólafsson, Sólvallagötu 18, Keflavík, sími 1840. Náist ekki í hann, snúi fólk sér til Jóns K. Jóhannssonar, sími 1800, eða annars til Olafs Ingibjörnssonar, sími 7584. Frá 11. til 20. okt., nóv. og des. er vaktlæknir: Jón K. Jóhannsson, Sólvallagötu 8, Keflavík, sími 1800. Náist ekki í hann, snúi fólk sér til Olafs Ingibjörnssonar, sími 7584, eða annars til Arnbjörns Olafssonar, sími 1840. Frá 20. okt., nóv. og des. og út þá mánuði er vaktlæknir:1) Ólafur Ingibjörnsson, sími 7584 eða 1401. Náist ekki í hann, snúi fólk sér til Arnbjörns Olafssonar, sími 1840, eða annars til Jóns K. Jóhannssonar, sími 1800. I janúar og febrúar skiptast vaktir þannig: Frá 1. til 11. jan.: Kjartan Olafsson, Kirkjuteig 9, sími 1700. Frá 11. til 20. jan.: Guðjón Klemenzson, Ytri-Njarðvík, sími 1567. Frá 20. til 31. jan.: Kjartan Ólafsson. Frá 1. til 11. febr.: Guðjón Klemenzson. Frá 11. til 20. febr.: Kjartan Ólafsson. Frá 20. til 28. febr.: Guðjón Klemenzson. Athugið að næturvakt hefst klukkan 5 síðdegis virka daga og helgar- vakt klukkan 12 á laugardögum. Vinsamlega geymið tilkynninguna. Arnbjörn Ólafsson, læknir. Guðjón Klemenzson, læknir. Jón K. Jóhannsson, læknir. Kjartan Ólafsson, læknir. Ólafur Ingibjörnsson, læknir. 1) Ath. Lækningastofa Ólafs Ingibjörnssonar er að Sólvallagötu 8, Keflavik. Stofu- sími 1800. Viðtalstími kl. 1—2 e. h. á virkum dögum, nema á laugardögum kl. 11—12 f. h. Vitjanabeiðnir á stofutíma. <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><5<><><><><><><><><><><><><><><>^^ 140 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.