Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.11.1964, Qupperneq 1

Faxi - 01.11.1964, Qupperneq 1
Nóv.-blað 9 XXIV. ÁR 1964 Iðnaðarmannfélag Keflavíkur 30 ára Stjórn Iðnaðarmannafclags Kcflavíkur. Frcmri röð, sitjandi frá vinstri: Sigurður B. Guð- mundsson, Þorbergur Friðriksson, formaður. Aftari röð, frá vinstri: Ingvar Jóhannsson, ritari, Jón Iialldór Jónsson, fjánnálaritari og Eyþór Þórðarson, varaformaður. Þann 4. nóv. síðastliðinn varð Iðnaðar mannafélag Keflavíkur og nágrennis 30 ára. Hélt félagið upp á afmæli sitt þann 14. nóv. með samkvæmi í Ungmenna- félagsliúsi Keflavíkur. í tilefni af þessum merkis tímamótum í starfssögu félagsins, hitti blaðið formann þess, Þorberg Frið- riksson að máli og innti hann eftir því helzta sem gerzt hefur á vegum félagsins frá upphafi. — Hvenær er félagið stofnað? — Það var stofnað haustið 1934 þann 4. nóverpþer. — Hvfe margir voru stofnfélagarnir? — Þeiti voru 19 og til viðbótar skrifuðu 6 menn undir lög félagsins sem stofn- endur þess. — Hverjir voru hvatamenn að stofnun þessa félags. — Þann 24. okt. þetta sama ár var hald- inn fundur með nokkrum iðnaðarmönnum og var þar kosin nefnd til undirbúnings að stofnun félagsins. I nefndina voru kjörn- ir Þórarinn Olafsson formaður, Skúli H. Skúlason og Sigmundur Þorsteinsson. Nefndin samdi frumvarp til laga fyrir félagið og boðaði síðan til stofnfundar þann 4. nóv. sama ár. — Hverjir skipuðu svo fyrstu stjórn? — 1 hana voru 'kosnir: Þórarinn Olafs- son formaður, Guðmundur Skúlason gjaldkeri, Skúli H. Skúlason ritari, Sig- mundur Þorsteinssn varaformaður og Guðni Magnússon vararitari. — Hver voru svo fyrstu verkefnin? — Fyrsta verkefnið var að samþykkja kauptaxta fyrir félagsmenn, sem var mjög aðkallandi, þar sem áður hafði gætt mikils og bagalegs misræmis. Eftir umræður á nokkrum fundum tókst þetta og mætti geta þess til gamans, að fyrsti kauptaxtinn var þessi: Dagvinna kr. 1,30 eftir- og helgidagavinna kr. 1,80 um tímann. Þessi kauptaxti gilti fyrir allar iðngreinar. — Hvað tók félagið sér svo næst fyrir hendur? — Næsta verkefni þess var að stofna iðn- skóla í Keflavík og tók hann til starfa veturinn 1935 og starfaði þá í 2 vetur, en lá síðan niðri um hríð, sakir skorts á nemendum. En tók svo aftur til starfa 1943 og hefir starfað síðan. Hér má geta þess, að skv. nýjum lögum frá Alþingi voru iðnskólarnir teknir inn í skólakerfið árið 1955 og má segja, að þar með hafi lokið beinum afskiptum félagsins. — Hverjr voru fyrstu kennarar skól- ans ? — Fyrstu kennarar hans voru þeir Skúli H. Skúlason og Ragnar Guðleifs- son sem 'kenndu 2 fyrstu veturna. Her- mann Eiríksson tók við stjórn skólans 1943, og hefir verið skólastjóri hans síðan. Auk framangreindra hafa fjölmargir kennt við skólann. — Fleiri stórmál á vegum félagsins? — Já, sjálfsagt mætti telja ýmislegt fleira, en ég legg áherzlu á það að framan- skráð 2 stórmál, það er laun félagsmanna og menntun, eru og munu ávallt verða meðal þýðingarmestu mála iðnstéttanna. — Hvaða mál bera 'hæst í dag? — Að þessum þýðingarmestu málum slepptum vildi ég næst nefna lífeyrissjóð iðnaðarmanna, sem stofnaður var síðast liðið ár. En þessi sjóður er raunar stofn- aður á vegum landssambands iðnaðar- manna, sem við erum aðilar að, og um

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.