Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 17
Gils Guðmundsson: SUÐUR Framhald. Hafnir. Skammt sunnan við Básenda gengur vogur einn eða lítil'l fjörður inn í landið. Nefnist hann Osar. Sunnan Osanna taka við Hafnirnar, en þar eð enginn vegur liggur fyrir Ósabotna verður ekki komizt þá leið í farartæki nútímans, bílnum. — Höldum við því aftur að Stafnesi og það- an sama veg til baka allt til Keflavíkur. Þar liggur bílvegsálma út af aðalvegi rétt hjá flugvallarhliðinu. Sá vegur liggur um Hafnaheiði sunnan við Ósana. I Höfnum hefur löngum verið allmikil byggð. Þar bjuggu oft sjósóknarmenn miklir og kom- ust sumir vel í álnir. Hefur séra Jón Thor- arensen lýst hinum gömlu Hafnamönnum í skáldsögum sínum, og stuðzt þar mjög við sagnir og munnmæli. Hdztu jarðir þar á síðari tímum voru Kirkjuvogur, Kotvog- ur, Merkines og Kalmanstjörn. Nokkru fyrir sunnan Kalmanstjörn eru við sjóinn rústir allmiklar og garðar. Eru það sand- orpnar leifar af fornri byggð. Þar hét Kirkjuhöfn. A þessum stað hafa fundizt leifar af kirkjugarði og gömul mannabein. Fleiri bæir hafa verið þarna, svo sem Sand- höfn og Eyri. A Eyri bjó um miðja 17. öld maður sá, er Grímur hét. Það var einhverju sinni meðan Hallgrímur Pétursson var prestur á Hvalsnesi, að Grímur bóndi á Eyri kom þar á sunnudegi og hlýddi messu í Hvalsneskirkju. Gekk hann út um mess- una að gæta reiðskjóta síns, sem var hryssa. Hafði hún losnað, en Grími varð skap- brátt, lamdi merina harkalega og batt síð- an rammlega aftur með reipi. Munu þær aðfarir hafa verið ófagrar. Gerðist þetta i sömu andrá og Hallgrímur blessaði yfir söfnuðinn. Sá hann gjörla allt atferli Gríms, því að viðureign hans við merina fór fram gegnt opnum kyrkjudyrum. Um það kvað prestur eftir messuna: Hann Grímur á Eyri gerir sem fleiri, að gengur hann út, merina keyrir, með reipum svo reyrir og rekur á hnút. Sunnan við Eyri taka við þverhnípt björg í sjó fram, er heita Hafnaberg. Er það á alllöngu svæði um og yfir 30 metra MEÐ SJÓ hátt. Verpir þar allmikið af sjófugli, eink- um svartfugli. Þar var áður allmikil eggja- og fuglatekja, og þurfti að síga í bjargið, sem er ókleift með öllu. Nyrzt gengur inn í bergið gjá nokkur, sem heitir Klauf. — Þótt Hafnaberg sé ekki ýkjahátt, er sjálf- sagt fyrir ferðamenn á þessum slóðum að leiða það augum og gefa um stund gætur að hinum fleygu og skemmtilegu íbúum þess. Reykjanes. Frá Hafnabergi er ekki ýkjalangt út á hið eiginlega Reykjanes, en svo nefna menn suður þar „hæl“ Reykjanesskagans, nesið milli Staðar í Grindavík og Stóru- Sandvíkur í Hafnalandi. Svæði þetta er ákafiega eldbrunnið. Þar eru ótal gígir, gufuhverir, brennisteinshverir og leirpytt- ir. Nesið er allhálent og sæbratt víðast hvar. Upp úr hraununum standa nokkrir móbergshryggir, svo sem Valahnúkur, Vatnsfell og Sýrfell. Þar eru og tvær breið- ar hraunbungur, Skálafell og Háleyjar- bunga, gömul eldfjöll. Gígurinn í Hál- eyjabungu er stór og tilkomumikill, sagð- ur 440 fet að þvermáli og 100 feta djúpur. A þessum slóðum mun hafa gosið á 13. öld, þegar „hálft Reykjanes brann“. Enn er þarna mikill jarðhiti og fjöldi smá- hvera. Einna stærstur þeirra og þekktastur er Gunnuhver, þar sem Eiríkur karlinn í Vogsósum kom draugnum fyrir. Ekki ýkjalangt frá Gunnuhver er hó’ll einn sér- kennilegur, myndaður úr mjallhvítu hvera- hrúðri (kísil). Má kljúfa kísilinn í þunnar flögur. Hugðu menn um skeið að þetta væri „postulínsjörð“ og vænlegt að vinna úr postulín. En Þorvaldur Thoroddsen sá hvers kyns var og gerði ljósa grein fyrir. Fram hjá Reykjanesi hefur jafnan legið fjölfarin skipaleið. Var því snemma þörf á vita þar, enda reis á þessum stað fyrsti viti landsins, byggður 1878. Upphaflega stóð vitinn á Valahnúk, úti við sjóinn, en vegna þess hve mikið hrundi úr hnúknum í jarðskjálfta 1886 þótti ekki öruggt að láta hann standa þar áfram. Þó liðu enn allmörg ár unz byggður var nýr viti. En árið 1908 var hár og stæðilegur viti reistur uppi á Bæjarfelli, sem svo er nefnt, þar eð vitavarðarbærinn hefur frá upphafi staðið við rætur þess. Aukaviti var einnig reistur á Skarfasetri, skammt frá grunni gamla vitans, þar eð Skálafell skyggir á aðalvit- ann á mjóu belti á siglingaleið skipa, er að austan koma. Ofan úr Reykjanesvita er útsýni gott yfir nesið og á haf út. I suðvestri blasir við Eldey úti við hafsbrún, 77 metra há, hvít af fugli og fugladrit eins og mél- sekkur. Fyrir utan hana sézt skerið Eld- eyjardrangur, en til hinna ytri Fuglaskerja sést ekki. Norður af Valahnúk, skammt undan landi, rís upp úr Reykjanesröst 50 metra hár móbergsdrangur, sem heitir Karl. Þeg- ar brimar kvað hann verða alhvítur, og mun það tilkomumikil sjón. Björgin hér við sjóinn eru mjög etin út í skvompur og skúta. Brim er oft svo mikið á þessum slóðum, að bergin eru öll í löðri. Heyrast þá að sögn skellir miklir og brak eins og fallbyssuskot, þegar brimskaflarnir lemja bergið og berja saman stórum hnullung- um í fjörunni. Eru þar víða tröllauknir garðar af brimsorfnu grjóti. Ekki eru það neinir smásteinar, heldur heil björg, og er hverju tildrað ofan á annað. Fjörugrjót þetta er egglaga, steinarnir margir á að gizka 1—2 metrar að þvermáli. Reykjanesviti á Bæjarfelli og íbúðarhús vita- varðarins. F A X I — 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.