Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 37

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 37
„Hún amma Páll Jónsson er vistmaður á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Hann varð 90 ára 2. nóv. s. 1. Hefur halm legið rúmfastur síðan 1936. Hann er óvanalega andlega heilbrigður, les og skrifar sér til dægrastyttingar og prjón- ar á barnabörnin og hina mörgu vini sína og kunningja, — allt er það sérlega falleg vinna. Ættir hans eru af Kjalarnesi og úr Kjós. Hann ólst upp í Hvammi í Kjós. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík hjá Þorsteini Tómás- syni. Fór til Danmerkur og fullnumaði sig þar í iðn sinni. Giftist Vigdísi A. Jónsdóttur 1910. Atti með henni 7 börn. Af þeim eru 5 á lífi. Þrjú þeirra eru búsett hér í Keflavík: Ingveldur, Hallbera og Böðvar. Páll er vel skáldmæltur og á létt með að semja óbundið mál, eins og meðfylgjandi frásögn vitnar um. Hann er mikill tungumálamaður og hefur þýtt ýmislegt úr þýzku ensku og Norðurlanda- málum. Nú á dögunum komst ég yfir þessa frá- sögn gamla mannsins frá bernskuárum hans, en hún er kafli úr bréfi til Ingveldar kennslu- konu, dóttir hans. Og þar sem mér finnst alveg einstakt og aðdáunarvert, hve vel þessi níræði öldungur skrifar og stílfærir hugsanir sínar, fékk ég leyfi til að birta þessa minnis- punkta í jólablaði Faxa. enda fer hér saman fróðlegt og lærdómsríkt umhugsunarefni og sannarlega á boðskapurinn erindi til allra. H. Th. B. „Mennirnir mega ekki snerta sundfugla með höndunum, því ef að maður snertir sundfugl eða tekur hann upp með hönd- unum, þá deyr blessaður fuglinn.“. Þetta sagði hún Valgerður Gísladóttir, móðir hennar móður minnar, stundum við mig, þegar ég var lítill. Engan annan hefi ég nokkurn tíman heyrt segja þetta og ekki gaf ég þessu mikinn gaum, fremur en öðru, sem amma mín blessunin var að segja mér. Nú dáðist ég svo mikið að fuglunum og hafði svo mikið yndi af þeim undir eins og ég fór að 'hafa nokkust vit, en ég var líka afleitur með að taka unga, sem ég fann út um hagana, og halda á þeim tímunum saman, þetta var svo fallegt °g hlýtt og mjúkt og elskulegt, að ég blátt afram gat ekki fengið af mér að sleppa þeim aftur. Stundum dóu líka þessir aumingjar úr hræðslu áður en ég var buinn að fá nóg af að skoða þá. Þetta bönnuðu foreldrar mínir og amma mín iner, en freistingin var svo mikil, að ég helt þessu áfram í nokkur ár. Allt voru þetta ungar meinlausra fugla. Lóan, spóinn, stelkurinn, mýrispítan, þufutittlingurinn og fleiri fuglar verpa l moum og mýrum, oftast voru það lóu- mín það sagði mér. . Páll Jónsson. og mýrispítuungar, sem ég gekk fram á. Spóaunga fann ég aldrei, og vissi ég þó að spóahreiðrin voru um alla móa, það sýndi öll ungamergðin, sem fyliti öll tún, þegar kom fram á surnrið og allir ungar voru orðnir fleygir. En spóinn er svo ótrú- lega kænn að fela hreiðrið sitt. Líklega liggja hjónin á eggjunum til skiptis, þó veit ég það ekki með vissu, en það hjón- anna sem ekki liggur á, er sífellt á verði að gera hinu aðvart, og ef eggjafuglinn þarf að skríða úr hreiðrinu, smýgur hann og læðist milli þúfna langar, langar leiðir, og sprettur svo upp hágeltandi og þykist hrökkva þessi ósköp við, langt frá hreiðr- inu, og lætur þá sem mest á sér bera. Tjaldurinn hagar sér alveg jafn kænlega, en hann verpir vanalega nær sjó, á melum eða þurrum sendnum grassléttum, og aldrei mjög nærri hver öðrum. Þeir fuglar sem verst eru settir um varp- og útungartímann, eru æðarfuglinn og krían, því að hvor tveggja verpa á ber- svæði í eyjum og nesjum, og það eru þessir fuglar, sem verða mest fyrir barð- inu á ránfuglunum. Það er ljótt að sjá, hvernig fálkinn fer með ’kríugreyið. Ernir, fálkar, smyrlar og hrafnar verpa í björg- um, svo að þeim er óhætt. Ekki ráðast þeir heldur hver á annan, og vita þeir þó vel hver um annars bústaði. Allir unga fuglarnir út á sama tíma. Endur og æðar- fuglar fara með sína unga í sjóinn og vötn og ár, og þar finna þeir fæðu sjálfir. Rán- fuglar og bjargfuglar ala unga sína upp í hreiðrum þangað til þeir eru orðnir fleygir. Allur er þessi ungasægur sísoltinn og sí- grenjandi og skrækjandi að heimta mat af foreldrunum. Sundfuglar veiða fisk handa ungum sínum, en ránfuglar ala unga sína mest á ungum annara fugla. Krían á tvö egg, ef henni tekst að unga þeim út, verða ungarnir tveir. Oft sá ég fálka koma brun- andi skáhallt niður úr háa lofti og gleypa annan ungann, snúa svo við og gleypa hinn og fljúga síðan upp í hamraborg sína. Auðvitað horfa mæðurnar ekki þegjandi á þessi voðalegu barnamorð, nei, þær verja líf afkvæma sinna eftir mætti, en morðinginn er svo öflugur, að þær fá við e'kkert ráðið. Þegar ungarnir fara svo að baksa við að fljúga, tekur ekki betra við. Þá kemur víkingurinn brunandi skáhallt niður úr háa lofti, slær vængbarðinu á hálsinn á illa fleygum unganum og skell- ir af honum hausinn, svo hremmir hann líkið með klónum áður en það fellur til jarðar, flýgur með það heim til soltinna unga sinna og gefur þeim að éta. \ Og iundagreyið, þá á hann ekkj sjö dagana sæla með uppeldi unga sinna. Hann er síveiðandi smáfisk, syndir og kafar ágætlega og er furðu duglegur að véiða, en hann er þungfleygur og því fálkanum þeim flugsnillingi, auðveld bráð. Hann er oft á sveimi yfir varplandi lundans! og skellir af honum hausnum þegar hann kemur úr veiðiför og færir hann ungum sínum. Þannig er baráttan fyrir tilverunni hörð og hræðileg allstaðar. Ernir, hrafnar og veiðibjöllur eyðileggja æðarfuglinn, þennan elskulega æskuvin minn. Stundum veiðir örninn lax og sjóbirting í góðu veðri á sumrin. Orninn hremmir fiskinn, þegar hann syndir í yfirborði sjávar í veðurblíðunni. En hann getur ekki losað hinar sterku, bognu klær úr fiákinum aftur, hann verður að éta fisk- inn úr hramminum til að losna. Einn er sá góði, meinlausi fugl, sem ég sá rán- fugla aldrei ofsækja. Þessi fugl er teistan sem flestir þekkja. Hún verpir í björgum, ein'kum háum, ókleifum hömrum, þar finnur hún holur og sprungur, sem hún verpir í. Hún gerir sér ekkert hreiður, heldur verpir hún sínum tveimur eggjutn á bera klöppina og þar ungar hún þeim út. Konurnar liggja á eggjunum, en karl- arnir synda fyrir neðan og veiða smáfisk og færa konu og börnum til matar. F A X I — 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.