Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 10

Faxi - 01.11.1964, Blaðsíða 10
Frá Skattstofu Reykjanesumdæmis Til ðfhugunar fyrir framteljendur Samkvæmt 83. gr. reglugerðar frá 31. des. 1963 skal sér- hver framteljandi gæta þess, að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn, er leggja megi til grundvallar framtali hans og sann- prófunar þess, ef skattayfirvöld krefjast. Ennfremur skulu þeir, sem ekki eru bókhaldsskyldir, geyma reikninga og kvittanir fyrir útborgunum, svo og launa- seðla (launagreiðsluumslög), innlagsnótur o. þ. h., en séu slík gögn fyrir innborgunum ekki látin í té, þá að skrá hjá sér allar innborganir fyrir seldar vörur, vinnu eða þjónustu, svo og aðrar innborganir þann dag, sem greiðslan er móttekin. Þá ber og hverjum framtalsskyldum aðila að geyma samninga, bréf og önnur gögn, sem framtal hans varðar. Sérstök athygli skal vakin á því, að framtal telst ófullkom- ið, ef á framtalið vantar launaupphæðir, og framteljandi vísar í launamiða frá atvinnurekanda. Eldri ákvæði skattalaga um innfærslu skattstofunnar á framtöl skattþegna í slíkum tilfell- um eru fallin úr gildi, og verður litið á slík tilvik sem algjörlega óframtalin laun og viðurlögum beitt. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi Verzlunarhús Hamborgara í Kcflavík. I Vinsamlegu bréfi til Faxa frá Arna Vil- hjálmssyni, Bogahlíð 11, Rvík., segir: „ — — — I októberblaðinu núna er fram- haldsgrein eftir Gils Guðmundsson rithöfund, þar sem 'hann nefnir Keflavík, segir hann að verzlunarhús Hamborgara hafi staðið á hólma skammt undan landi, en síðan hafi þau verið flutt á land upp. Nú þekki ég engan hólma við Keflavík. Hlýtur þetta ekki að eiga við hólmann undir Vogastapa? Þar hefði ég haldið að væri um hólma að ræða, en ekki við Keflavík. Þetta skiptir víst ekki miklu máli, en dálítið finnst mér frásögnin vill- andi fyrir ókunnuga“. Ýmsir fleiri hafa fært þetta i tal við blað- ið og komið fram með aðrar tilgátur, t. d. Leirabplma o. fl. Heimild Gils mun hins vegar m. a. vera fengin úr sögu einokunar- verzlunar á Islandi eftir Jón Aðils, Margir véfengja þessar heimildir, telja þær hæpnar og benda á, hvort ekki sé hugsanlegt að um staðarugling sé að ræða, að hér sé endur- fæddur hólminn sá, er verzlunarhúsin í Reykjavík stóðu á. Þannig kynni þetta að vera. Svo er líka til sá möguleiki, að um- ræddur hólmi hafi verið til hér fram á vík- inni, en sé nú allur. Fróðlegt væri að heyra álit gamalla Keflvíkinga á þessu. H. Th. B.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.