Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 9
Gils Guðmundsson: SUDUR MEÐ SJÓ Framhald. Stafnes. Frá Flvalsnesi er stutt á Stafnes, sem í fornum máldögum er jafnan kallað Star- nes. Ekkcrt vil ég um það fullyrða, hvort nafnið er upprunalegra. En sé Starnes hið forna heiti "bæjarins, hendir það til þess, að þar hafi fyrr á öldum verið starengi. Hafi svo verið, er það nú fyrir löngu horf- ið í sand og sjó. Getur það staðist, því að jörðin „hefur stórlega af sér gengið og gengur enn í stórflóðum af sand- og sjáv- arágangi“, segir sr. Sigurður B. Sívertsen í sóknarlýsingu 1839. A hitt má þó benda, að Stafnes er fornt staðarheiti á Fjölum í Noregi. Stafnes var eitt sinn stórbýli, 143 hundr- uð að dýrleika, enda talið að þar hafi verið yfir 20 hjáleigur. Getur jarðbókin frá 1703 um 10 hjáleigur byggðar og 12 eyðihjá- leigur, sem Stafnesi fylgi, og telur allar upp með nöfnum. Flér var því í rauninni heilt sjávarþorp. Var og á Stafnesi einhver hin stærsta og veiðisælasta verstöð á öllum Suðurnesjum. Þar hafði konungsútgerðin um skeið aðalbækistöð sína. Hólastaður gerði ót skip þaðan. Glöggt dæmi þess, hve mikil verstöð Stafnes var á 17. öld, er eftir- farandi frásögn annála um skipstapa þar 1685: Mannskaðaveður. Skipstapar ógur- legir á Góuþrælnum. Sjö á Stafnesi — Drukknuðu 58 menn ... A tíæringunum frá Stafnesi voru flestir útgerðarmenn að norðan og margir valdir menn, þar á meðal Olafur yfirlestarmaður á Hólum, Þorsteinsson.“ Á 19. öld var enn mikil útgerð frá Staf- nesi. Gengu þaðan að jafnaði al'lmörg stór- skip, enda óvíða eða hvergi jafngóð afla- brögð á vetrarvertíð sem þar. Nú er útgerðarsaga Stafness fyrir áll- löngu á enda. Fátt er þar legnur, sem mihnir á forna athafnasemi og reisn. — Rústir og tóttir eru þar eðlilega margar, en húsin, sem enn standa orðin næsta hrör- leg flest. Bósendar. Nú skal haldið að Básendum. Þangað er ekki bílvegur, en leiðin er stutt. Bás- endar liggja skammt sunnan við Stafnes í landi þess. Þar var kaupstaður á einok- unartímabilinu og nokkru lengur, svo sem kunnugt er. Básendahöfn þótti jafnan við- sjál, enda er leiðin inn á höfnina löng milli ófrýnilegra skerja. Varð þarna oft skipatjón, einkum þar til járnhlekkir voru greyptir í sker og kletta í fjörunni og skip- in „svínbundin“ sitt á hvað. Má enn sjá leifar af þeim umbúnaði þegar 'lágsjávað er. Á malartanga einum þarna rétt hjá eru enn dálitlar rústir, þar sem staðið hafa verzlunar- og bæjarhús á Básendum. Hús- um þessum var hætt í stórflóðum, og gekk sjór stundum inn í þau fyrr á öldum, án þess að verulegt tjón hlytist af. En snemma í janúarmánuði 1799 gerði ofsaveður af út- suðri og tók þá af hús á Básendum, svo að þar stóð ekkert eftir. Kaupmaðurinn, kona hans, fjögur börn og vinnukona, björguðust með naumindum. Gömul kona, Rannveig Þorgilsdóttir, scm verið hafði þar niðursetningur í nokkur ár, drukknaði í flóðinu. Sfðasti kaupmaður á Básendum hét Hin- rik Hansen. Hann ritaði greinargóða lýs- ingu á atburði þessum, er hann sendi sýsiu- manni, um leið og hann bað um skoðunar- gerð á rústunum og fjártjóni sínu. Fer hún hér á eftir, allmikið stytt (þýðinguna gerði Vigfús fræðimaður Guðmundsson, sem ritað hefur ýtarlega um Básendaflóð í Blöndu III. bindi, bls. 46—68.) „Eftir að við öll vorum háttuð, varð ég þess var um nóttina, á að giska kl. 2, hversu veðrið af suðri til vesturs magnað- ist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að heyrast skellir, hver eftir annan, eins og veggbrjótur væri að vinna á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór ég á fætur, til þess að líta eftir Veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk ég upp húsdyr- unum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergið á lítilli stundu. Flúðum við því í skyndi upp á húsloftið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við ótt- uðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem fbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris. Svo vissum viðlíka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum við víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis- úrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loftinu í sí- felldum dauðans ótta, að veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Hér um bil kl. 7, að við héldum, treyst- umst við ekki lengur að geta bjargað líf- inu þarna á loftinu. Braut ég því glugg- ann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum. Eg óð með yngsta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, varningi og búshlutum. Náðum við fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalist þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urð- um því að flýja þaðan aftur, og til hlöð- unnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að kom- ast inn. Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þak- inu, en hinn hlutinn blakaði fram og aftur, eins og blaðsnepill. Til þess enn að reyna að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyði- lagðan kaupstaðinn, leiddumst öll saman áleiðis til byggða. Oðum við svo og skrið- urn í rokinu, unz við eftir miklar þrautir náðum til næstu hjáleigu, er nefndist Lodda, rctt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur, sem vorum örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki, með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. I haðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema þrjú stafgólf á lengd, 2/z alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp á mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níðast á gestrisni hans. Fórum við nú á eyðijörð- ina Stafnes, og bjuggum um okkur í bað- stofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höf- um við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá, eru húsin mín öll á verzlunarstaðnum saman- hrunin að grundvelli, og bærinn, sem þar var líka. Fólkið úr honum (vinnufólk kaupmanns) bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu.“ Frh. FAXI — 149

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.