Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 23
9 <► O <► n <► o o <► n <► u n n n <> n u n n u u n U u n u u U n u u U n n TELPAN í TEDRYKKJUKRÁNNI Ljóð og lag: Kristinn Reyr. Viðsjált er vaðið á ánni, ce, vöð eru hreint ekkert grín, en telpan í Tedrykkjukránni töfrar mig yfir til sín, svo er hún síkvik í fasi og syngur og dansar og hlœr. Ætli eg hopi eða hrasi, eg hafði það yfir í gœr. Eitthvað er skreipt hér í ánni og öldungis djúpt þetta vað, en telpan í Tedrykkjukránni trompar mig, víst er um það. Hvers vegna hafði eg ekki í hendinni prik eða staf? Straumurinn fléttast í flekki, sem fœra mig skjálfandi á kaf. Hrollkaldur hrekst eg í ánni og hatturinn flýtur á burt, en telpan í Tedrykkjukránni tosar mér upp úr á þurrt, svo er hún síkvik í fasi, já, sú kippir flestu í lag. Ætli eg fari eða flasi að fljótinu aftur í dag. (Flutt á skemmtifundi StaShverfinga í Grindavík, 14. nóvember 1964. Söngvari: Magnús Vilmundarson). ut fjöruna, út á nesið; fleiri fóru á eftir með sama hætti; urðu þetta sex til sjö menn, sem fóru þannig hver á eftir öðr- um með fjörunni út á nesið, héldu þeir allir á ýmislega litum veifum og fóru all geyst. Er þeir voru komnir nokkuð út með sjónum, vöfðu þeir saman veifunum og héldu til baka, þetta var endurtekið þrisvar sinnum, en þar eftir gengu menn þessir inn í hópinn, sem fyrir var, og var ekki að sjá, að neitt meira væri aðhafzt. Hófust nú umræður um borð um það, 'hvað landsmenn vildu gefa til kynna með þessum ferðum. Héldu sumir, að þeir væru að vísa bátnum frá landi, en aðrir, að þeir mundu ekki hafa bát við hönd- ina. Nú var úr vöndu að ráða, enginn bátur kom úr landi og ekki fært að ná sambandi við land á annan hátt. Segir Arni þá við menn sína, að nú sé sá einn kostur fyrir, að hleypa bátnum í land. Þeir muni vafalítið bjargast, þar sem sand- ur sé auðsjáanlega í fjörunni, þeir séu orðnir aðþrengdir nokkuð af þorsta og vanti einnig mat; því sé eigi annað ráð nær en reyna að komast í land með þessu móti. Leizt mönnum mjög misjafnlega á þessa hugmynd. Arni hafði áður veitt athygli röð af hraundröngum ,sem stóðu upp úr sjón- um í átt til lands. Nú flaug í hug hans, að ef þeir kæmust inn fyrir dranga þessa mundi vera örskammt í land, ekki hafði hann samt orð á þessu. Lætur hann nú „heisa“ segl og létta akkeri, heldur svo inn með fyrrnefndum dröngum, þar til komið var inn fyrir þá. Þar var aftur lagzt við akker og gefið út það sem til var af keðjum um borð. Er svo hafði verið um búið, var ekki nema örskotsleið í land. Var nú kastað út belg, sem áður hafði verið festur við línu, við belginn var bundið hið bilaða rör ásamt flösku, sem 1 var miði með beiðni um að lagfæra rörið og að fá eitthvað að drekka. Belgn- um var veitt greið viðtaka, er hann bar að landi og sáu þeir frá bátnum, að sumt af fólkinu fór þ egar í ýmsar áttir, og vissu þeir síðar, að þá var verið að sækja á bæina i kring það, sem um var beðið. Eftir nokk- urn tíma var þeim send út með hjálp belgsins, mjólk á átta potta kút, var hon- um komið fyrir í „skjóðu" og bundið rammlega fyrir opið, svo eigi kæmist sjór í. Og nú fengu þeir um borð að vita, að landsmenn vildu með ferðum sínum út a nesið, gefa bátsverjum til kynna, að batur væri til staðar hinu megin á nesinu, en það kom ekki að gagni, því ekki var unnt að komast út úr víkinni og norður fyrir nesið, vegna mikillar öldu og óhag- stæðs leiðis. Nú voru allar raunir á enda, þar sem þeir fengu úr landi á þann hátt, sem áður er lýst, allar sínar nauðsynjar. Minntust þeir æ síðan með þakklátum huga örlætis fólks í landi, sem sótti á bæina og sendi um borð hvaðeina, sem það hugði að þá vantaði eða kæmi vel að fá. Og allir þessir flutningar fóru fram með aðstoð belgsins og skjóðunnar, sem dregin var á línu milli báts og lands, eins og áður er sagt. Víkin, sem þeir lentu í, heitir Kross- vík. Þar voru einnig tveir bæir, sem þeir mundu nöfn á, Traðir og Traðabúðir. Frá þessum bæjum var sent með brotna olíurörið til baukasmiðs þar uppi í sveit- inni; var um all langan veg að fara til að ná fundi hans. Fyrirspurn höfðu bátsmenn gert um leiðina út úr víkinni, út á milli skerjanna, en fengu þau svör, að þeir skyldu halda sömu leið og þeir komu inn, því þeirn hafði tekizt að þræða hina einu réttu leið, er þeir komu þar inn. Olíurörið marg- nefnda kom um borð seint á laugardags- kveldi, og þegar búið var að koma því FAXI — 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.