Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 41
Synd eða sjúkdómur? Hugvehjan, sem hér birtist í laus- legri þýðingu, er hvorþi ný af nálinni né innlend að uppruna. Viðfangsefn- ið er þó engu að siður brennandi í hugum allra alvarlega hugsandi Is- lendinga. Vandamálið, sem um er fjallað er <?/(/(; séreign neinnar einn- ar þjóðar og því verður í7(/(/ bund- inn staður né stund til umrceðu og umhugsunar, meðan áfengið flœðir yfir lönd og álfur. Hugveþja þessi birtist i norshu dagblaði fyrir réttum sjö árum, og er eftir þunnan norsþan þlerþ (nú bisþttp?), Monrad Norderval að nafni, en hann er miþill áhtigamaður um bindindismál og hefur starfað mikið á þeim vettvangi meðal þjóð- ar sinnar. Hann er ómyrþur í máli og segir löndum sínum óspart til syndanna. Vcenti ég, að mörgum sýnist sem mér, að hugleiðingar hans eigi c7(/(/ síður erindi til ís- lenz\ra „borgara“ á þessttm válegu tímum — tímum dryþþjutízþu og lausungar, jafnt meðal ceðri sem lcegri þegna þjóðfélagsins. Ag. Gitðm. Sagan um glataða soninn hefur löngum verið talin ein lærdómsríkasta dæmisaga fagn- aðarerindisins: Snilldarlega gerð, í senn ylrík og hugstæð, auðskilin og raunsæ. En túlkun hennar er oft og tíðum í hæsta máta væmin og tilgerðarleg. I listrænni frá- sögn og boðskap er þessi villuráfandi þrjótur sýndur okkur á þann veg, að hann verður allrar samúðarinnar aðnjótandi. Hann verður næstum því mikill og göfugur, eins konar hugsjónamaður, íklæddur kærleikríkum hjúp. En þannig er hann alls ekki. Að mínu áliti hefur hann verið lítill karl og fátt gott í fari hans. Fyrst heimtar hann arf sinn með tillitsleysi. Hvers vegna ætti hann að eyða kröftum sinum heima á búi föður sins? Sauðurinn hann bróðir hans gat gert Það; hann mátti þræla á ökrunum og í smiðj- unni og gera sig lotinn í herðum eins og karl- mn og kerlingin: foreldraskammirnar. Þau um það. Allt í lagi, bara ef hann fengi aurana, takk! Síðan á braut út í hinn dásamlega heim. Nú mundi allt leika í lyndi. Aldrei framar mundi þung föðurhönd hvíla á herðum hans, engin Sorgmædd, spyrjandi móðuraugu mæta hon- Um. Burt frá óbolandi samvizkusemi bróður- ms, burt frá þessari innilokuðu byggð, með óllum sínum forvitnu augum, sem alls staðar voru á gægjum. Því skyldi maður vera að r*kja einhverjar skyldur, eða hvað það nú hét, þegar hægt var að veita sér allt sem hugurinn girntist? Burt, burt út í hinn dá- samlega heim. -k Ekki er ótrúlegt að hann sé kvæntur og eigi fyrir konu og börnum að sjá. Ekkert er frá því skýrt, en kannske er það eitt af því sem hann flýr. En hann er ekkert að hirða um slíkt og heldur sína leið. Þetta er á engan hátt óvenjulegt. Ég þekki marga, sem hafa leikið sama leik. Þeir ganga með stórar fjárfúlgur í vösunum, fá ókeypis uppihald og ókeypis aðhlynningu. En þeir hafa aldrei ráð á að láta eyri heim. Reyni maður að tala um fyrir þeim, hverfa þeir bara til annarra landshorna eða á erlend skip, svo að þeir losni við alla ábyrgð. Þeir eyða öllu í drykkjukránum og danshúsunum! Þótt furðulegt megi virðast, leikur oftast um slíka herra eins konar dýrðarljómi, marg- breytileiki hins stóra heims, ævintýralegt og hættulegt líf, kraftur og dirfska. ■k Veruleikinn er miklu óskáldlegri. Oft grár, hversdagslegur og óvinveittur. Það er sannar- lega ekki margt gott um svona herra að segja. Þeir eru sjálfselskan á hæsta stigi. Allt er í lagi, ef hann getur notið lífsins, hellt sig fullan, velt sér í öllum hugsanlegum og ótrúlegustu löstum og ódyggðum, þá er honum sama um hina, um aldraða foreldra, um hana, er hann sór ást og tryggð, um börn, sem hann hefur getið í heiminn og ætti að vera stoð og stytta! + Jú, við könnumst öll við slíka kalla! Frá mannlegu sjónarmiði er svona herra ekki þess virði, að tekið sé ofan fyrir honum. Hann er óverjandi og óferjandi mannkerti, sem hegna ætti á ómildan hátt. Kannske hann yrði þá — en alls ekki fyrr — hræddur um að verða fyrir sömu meðferð í annað sinn, ef hann bætti ekki ráð sitt? Það væri góð áminning! Þetta var þá glataði sonurinn. * Næst skulum við bregða birtu á þá sem hann átti saman við að sælda, borgara lands- ins. Það var meðal þeirra sem hann hafði sóað fjármunum sínum. Margir fengu ríflega sinn skerf. Það er svo spennandi og heillandi, að vera aðalnúmerið í vinahópnum. En nú átti hann ekki meira, allt fé var þrotið, og þá sögðu vinirnir: bless. Nú mátti hann sigla sinn sjó. -k Slíkur glataður sonur, er sat í fangelsi, gerði mér eitt sinn orð. Hann vildi, að ég reyndi að fá sig lausan. Hann átti að sitja inni vegna ölvunarsekta, en svo óheppilega vildi til, að páskar fóru í hönd. Hann var iðnaðarmaður og hafði lofað viðskiptavinum sínum mörgu fyrir hátíðina, og svo var hann sennilega þyrstur! Gæti ég nú ekki fundið upp einhver ráð til að borga sektina, svo að hann slyppi? — Með einu skilyrði, svaraði ég. Hann hélt víst, að ég ætlaði að fá hann til að gefa loforð um að hætta að drekka eða eitt- hvað þess háttar, svo að hann var í vandræð- um með svarið. — Já, segðu mér, hvers vegna þú kallar á mig þér til hjálpar? Hvers vegna snýrðu þér ekki fremur til einhvers drykkjufélaga þíns? Þú veizt, að margir þeirra eru betur stæðir en ég. En þá hló hann innilega, og mælti: — Þér dettur þó ekki í hug, að þeir hafi löngun til að hjálpa mér? -k Þetta er reynsla mín á þessu sviði. Ég hef sjaldan — svo ég segi ekki aldrei — orðið var við meðaumkun eða hjálpsemi í garð þeirra, sem orðið hafa fórnardýr Bakkusar, hjá þeim, sem sjálfir neyta áfengis. Kaldhæðni og hirðu- leysi einkennir þá í þessum málum. Ég fór þess eitt sinn á leit við mann nokk- urn, að hann reyndi að fylgjast með einum nánasta vini sínum, þegar hann kæmi heim úr „afvötnun“, en hann hafði dvalið á drykkju- mannahæli. Það var í þriðja skipti sem hann dvaldi þar til að fá „lækningu", eins og það er svo fagur- lega orðað. Nú bað ég vininn að hafa ekki vín um hönd, þegar þessi „sjúklingur" væri við- staddur. Ég skýrði honum frá því, að öll til- vera mannsins væri í veði. Ég benti honum einnig á, að maðurinn hefði ríka hvöt til að rétta sig við, en hann væri veikur á svellinu, þegar áfengi væri annars vegar, eins og hann vissi. Ef vinirnir vildu nú gera honum þann greiða, að hafa ekki áfengi um hönd, þegar þeir hittust. Það væri stórt spor í áttina til að reyna að bjarga manninum. Vinurinn brást reiður við: — Hvað kemur mér þetta við? Við erum engar barnfóstrur! + Já, ég þekki líka hina svonefndu „betri borgara“ landsins. Þeir vilja engin afskipti hafa af fómardýrum drykkjumenningarinnar. Þeir koma til okkar. Þeir hringja, þeir skrifa, en sitja sem fastast aðgerðalausir í skrifstofu- stólum sínum, mælandi á þessa leið: — Þér verðið að hjálpa okkur, herra minn. Við vitum ekki hvað til bragðs á að taka. Við erum svo ókunnugir svona löguðu. Ef þeir þurfa að leggja eitthvað á sig eða breyta í einhverju lífsháttum sínum, svo þeir verði ekki freisting ístöðulitlum vinum og ættingjum, þá hvorki geta þeir, vilja eða skilja nauðsyn þess. — Við erum ekki drykkjumenn, segja þeir. Brögðum aðeins vín við hátíðleg tækifæri. Ég þekkti aldraða foreldra. Þau áttu einka- son, er átti að leggja fyrir sig verzlunarstörf FAXI — 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.