Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 6
Nuddstofa sett upp í Keflavík Á síðastliðnu vori, eða 2. maí var opnuð nuddstofa á Mánagötu 7 í Keflavík. Þótti þetta að vonum hið mesta þarfa- fyrirtæki, þar sem engin slík hafði verið hér áður. Núna á dögunum brá ég mér til við- tals við forstöðumann nuddstofunnar, Guðjón Sigurjónsson, til að fræðast af honum um stofuna og starfið, sem þar cr innt af hendi. — Fyrst til að byrja með, Guðjón, lang- ar mig að fræðast eitthvað um sjálfan þig, menntun þína og störf. — Eg er fæddur í Reykjavík 25. sept. 1915, en fluttist til Hafnarfjarðar tveggja ára og ólst þar upp. Hefi ég því alltaf viljað 'kalla mig Hafnfirðing. Eg útskrifaðist úr Kennaraskóla ís- lands vorið 1943 og 1944 lauk ég prófi frá íþróttaskóla íslands. Réðst þá til barnaskóla Hafnarfjarðar og kenndi þar almenn bókleg fög, íþróttir og söng. Árið 1958 fékk ég ársleyfi frá kennslu- störfum, fór þá til Noregs í þeim til- gangi að kynna mér þar sjúkraþjálfun fyrir skólabörn, til dæmis varðandi vaxta- lýti, hryggskekkju og ýmislegt fleira. Við þetta var ég í 4 mánuði, en fannst ég ekki fá nóg út úr því námi. Sneri ég mér þá til þess skóla þar í landi, sem útskrifar fullgilda sjúkraþjálfara (fysoterapeut). Gekk mér greiðlega að fá þar skólavist og lauk ég þaðan prófi eftir 2 vetur. Að námi loknu kom ég heim og hóf þegar störf við æfingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra að Sjafnargötu 14 í Reykjavík og þar hef ég unnið ósliðið, þar til í vor að ég kom hingað til Keflavíkur. — Hvað réði þvi að þú komst hingað suður? — Fyrst og fremst langaði mig að fá aðstöðu til að vinna sjálfstætt, en vissi, að hér var enginn sjúkraþjálfari fyrir 'og hér hlaut því að vera mikil þörf fyrir slíka starfsemi. — Og hvernig hefur svo starfið gengið? — Starfið hefur verið miklu meira en ég gerði mér grein fyrir í upphafi, sem stafar af mjög góðri samvinnu við alla lækna héraðsins. Og hvað viðkemur sjúklingunum þá fellur mér samstarfið við þá alveg sérstaklega vel og vona að svo megi verða framvegis. — Ertu kvæntur, Guðjón, og hvar bú- settur ? Guðjón Sigurjónsson. — Já það er ég og konan mín er Stein- unn Jónsdóttir, dóttir Jóns Gests Vig- fússonar sparisjóðsgjaldkera í Hafnar- firði, sem ýmsir Suðurnesjamenn munu kannast við. Heimili okkar er að Fögru- kinn í Hafnarfirði, sími 50357. — Hyggist þið flytja til Keflavíkur? — Ég hef mikinn áhuga á því og hefi verið að leita fyrir mér um lóð eða heppi- legu húsnæði fyrir okkur og starfsemina. — Já, vonandi tekst þér að finna slíkan stað. En vel á minnzt. Þú nefndir áðan íþróttakennslu og söng í sambandi við kennarastarf þitt í Hafnarfirði. Varstu sjálfur mikið í íþróttum fyrr á árum? — Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á öllum íþróttum, tók þátt í frjálsum íþróttum, handbolta, knattspyrnu og fimleikum. 'Eg stofnaði til dæmis sjálfur fimleikaflokk, sem ég stjórnaði um 10 ára skeið og kom opinberlega fram og hafði sjálfstæðar sýningar. Eg var einnig áhuga- maður um skátafélagsskapinn og var meðal stofnenda hjálparsNæitar skáta í Hafnarfirði og foringi hennar frá stofnun til 1959. — Og fleiri áhugamál? — Já, eins og ég gat um, var ég söng- kennari við barnaskólann í Hafnarfirði, og söngur og músik er eitt af mínum hjart- ans áhugamálum. í þessu sambandi má geta þess, að jafnframt söngkennarastarf- inu var ég einnig um tíma organisti við fríkirkjuna í Hafnarfirði og er nú starf- andi organisti við Kálfatjarnarkirkju. — Þetta var skemmtilegt að heyra, Guð- jón, og sjálfsagt munu skátar Keflavíkur, íþróttamenn og söngelskt fólk, kunna að meta áhuga þinn í þessum greinum og bjóða Jrig hjartanlega velkominn hingað suður. Undir þær frómu óskir er blaðinu ljúft að taka. H. Th. B. Minnismerki druknnaðra sjómanna I síðasta tölublaði Faxa, er stutt spjall við garðyrkjumann Keflavíkur, Guðleif Sigur- jónsson, varðandi skrásetningu á gömlum leiðum í Keflavíkurkirkjugarði, og er vel um það, að þessi ungi og ötuli garðyrkju- maður hefir nú tekið garðinn í sína umsjá og hyggist lagfæra þar ýmislegt sem aflaga fer og þar á meðal að inna af hendi íyrr- greinda skrásetningu. Er líklegt að fólk hafi brugðist vel við málaleitan Guðleifs og veitt honum alla þá aðstoð sem í þess valdi stóð þessu viðvíkjandi. Því öllum á okkur að vera það metnaðarmál að hlúð sé sem bezt að þessum helga reit og honum sýndur verð- ugur sómi. En er ég hugleiði þetta mál, kemur mér í hug, að fyrir nokkrum árum var talsvert um kirkjugarðinn ritað hér í blaðinu, bæði hvað ábótavant væri við hirðingu hans og einnig hvað fyrir hann mætti gera, til að hlúa að honum, fegra hann og prýða. Eitt verkefnið, sem bar á góma i þessum umræðum, var að efla sjóðstofnun með því markmiði, að láta gera veglegt og listrænt minnismerki um drukknaða sjómenn úr Keflavík og Njarðvíkum og staðsetja það í kirkjugarðinum í Keflavík. Voru allir á einu máli um nauðsyn þessa verks, en því miður hefir enn ekkert verið aðhafzt, hvorki af sóknarnefnd né einstakl- ingum. Ekki er þetta þó allskostar rétt, því meðan umræðurnar stóðu yfir í blaðinu, kom til mín ungur keflvískur sjómaður, naum- lega af barnsaldri, með þúsund króna seðil sem hann vildi gefa til þessa málefnis. Ekki vildi hann láta nafns síns getið í sambandi við þessa gjöf, setti einungis fram þá frómu ósk, að peningarnir yrðu geymdir þar til hafizt yrði handa um framkvæmdir. Þessir peningar munu þeir fyrstu, sem safnazt hafa í þessu skyni og eru þeir á vöxtum og til reiðu, hvenær sem góðum mönnum sýnist tími til kominn að fram- kvæma þetta hugsjónamál. Vil ég nú að endingu skora á sóknarnefnd og áhugasama einstaklinga, t. d. þá sem mest skrifuðu um málið hér um árið, að sameinast nú um þetta verk og hrinda því í framkvæmd hið bráðasta. H. Th. B. 146 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.